Segið það með mér: SANNGJARN SIGUR! Ekki einu sinni blindur maður myndi reyna að halda því fram að boltinn hafi ekki farið yfir línuna eftir að hafa séð ofangreinda ljósmynd. Vinstri fótur Gallas er á marklínunni, hægri fóturinn þar fyrir framan að hreinsa boltann í burtu. Hmmm…???
Einnig: Steven Gerrard er ekkert á förum, línuvörðurinn segir að boltinn hafi greinilega farið yfir línuna og Rafa hefur ekki í hyggju að tapa í Istanbúl!
Njótið dagsins, ég veit að ég geri það. Mun líka skemmta mér vel í kvöld yfir hinum undanúrslitaleiknum. Hef alltaf haldið með AC Milan á Ítalíu, vona að þeir komist í úrslitaleikinn. Það yrði sko skemmtileg rimma, Liverpool – AC Milan! 🙂
Fastamaður á YNWA-spjallborðinu, sem er vinur Gerrards (og segir svo til alltaf rétt til um byrjunarliðið daginn fyrir leiki) sagði eftirfarandi þar:
What a f***ing night!! The best ever
Bevvying in town afterwards in the Thomas ( I think ) on Victoria Street til 4, singing LFC songs in there with Carra, Steven, Hyypia, Didi Hamann………..Carra starting off the singing of ‘Fields of Anfield Road’
Stevie starting ‘Hes scouse, hes sound he’ll t*** you with a pound’
The place was rocking, unbelievable, I will never forget yesterday for as long as I live.
Oh, and yes, he is gonna stay!!
Snilld! Ímyndið ykkur að syngja Fields of Anfield Road með Carra og félögum! :biggrin:
Hm. eitthvað undarleg feitletrun og skáletrun þarna – þið kannski lagið þetta Kristján eða Einar…
Gott og blessað að Steven Gerrard sé ekki að fara… samt eitt skemmtilegt sem ég sé við þetta. Liverpool aðdáendur hafa alltaf verið á því að hann myndi aldrei fara… núna sagði Gerrard síðan sjálfur eftir leikinn að það að Liverpool hafi komist í úrslit meistaradeildarinnar GÆTI orðið til þess að hann verði áfram hjá klúbbnum:
Sjá Sky:Steven Gerrard has admitted a place in the UEFA Champions League final could persuade him to stay at the club.
Og varðandi athugasemdir manna um hvort að völlurinn héti Anfield eða Anfield Road, þá langaði mig einnig að benda á að þeir greinarhöfundar höfðu rétt fyrir sér, hvort það var Einar Örn eða Kristján Atli veit ég ekki. Á breiðbandinu (þar sem leikurinn var sýndur á Sat 1) sögðu þulirnir alltaf Anfield Road… í pre-game show stóð “Anfield Road” undir Game Venue… og á blaðamannafundi eftir leik þá talaði Mourinho um að stemmningin á Anfield Road hefði verið mögnuð.
Efast um að allir þessir menn hafi bara rangt fyrir sér.
Pétur, hann verður kyrr. Fyrirsögnin á fréttinni sem þú vísar í er sú fyrirsögn sem Sky velja á hana. Gerrard sjálfur segir aldrei “GÆTI fengið mig til að vera kyrr” heldur bara að eftir úrslitaleikinn muni hann ræða framtíðina við Rick Parry og Rafa.
Með öðrum orðum, Sky eru að reyna að gera þetta að æsifrétt um það að hann gæti kannski, hugsanlega, vonandi, líklega, jafnvel, hugsað sér að vera kyrr … þegar það er greinilega augljóst að hann er ekkert á förum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir að hann verði kyrr í sumar væri að mínu mati ef hann heimtar launahækkun sem Liverpool eru ekki reiðubúnir að veita honum. En það er þó ólíklegt.
Híhíhí, ég mæli með að þið kíkjið á þetta: http://www.kop200.blogspot.com/ ….. merkilegt nokk!;)
Og btw, boltinn var klárlega inni og ekkert rugl!
