Athyglisverð grein í International Herald Tribune um [Chelsea og óheiðarlegar aðferðir þess liðs](http://www.iht.com/articles/2005/06/05/sports/CHELSEA.php). Hegðun þeirra í máli Ashley Cole og Frank Arnesen ætti svosem ekki að koma neinum á óvart, þar sem að yfirmönnum liðsins virðist vera nokk sama þótt þeir dragi orðspor liðsins niðrí svaðið. Einsog nokkrir Liverpool aðdáendur á Anfield bentu á, þá geta menn ekki keypt klassa.
Einn góður punktur, sem við Liverpool menn könnumst vel við:
>Chelsea appears to have no regard for the sport’s rules or for its reputation at home and abroad. It wants something, or someone, so it takes them, and Abramovich will pay the fines if his lawyers cannot argue ways out of them.
>…
>Even if Chelsea fails to lure the players, the effect is to destabilize rivals. Worse, it contaminates the very basis of the league to which Chelsea, the runaway English champion, belongs.
Þetta seinna er einmitt mikilvægur punktur, því tilgangur Chelsea með aðferðum sínum er ekki bara að lokka leikmenn (einsog t.d. Steven Gerrard) til liðsins, heldur einnig að setja allt á hvolf hjá félögum, sem eru í samkeppni við Chelsea. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist hjá Liverpool síðasta sumar og Gerrard hefur sjálfur viðurkennt að þetta stanslausa Chelsea slúður hafi haft veruleg áhrif á frammistöðu hans á tímabilinu.
>Even lifelong Chelsea fans ask why their club, having reached the pinnacle of English soccer for the first time in 50 years, disregards public perception.
>It could be that the fines are flicked off like dandruff by an owner whose $14.7 billion wealth from Russian oil earns more in a day than the league dare fine him in a year. The haste to win things, to buy trophies, might also have its roots in the jailing of fellow oligarch Mikhail Khodorkovsky.
>Abramovich is governor of two estates – the remote province of Chukotka, and Chelsea in chic west London. Russians in high places are asking why he spends more time and seemingly more money in London than in Siberia. Time may not be on his side.
Það er svo sem erfitt að skrifa um Chelsea án þess að báðir Chelsea aðdáendurnir á Íslandi gagnrýni mann og kalli mann öfundsjúkan útí gengi Chelsea (þrátt fyrir að liðið mitt sé nú Evrópumeistari), en það er alveg ljóst að eitthvað mun gerast varðandi Chelsea á næstu árum. Að mínu mati gengur það ekki að milljónamæringar útí heimi geti gjörbreytt landslagi knattspyrnunnar með peningum sínum.
“Já, en Manchester United hafa vaðað í peningum öll þessi ár” segja Chelsea aðdáendur þá á móti. Málið er einfaldlega að á þessum tveim liðum er grundvallarmunur. Manchester United hefur byggt upp stórveldi með aðstoð aðdáenda sinna og með því að fjárfesta vel. Liðið hefur smám saman stækkað og þegar árangurinn hefur verið góður hefur liðið nýtt sér aukið fjármagn til að fjárfesta skynsamlega í leikmönnum og til að styrkja viðskiptahlið liðsins.
Chelsea var hins vegar gjaldþrota lið, sem var bjargað með illa fengnum olípeningum frá Rússlandi. Þar er það ekki traustur hópur aðdáenda eða stjórnenda, sem byggir liðið upp, heldur einungis stanslaust flæði af utanaðkomandi peningum.
Það er einungis tímaspursmál þangað til að annar Abrahamovits kemur inní enska boltann og umbyltir öllu aftur. Eigum við að leyfa því að gerast? Hvað verður um vel rekin lið einsog Arsenal, Man U og Liverpool? Munu þau þurfa að treysta á að fá sinn eigin milljarðamæring til að dæla pening inní liðið?
Í landi milljarðamæringanna, Bandaríkjunum, geta milljarðamæringar keypt sér lið í öllum íþróttum. Þannig keypti Mark Cuban, internet milljarðamæringur, Dallas Mavericks og Paul Allen, Microsoft maður, keypti Portland Trailblazers. Hvorugur þeirra getur hins vegar dælt peningunum sínum stanslaust í liðin sín einsog Roman getur gert hjá Chelsea. Ástæðan er sú að launaþak er á öllum atvinnumannadeildunum. Ef það væri ekki, þá myndu allar íþróttir í Bandaríkjunum verða að nokkurs konar tafli milli milljarðamæringa, þar sem sá ríkasti myndi nær alltaf vinna.
