Ýmislegt

Það hefur orðið svona ákveðið spennufall hjá manni eftir að það varð ljóst að við myndum ekki ná fjórða sætinu. Þetta fjórða sæti tapaðist náttúrulega ekki gegn Arsenal heldur í öllum þessum ömurlegu útileikjum á þessu ári.

En allavegana, Lennart Johanson hefur gefið það sterklega í skyn að Liverpool muni fá sæti í Meistaradeildinni ef við vinnum dolluna í Istanbúl. [Hann segir](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15500123%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dgiven%2deuro%2dboost-name_page.html) að enska sambandið eigi að leggja inn beiðni um auka sæti ef Liverpool vinni og að sú umsókn fái góðar viðtökur hjá þeim. Þetta væru hálf bjánalegar yfirlýsingar ef að UEFA menn haldi ekki að Liverpool fái sæti ef þeir vinni. Þannig að það er enn nokkuð góð von ef við vinnum.


Það hefur verið fjallað talsvert um Didi Hamann undanfarna daga og hann gaf frá sér [yfirlýsingu](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=275891&cpid=8&CLID=30&lid=&title=Hamann+puts+off+future+decision&channel=Premiership), þar sem hann segir að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni sé mun mikilvægari en framtíð sín, svo hann vilji salta allt slíkt tal þar til eftir leikinn. Samningurinn hans rennur út í sumar og ég hef blendnar tilfinningar um það hvort hann eigi að vera áfram. Ef Rafa lætur hann fara, þá er augljóst að hann mun fá einhvern í staðinn, þannig að maður getur ekki dæmt það fyrr en maður sér staðgengil Hamann. En Rafa hefur treyst Didi, þannig að ég býst við að hann verði áfram hjá okkur 1 eða 2 tímabil.


Rafael van der Vaart, sem hefur verið orðaður við Liverpool sirka 2000 sinnum, hefur [farið fram á sölu frá Ajax](http://www.talklfc.com/forums/index.php?showtopic=10815), en það er ólíklegt að nafni hans Benitez hafi áhuga, þar sem Van der Vaart hefur ekki verið að sýna mikið að undanförnu.

13 Comments

  1. Mikið ósköp finnst mér þessi umræða um sæti í meistaradeild að ári vera orðin þreytt. Enn er rúmur hálfur mánuður í úrslitaleikinn og engan veginn útséð að Liverpool sé búið að vinna þann leik. :confused: Er ég sá eini sem finnst þessi umræða bara engan veginn tímabær, eða í það minnst full móðursýkisleg miðað við að úrslitin liggja ekki fyrir?

  2. Ég held að það sé þó allavegana jákvætt að umræðunni sé haldið á lofti, þannig að okkar menn geri sér grein fyrir að þeir eru ekki bara að berjast fyrir bikarnum, heldur líka sætinu á næstu leiktíð. Ef menn verða ekki stemmdir í Istanbúl, þá er eitthvað að! 🙂

  3. Að sjálfsögðu á að fagna allri umræðu um mögulegt meistaradeildarsæti.

    Var að horfa á seinni hálfleik Chelsea gegn Man U og sá Eið Smára skora markið, ég verð að viðurkenna að ég samglaðst honum pínulítið þrátt fyrir að detta á ófyrirgefanlegum tímum og fiska menn útaf. Gleymum spilafíkn og framhjáhaldi, svo við tölum nú ekki um drykkjuskap… það gera nánast allir.

    Liverpool í Meistaradeildina!!!

  4. Já, slúðurtímabilið er farið af stað eitt sumarið enn. Auk Van der Vaart hafa menn á borð við Kevin Nolan, Aldo Duscher, José Reina, Vicénte, Joaquín, Owen, Mickael Essien, Andy Johnson og David Villa verið orðaðir við okkur síðustu daga…

    Hvað RVDV varðar þá hef ég alltaf sagst vera til í að fá hann. Hann hefur ekki sýnt mikið í vetur fyrir Ajax, en það hefur Pablo Aimar ekki heldur gert fyrir Valencia. Það fer þó ekki á milli mála að hér er heimsklassa-leikstjórnandi á ferð og ef að við fengjum hann, og Rafa fengi það besta út úr honum, þá væru það stórkostleg kaup.

    En eins og með alla aðra sem eru orðaðir við liðið, þá bíður maður rólegur þangað til eitthvað staðfest heyrist frá klúbbnum. Þangað til eru þetta bara skot út í loftið.

