Enska knattspyrnusambandið mun ákveða það í dag hvort að Liverpool fái sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili ef þeim tekst að vinna AC Milan í úrslitum. Sjá [frétt á BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4515401.stm)
Einsog Rafa hefur bent á þá eru fordæmi fyrir því að liðið, sem vinni Meistaradeildina taki sæti af öðru liði í keppninni á næsta ári. Þegar að Real Madrid vann keppnina fyrir nokkrum árum en lenti of neðarlega í Meistaradeildinni, þá gaf spænska sambandið þeim sæti í Meistaradeildinni árið eftir.
Alan Hansen segir að [Everton eigi sætið skilið](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4508645.stm) ef þeir lendi í 4. sæti. Ég er eiginlega dálítið sammála þessu viðhorfi, þótt ég vilji auðvitað sjá Liverpool þarna. En fordæmið með Real Madrid er þó líka mikilvægt.
Ég er reyndar á því að EINA SANNGJARNA LEIÐIN sé að leyfa báðum liðum að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. Mér finnst það sjálfsagt að sú deild, sem á sigurvegarann í Meistaradeildinni njóti góðs af því ári seinna.
Já, og ef að Liverpool vinnur AC Milan, þá munu þeir EIGNAST bikarinn, þar sem liðið hefur þá unnið Evrópukeppni Meistaraliða **FIMM SINNUM**. 🙂
**Uppfært (Einar Örn)**: FA hefur staðfest að Liverpool muni EKKI fara í Meistaradeildina á [kostnað Everton](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4515401.stm) ef að Liverpool vinnur Meistaradeildina og Everton lendir í fjórða sæti í ensku deildinni.
Viðbót (Kristján Atli): SJÁIÐ ÞETTA!
Þetta er á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins, for fuck’s sake! Textinn er frá því í fyrra, en hann er andskoti skýr:
>Should Arsenal or Chelsea win the Champions League, they will automatically qualify for next season’s competition but England will not gain an extra Champions League place, even if they finish outside of the top four in the Premiership.
>In that scenario the fourth-placed team in the Premiership will play in next season’s UEFA Cup.
Þetta er greinilega staða FA, enska knattspyrnusambandsins, fyrir ári síðan þegar Chelsea og Arsenal voru ein enskra liða eftir í keppninni og áttu að mætast í 8-liða úrslitunum.
Nú, ári síðar, gæti Liverpool virkilega lent í því sem þeir eru að fjalla um þarna – að vinna Meistaradeildina og lenda samt fyrir neðan 4. sæti í deildinni. Maður hlýtur að spyrja: HVAÐ HEFUR BREYST Á EINU ÁRI? Af hverju var það sjálfsagður hlutur að sigurlið Meistaradeildarinnar yrði tekið fram yfir liðið í 4. sæti í fyrra, þegar Arsenal og Chelsea áttu í hlut, en ekki í ár þegar Liverpool á í hlut?
Ótrúlegt. Fordæmið er til staðar, Real Madríd var tekið fram yfir Real Zaragoza árið 2000 og enska knattspyrnusambandið voru greinilega reiðubúnir að taka nákvæmlega sömu afstöðu fyrir tólf mánuðum síðan, þegar Arsenal og Chelsea áttu í hlut, en ekki núna? Fáránlegt.
Auðvitað getum við bara sjálfum okkur um kennt ef Everton aulast til að tryggja sér þetta 4. sæti, nóga sénsa höfum við haft á að ná þeim að stigum undanfarið, en þetta er engu að síður fáránleg tilhugsun – að meistarar Evrópu fái ekki að verja titil sinn. Ótrúleg ákvörðun FA og sýnir meira en lítið hversu mikla sérmeðferð Lundúnarliðin fá hjá FA.
Ekki sáttur. 😡
Vonandi ertu búinn að komast yfir gömlu óskina þína um að Jose Mourinho yrði ráðinn til ‘pool 😀 (Jo-Mo er enginn Rafa).
Það myndi auðvtað fullkomna skemmtilegt tímabil að vinna dolluna í tyrklandi OG að fjárans Toffees yrðu ekki með á næsta ári 😀
Forza MerseyRossi!
Jæja mér finnst nú alveg sanngjarnt að þeir fái sæti í meistaradeildinni……EN mér finnst líka sanngjarnt að við fáum það þar sem að við Værum EVRÓPUMEISTARAR, Everton nær því ekki á næstu árum.
Eina sanngjarna í þessu er að láta liðin spila playoff, 2 leiki og reglan um útimörk gildir einsog er gert á ítalíu.