Það er einungis tímaspursmál þangað til að eitthvað verður gert í fótboltanum, því þróunin getur ekki haldið svona áfram. Er það til dæmis eðlilegt að Liverpool og Chelsea séu með [jafnháan launareikning árið 2003](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/4071136.stm) en að árið 2004 sé Chelsea komið með 110% hærri laun en Liverpool? Chelsea gæti auðveldlega tvöfaldað launin aftur, án þess að Roman myndi taka eftir því. Er þetta það, sem við viljum sjá?
Auðvitað snýst fótboltinn um peninga í dag og hann hefði gert það með eða án Roman Abramovich. En það var hins vegar lögmál að ef að liðin voru illa rekin (einsog t.d. Leeds), þá fóru fjármálin á endanum í rugl á meðan að vel reknu liðin (Man U, Arsenal og Liverpool) náðu góðum árangri. Ef að við leyfum þróuninni að halda svona áfram, þá skiptir það engu máli hvaða lið er vel rekið, heldur einungis hversu ríkur og athyglissjúkur eigandi liðsins er. Það er slæm þróun, sama hvaða liði við fylgjum.
Heyr heyr!
Sammála hverju orði.
Þetta með launaþakið er bara tímaspursmál og ég er eiginlega furðu lostinn að sú umræða skuli ekki hafa verið tekin meira í knattspyrnuheiminum en raun ber vitni.
Ég tel launaþakið einu raunhæfu leiðina til að koma klúbbunum á meiri jafnréttisgrundvöll.
Ég er spenntur að fylgjast með þróun mála í Ensku deildinni á næstu árum. Spenntur að sjá hvernig Chelsea ævintýrið plummar sig. Spenntur að sjá hvort okkar frábæra klúbb tekst að skáka Chelsea, Man.Unt. og Arsenal innan þriggja ára og takast langþráð markmið…….. Englandsmeistarar.
En ég spyr…… ef Mourhino stæði það til boða að skipta við Liverpool á titlum þetta árið Evrópumeistarar eða Englandsmeistarar? Segjum annað sæti í PL og Evrópumeistarar. Myndi hann hugsa sig tvisvar um??? 🙂 :confused:
Eins og ég hef oft sagt og segi enn að þá er fótboltinn búinn að breytast í skrímsli alveg síðan Premier League var stofnuð. Peningaflæðið sem flæðir inn í Prem League er gífurlegt og það að lið sem fellur úr deildinni þýði nánast að liðið eigi 50% líkur á að fara í gjaldþrot er hreint út sagt fáránlegt.
Svo koma milljarðamæringarnir inní boltann (Fyrst Abramovic og núna Glazier til [hu]Man Poo) og þá fyrst er farið að halla undan fæti fyrir fótboltanum. Launaþak átti að koma um leið og prem league varð stofnuð og svo finnst mér að samningamálin + umbar leikmanna ættu að fá sérstaka málsmeðferð í framhaldinu. Abramovic er bara byrjunin á því sem koma skal í boltanum þar sem allt er leyfilegt.
Finnst þessi Chelskí umræða oft vera full af minnimáttarkennd gagnvart þeim. Það særir stolt mitt örlítið í hvert skipti þegar Liverpool áhangandi er með minnimáttarkennd út í annað lið. Því í mínum augum eru Liverpool einfaldlega bestir.
Sem aðdáendur Liverpool finnst mér að við ættum að taka þessu Chelsea dæmi sem áskorun.
Við Púlarar höfum eitthvað alveg sérstakt sem peningar munu aldrei geta keypt og það verður ekki tekið af okkur. Berum höfuðið hátt og verum stoltir af okkar liði í stað þess að væla í sífellu yfir öllum hinum.
Annars eru það svosem fullkomlega eðlileg viðbrögð að bregðast við nýjum keppinautum með öfund og minnimáttarkennd. En við megum ekki láta það skemma fyrir okkur fóboltan.
