Farið hefur fé betra

_38964733_dioufpa3200.jpgStjórnarformaður Bolton hefur nú sagt í enskum fjölmiðlum að liðið sé [mjög nálægt því að kaupa El-Hadji Diouf](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/b/bolton_wanderers/4550867.stm) frá Liverpool. Enn hefur ekkert verið gefið upp um kaupverð, en Rafa lagði til 4 milljónir fyrr í vetur og því ekki ólíklegt að það verði niðurstaðan.

Þeir, sem hafa lesið þessa síðu frá upphafi vita sennilega að við Kristján vorum talsvert hrifnir af Diouf sem leikmanni. Síðasta sumar þegar mikil óvissa var um málefni Diouf, þá skrifuðum við tvær greinar um þetta mál:

Einar: [Hvað í ósköpunum er í gangi hjá El-Hadji Diouf](http://www.kop.is/gamalt/2004/07/23/19.18.06/)
Kristján: [Af hverju hata menn Diouf?](http://www.kop.is/gamalt/2004/07/29/13.18.56)

Ég er enn á þeirri skoðun að Diouf sé góður leikmaður og ég er sannfærður um að hann eigi eftir að halda áfram að blómstra hjá Bolton. Hann hefur hins vegar á þessu tímabili gert endurkomu til Liverpool ómögulega með ummælum sínum og hegðun. Það er líka augljóst að Rafa vill hann ekki aftur, þar sem hann fékk hann ekki einu sinni þegar að framherjavandræðin voru hvað verst.

Fyrir mitt leyti missti ég allt álit á Diouf eftir að Bolton kom til Anfield. Þá sögðu Liverpool Echo frá því að Diouf hefði fagnað gríðarlega í stúkunni í hvert skipti sem að Bolton gerðu eitthvað gott. Ef hann gerir sér ekki grein fyrir smekkleysinu sem í því felst og virðingarleysi gagnvart aðdáendum Liverpool, þá vil ég ekki sjá hann í rauðu treyjunni aftur.

En Diouf mun fara frá okkur og þar með kveðja enn ein Houllier mistökin okkur. Líkt og með Smicer og fleiri þá lenti Diouf illa útúr því að Houllier leyfði honum nánast aldrei að spila sína réttu stöðu. Hvers vegna Houllier keypti 10 milljón punda framherja og spilaði honum svo á hægri kantinum alla tíð, mun ég sennilega aldrei skilja.

3 Comments

  1. Það kann vel að vera að Diouf sé hæfileikaríkur leikmaður og sýndi hann á stundum fína tilburði með liðinu.

    En hann eyðilagði algjörlega fyrir sér með heimskulegri hegðun með Liverpool liðinu og eitthvað hlýtur hann að hafa bætt í það á bak við tjöldin.

    Ég fyrir mitt leyti skammast mín fyrir þennan leikmann og vil alls ekki sjá hann aftur í Liverpool treyju!

  2. Ég tjái mig bara í spakmælum sem sögð hafa verið í gegnum söguna og á þetta mjög vel við ef maður vill ekki vera dónalegur þótt mann langi það:

    “Einhversstaðar verða vondir að vera”

Liverpool 2 – Aston Villa 1

Konstantínópel