Jamm, Jóhanna, ljómandi skemmtileg skilgreining. Passar samt ekki við mig allavegana, þannig að sennilega er ég ekki típískur Liverpool stuðningsmaður 🙂
* Hinn venjulegi “púllari” er á aldrinum 26-35 ára – *Jamm, passar*
* Hann er ómenntaður. – *Neibbs, er hagfræðingur*
* Hann er fyrrverandi ruglari þ.e. dópisti og djammari. – *Neibbs, ekki dópisti, en mér finnst gaman að djamma*
* Hann á óskilgetið barn. – *Neibbs*
* Hann er í stórum vinahóp sem hittast og horfa á leiki. – *Horfi oftast á leikjum með 2 vinum. Tel það nú ekki vera mikið*
* Hann hefur farið á Anfield og er alltaf í treyjunni sem hann keypti á vellinum þegar hann horfir á leiki. – *Neibbs, hef ekki komið á Anfield og er vanalega ekki í treyju þegar ég horfi á leiki*
* Þegar illa gengur hjá liðinu vill hann managerinn burt. – *Neibbs, ekki rétt*
* Hann veit hvernig á að stjórna liðinu því honum gengur vel í Championship Manager. – *Spila ekki CM*
* Hann heldur að hann sé sér á báti með að hafa fengið áritun hjá leikmanni liðsins þegar hann var á leiknum á Anfield. – *Neibbs*
* Hann er oft málari eða iðnaðarmaður og finnst dáldið töff að mæta í vinnugallanum á pöbbinn. – *Neibbs, markaðsstjóri*
* Hann talar um liðið sem “við” t.d. “við verðum að fara sækja ef við ætlum að skora annað mark” (ég reyndar geri það sjálfur með mín lið) – *Jamm, stemmir*
* Hann er oft með sítt hár og þriggja daga skeggvöxt. – *Neibbs, hvorugt*
* Hann er útúrlifaður. Þ.e.a.s. sjúskaður frá dópistaárunum. – *Neibbs*
* Hann verslar fötin sín í Jack & Jones og Retro. – *Neibbs*
* Hann á alltaf 1 eða 2 vini sem hafa meikað það í atvinnulífinu. Þ.e. þá á sá vinur slatta af pening. – *Neibbs*
* Hann reykir Winston eða Camel. – *Neibbs*
* Hann var í fótbolta þegar hann var strákur og hittir félagana reglulega í innanhússbolta. – *Jamm*
* Hann lifir fyrir Liverpool-leiki og næstu helgi. – *Neibbs, en ég hlakka oftast til leikja*
* Hann er alltaf fullur eða þunnur þegar Liverpool spilar. – *Neibbs*
* Hann hatar Man Utd vegna öfundssýki. – *Neibbs, mér er illa við Man U vegna þess að þeir eru óþolandi 🙂
Ok, þannig að þrjú atriði pössuðu. Það er, aldurinn, það að ég nota “við” þegar ég tala um Liverpool og að ég var í fótbolta þegar ég var lítill.
Annars er yndislegt hvað Man U stuðningsmenn eru bitrir í dag. Vííí! :biggrin2:
Hvaða Liverpool stuðningsmaður livir ekki fyrir Liverpool leiki? Ég er sko einn af þeim!!! Á ennþá eftir að missa af leik í heil 3 tímabil og hef sótt þá ófáa í gegnum tíðina.
Áfram Liverpool !!! :biggrin:
ég ætla að leyfa mér að vera sammála einum sem sagðist vona að boltinn hefði EKKI farið inn!!
Afhverju, því það er miklu fyndnara og að loksins væri heppnin með okkur… nuff said
hehehe
Ég sé ekki að það skipti nokkru einasta máli hvort að boltinn fór inn eða ekki. Markið var dæmt, búið mál. Þarf ekkert að velta því fyrir sér meira. Eða hvað?