Didi vill vera áfram

Didi Hamann hefur aðeins verið að tjá sig um samningaviðræður sínar við Liverpool og önnur lið. Í dag lét hann [hafa eftir sér í Kicker](http://www.theadvertiser.news.com.au/common/story_page/0,5936,15462782%255E23215,00.html):

>”There are a lot of clubs interested and a decision could be made this week. “I would like to stay because Liverpool is one of the best clubs in Europe.”

Ég hef skipt um skoðun á Didi Hamann ansi oft í gegnum tíðina. Hann getur verið frábær leikmaður á köflum, en í vissum aðstæðum er hann ekki nógu sterkur. Á útivelli í Meistaradeildinni er ekki nokkur leikmaður í heiminum, sem ég vildi frekar sjá fyrir framan vörnina okkar. Þá er Didi í essinu sínu. Það eru hins vegar heimaleikirnir gegn Southampton þar sem hann passar ekki nógu vel inní spilið.

En ég held að ég vilji sjá Didi áfram. En þá aðeins með því skilyrði að ef að Rafa ætlar að spila 4-5-1 að þá sé Didi ekki þriðji miðjumaðurinn í öllum tilfellum. Ég tel að 3 manna miðja með Gerrard, Xabi og Didi sé of varnarsinnuð, sérstaklega í ensku deildinni. Til að sú leikaðferð virki vel, þá þarf Rafa að kaupa einhvern sókndjarfari en Didi. En Hamann væri fullkominn til þess að hvíla Xabi Alonso og svo til að spila flesta leiki í Meistaradeildinni, að því gefnu að við verðum þar á næsta ári.

Ef hann fer eitthvert, þá má hann vinsamlegast fara til Þýskalands, ekki til Bolton eða (gasp!) Everton. Það myndi koma í bakið á okkur, sanniði til.

2 Comments

  1. Ef Didi er að hugsa um landsliðsæti sitt fyrir HM næsta sumar þá er hans besta staða að halda sér hjá LFC. Hann náði sætinu sínu aftur hjá LFC og hann mun halda í það hjá LFC ef hann verður um kyrr.
    Hann er mikilvægur punktur í miðjunni hjá okkur og við þurfum hann á eins árs samning.

  2. Ég vill pottþétt sjá Didi áfram! Hann hefur sýnt það í vetur, að mínu mati, að hann á enn fullt erindi í toppslaginn með Liverpool. Að láta hann fara núna myndi bara skapa vesen, þar sem það er alls ekkert víst að við gætum fengið jafn góða jarðýtu strax í sumar fyrir hann … því ekki að halda honum í 1-2 ár í viðbót á meðan Rafa finnur framtíðarmann í þessa stöðu?

    Toppleikmaður, álit mitt á honum hefur margfaldast í vetur!

Myndir frá Istanbúl

Leikmannamarkaðurinn opnar á ný!