    Og varðandi Evrópu-umræðuna, þá hef ég ákveðið að taka mér hvíld frá Meistaradeildarpælingum næstu vikuna eða svo. Ég þarf einfaldlega á fríi að halda, er enn að reyna að kyngja því að E***ton séu fyrir ofan okkur í deildinni, frændi minn (E***ton-aðdáandi) á eftir að gera grín að mér þegar við hittumst um helgina. Úff, það verður sársaukafullt ættarmót…

  5. Hvað varðar meistaradeildina þá er tel ég næstum á hreinu að EF við vinnum dolluna eftirsóttu þá munum við 100% fá að verja hana að ári.

    Hvað varðar Hamann þá má hann alveg fara mín vegna… er 100% á því að Rafa sé með betri leikmann í pottunum.

    Hvað varðar þá leikmenn sem eru orðaðir við okkur þá er á hreinu að núna veltur gríðarlega mikið á hvaða leikmenn fara frá okkur uppá hvaða leikmenn koma… Gefum okkur að allar stóru stjörnunar verða áfram og eingöngu leikmenn líkt og Hamann, Dudek, Krikland, Smicer o.s.frv. fari þá er ljóst að Rafa ætlar að treysta á Kewell, senterana (Baros, Morientes, Cisse, Pongolle) o.s.frv. og hugsa ég að lykilatriðið verði að kaupa:
    miðvörð, kantmann (hægri) og markmann. Klárt er að Rafa er með óskalist um þá leikmenn sem hann vill en ég tel einnig ljóst að hann er ekki í því að kaupa nöfn heldur vill fá þá leikmenn sem hann telur að henti leikskipulag sínu sem og inní enska boltann.

    Varðandi leik Man Utd og Chelsea þá var Eiður mjög góður í þeim leik og sýndi að hann er á meðal þeirra bestu í deildinni (við gætum vel notað hann). Ennfremur sló Chelsea met með þessum sigri en það er flest stig á einu tímabili. Til hamingju með það…. en mikið var ég samt ánægður þegar hann klikkaði gegn okkur um daginn…

  6. HVernig í ósköpunum gerðist frændi þinn Everton aðdáandi, Kristján? 🙂

  7. Til að eiga möguleika á því að lokka til okkar bestur leikmenn sem völ er á verðum við að vinna meistaradeildina. Allir heimsklassa leikmenn vilja spila í meistaraliði.

    Ég er annars sammála því að menn séu komnir aðeins á undan sér í umræðunni um leikinn. Við erum ekki búnir að vinna AC Milan.

    Maður hefur það á tilfinningunni að menn séu ekki alveg að átta sig á því að við mætum Milan í úrslitunum ekki Leverkusen. Milan spilar alltaf best í svona stórleikjum enda hafa þeir unnið dolluna oftar en við.

    Kveðja
    Krizzi

  8. Ég á líka einn vin, sem byrjaði að fylgjast með enska boltanum á sama tíma og ég. Við enduðum þrír vinir sem Liverpool aðdáendur, en sá fjórði fylgir Everton og hefur í raun aldrei beðið þess bætur.

    Þegar við vorum að byrja að fylgjast með boltanum þá voru Everton og Liverpool nefnilega svipuð að getu. Síðan þá hefur hann liðið stanslausar þjáningar…þangað til í ár.

  9. #7 Eg helt at Liverpool hafi unnid thessa dollu oftar en oll lid er thad misskilingur i mer? ef Liverpool vinnur AC Milan tha faum vid dolluna til eignar, hef eg heyrt….

    Ari

  10. Ari samkvæmt upplýsingum af Liverpool.is þá hefur AC Milan unnið keppnina sex sinnum en við fjórum sinnum. Við unnum hana síðast 1984 en þeir 2003. AC Milan hefur unnið meistaradeildina fjórum sinnum síðan við unnum hana 1984.

    EF við vinnum þá eignumst við bikarinn. þar sem reglur Knattspyrnusambands Evrópu kveða á um að vinni sama félag bikarinn fimm sinnum eða þrjú ár í röð þá eignist það hann.

    Kveðja
    Krizzi

  11. 7 – 0 !!!!!!!
    ekki reyna að segja mér að þetta everton lið sem spilaði í kveld við arsenal sé betur að því komið að vera í meistaradeildinni að ári……. :confused:

Um lýsinguna á Skjá Einum

Fjórða sætið