Það að Chelsea sé að reyna að setja allt á hvolf hjá keppinautum sínum, hverjir gerir það ekki? Sálfræðistríð Sir Alex og Arsene o.s.fr. Þetta er einfaldlega góð hugmynd hjá Chelsea og við verðum bara að læra að taka við þessu í stað þess að væla eins og fimm ára stelpur.
Með það að byrja að sekta lið eftir ríkidæmi sínu, er það eitthvað sem að við viljum? Að næst þegar maður verður stoppaður á Miklubrautinni fyrir ofhraðan akstur verði tekin kannski 10% af mánaðarlaum manns? Ansi hræddur um að einhverjir yrðu fúlir þá.
Einar segir að það gangi ekki að milljónamæringur breyti gangi mála hjá félögum. Virkilega? Mætti Steve Morgan þá ekki kaupa Liverpool? Eða hefðu íslendingarnir ekki mátt kaupa Stoke ef þú hefðir fengið einhverju um það ráðið. Hefði R-listin þá ekki mátt kaupa landsvæði af Valsörum? Hvar á að setja mörkin. Við verðum einfaldlega að sætta okkur við það að það eru fullt fullt af öðrum þáttum en árangur inná vellinum sem hefur áhrif á fjármagn knattspyrnuliða. Og hvað með lið sem eru svo heppinn að eiga marga stuðningsmenn sem borga peninga inn í klúbbinn, er það ekki ósanngjarnt gagnvart litlu liðunum? Væri þá ekki réttast að banna stuðningsmönnum að leggja fjármuni inn í félögin. Þannig að aðeins árangur inná vellinum hefði áhrif á fjárhag félaganna. Verðlaunafé fyrir sigur. Félögum væri bannað að taka við öðru fjármagni. Væri það ekki eina sanngjarna leiðin.
Þú segir að þróunin geti ekki haldið svona áfram, af hverju ekki? Af því að Liverpool mun mögulega koma illa útúr því? Finnst það ekki alveg nógu góð ástæða.
Kreddan með illa fengna féð er síðan kapítuli útaf fyrir sig. Viðskipti eru viðskipti. Ef maðurinn væri enskur væri þetta ekkert vandamál. Er það t.d. eitthvað réttlætanlegt að á sama tíma og stór hluti Liverpool er atvinnulaus sé David Moores að dæla peningum í LFC og leikmenn liðsins að þiggja margföld mánaðarlaun verkamanns í vikalaun?
síðan má líka bæti því við að launaþak eins og er í NBA myndi enginn áhrif hafa á Chelsea. Ef ég man rétt er launaþakið í NBA þannig að laun leikmanna mega aldrei fara yfir ákveðna prósentu af heildarútgjöldum félagsins. Chelsea gæti endalaust stækkað kökuna ef þyrfti…
Fyrirgefðu, Kristinn, en hvað er málið?
> full af minnimáttarkennd gagnvart þeim
>í stað þess að væla í sífellu yfir öllum hinum.
>bregðast við nýjum keppinautum með öfund og minnimáttarkennd
>við verðum bara að læra að taka við þessu í stað þess að væla eins og fimm ára stelpur
Ég skrifa grein í rólegheitunum, þar sem ég legg fyrir rök fyrir því að tekið verði upp eins konar launaþak í fótboltanum. Ég tel nokkuð víst að það verði gert á endanum.
Hvar er þetta væl, þessi öfund, þessi minnimáttarkennd og þetta fimm-ára-stelpu væl? Má maður ekki setja út á það að lið hagi sér á hrokafullan og óheiðarlegan hátt? Verður það sjálfkrafa stimplað sem væl?
Í stað þess að tala um greinina, þá kemur þú svo með eitthvað bull um R-listann og sektir á Miklubrautinni. Ég meina what the fuck?
>Einar segir að það gangi ekki að milljónamæringur breyti gangi mála hjá félögum.
Ég sagði það aldrei. Megininntakið mitt er að það gæti verið skynsamlegt að setja launaþak á liðin. Það mun ekki aðeins stoppa það að milljónamæringar geti bylt valdahlutföllum í fótboltanum, heldur mun það einnig koma í veg fyrir að laun leikmanna verði svo geðveikisleg að sífellt þurfi að vera að hækka miðaverð og söluvarning, þannig að fótboltinn verði aðeins sport fyrir þá ríku.
