Við verðum í Meistaradeild á næsta ári… +viðbót

Ókei, eftirtaldir aðilar/samtök hafa nú þegar gefið út stuðningsyfirlýsingar fyrir tilraunir Liverpool til að fá að vera með í Meistaradeildinni á næsta ári: Ford, G14-samtökin, allir þjálfarar og leikmenn AC Milan, meira og minna flestir stóru framkvæmdarstjórar Evrópu, Franz Beckenbauer, enska Knattspyrnusambandið og margir, margir fleiri…

…og núna LENNART JOHANSSON, forseti UEFA!

Svíinn hafði þetta um málið að segja:

>”The winner should have a chance to defend the title.”

>”We must sit down to see if there is a way to make it happen. If there is a rule that harms the tournament, we have to discuss changing the rule.”

Með öðrum orðum, þá styðja UEFA það að við fáum að vera með í Meistaradeildinni á næsta ári. Þetta er bara spurning um að finna leið til að láta það gerast, finna leið til að liðið komist að í forkeppninni án þess að einhver önnur lönd eða lið þurfi að láta sæti sitt af hendi.

Mér finnst það frekar öruggt að hægt sé að finna leið. Frekar öruggt. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera fyrstur að segja að við verðum með næsta vetur, þetta er bara spurning um tíma hvenær þetta verður samþykkt!

Er það ekki, annars?


**Viðbót (Einar Örn)**: Smá viðbót við þetta, þar sem ég setti akkúrat inn frétt um þetta á nákvæmlega sama tíma 🙂

Annar háttsettur hjá UEFA hefur einnig talað um það að líklega verði þetta ákveðið fyrir fundinn 17. júní. Talað er um að haldinn verði símafundur mjög fljótlega, þar sem örlög Liverpool verða ráðin. Ef að Liverpool myndi komast í keppnina, þá munum við ekki fara í undankeppnina. Að hluta til stafar það af því að Super Cup leikurinn við CSKA Moskva yrði á svipuðum tíma, það er 26. ágúst.


Einnig: Blað á Spáni stóð fyrir skoðanakönnun meðal stuðningsmanna Real Madrid um hvern þeir vildu sjá sem næsta þjálfara. **94%** vildu fá Rafa Benitez! Rafa er hins vegar [ekki að fara neitt](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4590975.stm). 🙂

7 Comments

  1. Já… ég myndi telja það svona 98% líkur… en það er eitt sem á þá eftir að útkljá. Nú er það ljóst að Liverpool tekur ekki sæti Everton, svo spurningin er, á kostnað hverra fær Liverpool sæti sitt?

  2. Það yrði ekkert lið, sem myndi detta út. Hins vegar myndi Galatasaray fara í undankeppnina í stað þess að fara beint í aðalkeppnina.

  3. UEFA var reyndar ekki búið að tjá sig um málið, en Knattspyrnusamband Wales var fljótt að útiloka það – sögðu að ef TNS ætluðu ekki að fara í Meistaradeildina, sem taplið fyrir Liverpool, þá myndu þeir senda annað lið í þeirra stað.

  4. Þegar maður eins og THE KAISER (Beckenbauer) er farinn að styðja okkur að þá tel ég málið vera í höfn. Til hamingju með sætið á næsta ári, Liverpool menn!

  5. Í allri þessari umfjöllun um hvort að Liverpool eigi að fá sæti í CL á næstu leiktíð, þá var ég persónulega mjög andsnúinn því í fyrstu sér í lagi í ljósi þess að það átti að fara rífa sætið af þeim bláu (Liverpool hafa þegar komið nokkrum sinnum í veg fyrir að það gerist með afar leiðinlegum hætti – öll ensk lið voru bannfærð frá mótum eftir Helsey slysið). Ég rakst á þennan link inn á UEFA síðunni http://www.uefa.com/competitions/UCL/news/Kind=1/newsId=268457.html . Neðst á þessari síðu má sjá þau lið sem komast beint inn, án þess að taka þátt í forkeppni, og svo koll af kolli (þeir sem taka þátt í fyrstu, annarri og þriðju umferð). Neðst á síðunni kemur þó fram að þetta verði staðfest um miðjan Júní þegar UEFA kemur saman á lokafundi. Mér skilst á þeim að sama fyrirkomulag hafi alltaf verið á.

    Þarna, í fyrstu grúppu og sleppa við forkeppni, eru TITILHAFAR (sem 1 lið), Spánn (1. og 2. sætið í þeirri deild), England (1. og 2. sætið), Ítalía (1. og 2. sætið), Þýskaland (1. og 2. sætið), Frakkland (1. og 2. sætið), Portúgal (1. og 2. sætið), Grikkland (1. sæti), Holland (1. sæti) og Tékkland (1. sæti).

    Samtals gerir þetta 16 lið sem fara beint inn í Meistaradeildina án þess að taka þátt í forkeppninni. Ef TITILHÖFUM er neitaður aðgangur þá standa eftir 15 lið og verður því að veita einhverju öðru liði aðgang svo að ekki myndist ósamræmi þegar dregið verður í riðla í lokin. Hvort sem verður, að leyfa TITILHÖFUM að fara í pottinn eða að neita þeim þá standa UEFA menn samt sem áður fyrir því að þeir verði að gera reglurnar skýrari. Jú, með því að veita TITILHÖFUNUM ekki aðgang er UEFA farinn að fara á bakvið sínar eigin reglur, þar sem að liðin sem ekki þurfa að taka þátt í forkeppninni verða að vera 16 en ekki 15. Og hin mótsögnin er sú að ekki má leyfa fleirum en 4 liðum frá sama landi að keppa í Meistaradeildinni.

    Að framansögðu get ég ekki með neinu móti séð hvernig taka eigi ákvörðun ef UEFA menn ætla sér ekki að breyta reglununum varðandi þátttökurétt félagsliða í Meistaradeildinni.

Ýmsar fréttir

Bestu leikmenn Englands (og Liverpool) 04/05: okkar val!