Liverpool að kaupa Reina?

Marca: [El Liverpool tiene ‘atado’ a Reina](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,626569,00.html)

Echo: [Liverpool ‘agree £8m deal for goalkeeper’](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15470534%26method=full%26siteid=50061%26headline=liverpool%2d%2dagree%2d%2dpound%2d8m%2ddeal%2dfor%2dgoalkeeper%2d-name_page.html)

Marca og Echo segja að Liverpool, Villareal og Jose Reina hafi komist að samkomulagi um að Jose Reina, markvörður Villareal, færi sig um set til Liverpool í sumar. Kaupverðið er 8 milljónir punda.

Reina er 23 ára gamall Spánverji. Hann er alinn upp hjá Barcelona, en hefur spilað með Villareal síðustu ár og hefur m.a. verið valinn í spænska landsliðið.

Þannig að það er alveg ljóst að Benitez hefur ekki nóg traust á Jerzy Dudek og Chris Kirkland, enda hafa þeir gefið honum alltof fáar ástæður til þess. Það er því ekki ólíklegt að þeir báðir fari í sumar og að markverðir okkar á næsta ári heiti Scott Carson og Jose Reina.

Það er allavegana nokkuð ljóst að það verður nóg að gerast í sumar 🙂

13 Comments

  1. Upplífgandi fréttir fyrir Dudek, svona með tilliti til leiksins í kvöld… 😡

  2. Ég er ekki ánægður með þessa frétt hjá ykkur, hefðuð bara átt að koma með hana á morgun

  3. >”Ég er ekki ánægður með þessa frétt hjá ykkur, hefðuð bara átt að koma með hana á morgun”

    Aha, einmitt. Við stjórnum nefnilega því efni, sem er á internetinu. Liverpool Echo voru með þetta í blaðinu sínu í morgun, svo mér fannst ástæða til að setja þetta inn hérna. Það má hins vegar bóka það að Rafa vildi ekki að þetta birtist á svona óheppilegum tíma.

    En svona er þetta.

  4. Þessi frétt kom í morgun, ég er alveg pottþéttur á því að enginn leikmanna er að skoða blöðin í dag eða vafra um netsíður til að tékka á slúðri.

    Held þetta hafi nú lítil áhrif er varðar leikinn sem fram fer á eftir, gæti komið niður á einhverjum þegar kemur að úrslitaleiknum í Istanbul. 😉

  5. Ég held persónulega að Dudek viti það nú þegar að þessir maíleikir verði hans síðustu fyrir félagið, og að það muni bara hvetja hann til dáða frekar en hitt … að ná að vinna stórtitil með liðinu áður en hann kveður.

    En auðvitað var í lagi að birta þetta á enskum fjölmiðlum. Það var ekki fyrr en þú þýddir þetta yfir á íslensku, Einar, að við erum í hættu á að Dudek fari í fýlu! :rolleyes:

  6. Ef Dudek spilar illa í kvöld kenni ég Einari Erni alfarið um það…það er auðvitað vítavert að þíða þessa frétt úr LiverpoolEcho á þessum tímapunkti :laugh: :tongue: 😉

  7. Við vitum allir að páfinn var pólskur eins og Dudek og hélt með Liverpool. Hann kom til Íslands einu sinni og þess vegna mun þetta frumhlaup Einars hafa alvarlegar afleiðingar. Ég er brjálaður út í ykkur. 😡

  8. Einar ég hata þig! Nei nei tók bara svona til orða 🙂 🙂

    En ég skil samt ekki afhverju Liverpool spáir bara ekki í þessu eftir seasonið? 8 milljónir punda er slatti mikið fyrir markmann! Hafið þið eitthvað séð til hans?

    En er eitthvað vitað hvað við fáum mikið fé í sumar til að ráðstafa? Er Rick Parry búinn að gefa eitthvað upp?

  9. Ég hef séð Reina spila þrisvar-fjórum sinnum í vetur á Sýn og mér líst mjög vel á kauða. Sumir segja að hann sé keimlíkur Sander Westerveld á velli en mér finnst hann nær Paul Robinson, nema með örlítinn hvirfilskalla (og þó aðeins 22ja ára) 🙂

    Hann er mjög öruggur, hefur varið fullt af vítum í vetur og sparkar mjög langt. Sagt er að það sem hann er einna veikastur í sé að höndla fyrirgjafir, en ég hef svo sem aldrei tekið sérstaklega eftir því þegar ég hef séð hann spila. Hann er svona miðlungshár fyrir markvörð, enginn Kirkland-risi samt sko … meira svona mitt á milli Kirkland og Dudek.

    Ef af þessu verður finnst mér ljóst að Dudek fer í sumar, og þá er bara spurningin hvað verður um Chris Kirkland. Einn spjallari á YNWA.tv, sem nýtur víst allmikillar virðingar þar inni, sagði að það væri líklegast að Reina/Carson yrði markvarðaparið næsta ár og að Kirkland yrði lánaður til annars Úrvalsdeildarliðs í ár til að spila sig í toppform og að sanna sig. Það muni síðan velta á því hvernig hann stendur sig hjá öðru félagi hvort hann á framtíð hjá Liverpool.

    Sjálfum líst mér ekkert illa á það ef það yrði raunin. Vill helst ekki afskrifa Kirkland strax, en hann þarf að breyta til aðeins og spila fyrir lið sem er undir minni pressu en Liverpool, þar sem hann getur komist í form og náð að spila heilt tímabil án vandræða, andlegrar heilsu sinnar vegna. Carson og Reina geta séð um þetta hjá okkur á næsta tímabili.

    Og fyrir ykkur sem eruð að segja Reina Who? núna, munið bara þetta: fyrir ári sögðu meira og minna allir knattspyrnuáhugamenn það sama: hver í fjandanum er Petr Cech?

    Það vita allir hver hann er núna, ekki satt?

  10. Hljómar vel að lána Kirkland í ár og sjá hvernig hann stendur sig yfir heilt tímabil.

  11. UPPFÆRT: Umboðsmaður Reina hefur staðfest fréttina um að hann sé í viðræðum við LIVERPOOL FC.

    Þetta er ekki lengur slúður. Þetta er veruleiki, bara svo það sé á hreinu. Reina er núna svona 95% örugglega á leiðinni til okkar, úr því að þetta er orðið opinbert. Nú bíður maður bara spenntur á næstu dögum eftir að sjá kaupin staðfest. 🙂

Chelsea á morgun!

Liverpool 1 – Chelsea 0