Ég er enginn kjáni og veit alveg að David Moores hefur dælt peningum í Liverpool liðið og að Morgan vildi kaupa liðið og dæla sínum peningum inní liðið. Mér er alveg sama um það. Það breytir ekki minni afstöðu. Ég held einfaldlega að þetta muni enda með ósköpum. Það er engin tilviljun að í landi kapítalismans, þá skuli vera strangar reglur varðandi launaþök íþróttamanna. Við í Evrópu erum einfaldlega nokkrum árum á eftir í þessari þróun.
Launaþakið í NBA er ákveðin tala, ekki hlutfall af útgjöldum félagsins, enda myndi það ekkert gagn gera.
[Hérna er ágætis útskýring á launaþakinu](http://members.cox.net/lmcoon/salarycap.htm)
Í NBA er svokallað “Soft cap”, sem þýðir að ef samningur við góðan leikmann er útrunninn, þá hefur liðið möguleika á að fara yfir launaþakið til að semja við þann leikmann. Þetta á aðeins við um leikmenn, sem eru hjá liðinu.
Þannig að ef leikmaður einsog Djimi Traore væri á skítalaunum en myndi svo blómstra og Liverpool væri við þakið, þá yrði gerð undantekning í því tilfelli. Einsog ég sagði þá á þetta einungis við um leikmenn hjá viðkomandi liði.
Einnig t.d. í baseball, þá geta liðin farið yfir launaþakið, en þurfa þá að borga skatt til deildarinnar, sem dreifist á öll liðin, sérstaklega þau með minni tekjur. Þannig eru t.d. New York Yankees alltaf með mun hærri laun en þakið segir til um. En þeir eru tilbúnir ti að borga skattinn. Í NBA er þetta hins vegar ekki svoleiðis.
Launaþakið í NBA er föst tala með einhverjum “exceptions” t.d. vegna meiðsla osfrv. Þau lið sem fara yfir launaþakið borga þennan svokallaða “luxury tax” sem er $1 á móti hverjum $1 sem farið er yfir launaþakið sem rennur svo til þeirra félaga sem eru undir þessu þaki.
Það er fullt af liðum í NBA yfir þessu þaki og minnir að ég hafi lesið að t.d. New York Knicks séu næstum helmingi hærri.
Þannig að svona dæmi gengi aldrei upp á lið eins og Chelsea.
“Þannig að svona dæmi gengi aldrei upp á lið eins og Chelsea.”
Hvað meinarðu?
…
Einnig, þá efast ég stórlega um að New York Knicks séu langt yfir þakinu, þar sem þeir geta ekki neitt: Ertu ekki að rugla þeim saman við Yankees?
Það sem ég meina er að eins og þetta er sett upp í NBA þá er ekkert mál að fara yfir launaþakið það þarf bara að borga fyrir það…. Og ég held að Chelsea hafi nóg af peningum til þess… Þetta launaþaksdæmi er bara sýndarveruleiki…
Fyrir utan að mörg lið greiða leikmönnum í gegnum front fyrirtæki til að komast hjá Luxury tax, eða gera augl. samninga við fyrirtæki, og svo gera þau fyrirtæki samning við leikmenn beint sem er í raun löglegt.
—
NY er lengst yfir þakinu og borgar hæstu launin í NBA þetta tímabil. Ég er Knicks maður og þetta er margoft búið að koma fram. Miðað við leikmannahópinn hjá Knicks núna verða launagreiðslur 2005/06 $108.4M á meðan cappið er $45M !!!
Svona snöggur listi yfir liðin sem eru yfir svona (talan er s.s. upphæð yfir þaki í milljónum)
Knicks $65
Maverics $50
Pacers $30
Lakers $25
Magic $21
Sixers $16
Grizzlies $16
Kings $14
Spurs $12
Warriors $12
Raptors $11
Miami $10
Nets $9
Rockets $8
Timberwolves $7
TrailBlazers $6
Pistons $6
Jazz $1
Suns $1
Celtics $1
Gæti verið eitthvað misræmi, en allavega önnur lið eru undir…
kv/