ALLAVEGA, GO LFC
Málið með Real Madrid fordæmið er að á þeim tíma sem það var sett giltu aðrar reglur innan UEFA og FIFA um sigurvegara í öðrum keppnum á þeirra vegum. Heims- og Evrópumeistarar fengu nefnilega sjálfkrafa rétt til að verja sína titla og spænska knattspyrnusambandinu hefur sennilega fundist að þá ætti RM að hafa sama rétt í CL. Nú þurfa hins vegar Heims- og evrópumeistarar að fara í gegnum forkeppni eins og allir aðrir og mér finnst það ansi líklegt að FA fylgi þeirri reglu og láti því öll CL sæti englendinga fylgja árangri í deildinni.
Ég hef samt ennþá fulla trú á að ákvörðun FA komi ekki til með að skipta neinu máli því Liverpool drullast bara til að vinna Arsenal og Aston Villa í næstu leikjum og everton tapar bæði fyrir Arsenal og Bolton og þá er þetta ekkert vesen! Ég meira að segja hálfpartinn vona að FA gefi 4. sætinu síðasta CL sætið, þá kannski líta leikmennirnir loksins á þessa síðustu leiki sem úrslitaleiki og fara að spila eins og menn.
Ég er sammála mér finnst að það ættu bara að vera tveir playoff leikir….
Ef Evrópumeistararnir eru það lélegir að þeir séu ekki í efstu fjórum sætunum í sinni deild þá eiga þeir það ekki skilið.
Annars er þessi Evrópubolti hjá Liverpool ekkert að virka í deildinni, eins og menn hafa séð. Þeir standa sig ágætlega á móti stórliðum, sem spila af varkárni eins og þeir… en lið eins og Birmingham og Crystal Palace sem hafa engu að tapa sækja bara eins og vitleysingar á þá, og bera sigur úr býtum.
Einnig verður erfitt að vinna Arsenal, bæði fyrir Everton og Liverpool, þar sem að Reyes og van Persie eru byrjaðir að spila vel, auk þess sem að Gilberto Silva er kominn aftur.
Ef lið verður evrópumeistarar eru þeir ekki lélegir, svo einfalt er það beyglan þín.
Meiðsli, Nýr stjóri/leikmenn er ástæðan fyrir óstöðugleika Liverpool…
Þetta er ansi magnað, sem þú bendir á, Kristján. Það hlýtur einhver að setja pressu á FA vegna þessara ummæla.
En auðvitað er það eina rétta að gefa landinu auka sæti sem verðlaun fyrir að lið frá viðkomandi landi hafi sigrað í Meistaradeildinni.
Það er ekki einsog það sé verið að tala um sæti í riðlakeppninni, heldur einungis í forkeppninni.
Ég er ekki alveg að skilja menn sem segja að Liverpool eigi ekki skilið að vera í CL 😡
Lið sem fer alla leið í úrslitaleik í CL hlýtur að eiga það skilið að vera í deild með þeim bestu…..
Mér finnst FA drulla algjörlega á sig með þessari ákvörðun sinni.
Hvað ef Liverpool vinnur CL??? Og verði í fimmta sæti í deildinni rétt á eftir Everton. Það verður allt vitlaust í Liverpool borg ef þessi staða kemur upp og Liverpool fær ekki sæti í CL.
Það yrði gjörsamlega “súrealískt” að Liverpool yrði ekki leyft að verja titilinn næstu leiktíð.
Stundum er ég ekki að fatta Enska Knattspyrnusambandið og for that matter ekki ufea heldur……… 😡 😡
Er FA ekki í rauninni að setja ákveðna pressu á UEFA til að breyta reglunum með þessari ákvörðun ??
Ég túlka þetta allavega að einhverju leyti þannig. Og ekki megum við gleyma því að Lennart Johannsson er allavega búinn að hinta að því að möguleikinn sé ennþá fyrir hendi …
jamm, Uefa segja núna að ef að Liverpool vinni, þá verði ákvörðun tekin þann 17.júní hvort að þeir fái sæti.
Sjá [frétt í Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15485325%26method=full%26siteid=50061%26headline=liverpool%2dcould%2dface%2dwait%2dfor%2deuropean%2dfate-name_page.html)
Núna eru FA búnir að taka niður tilkynninguna síðan í fyrra um Arsenal-Chelsea. Þvílíkir lúðar!
Djöfull er það fyndið að þeir skuli reyna einhverja Björn Bjarna taktík á þetta núna með því að eyða þessu út.
Liverpool stuðningsmenn eru auðvitað búnir að varðveita þessa tilkynningu og hægt er að finna hana t.d. [hér](http://www.thisisanfield.com/images/hypocrites.jpg)