Rafa býður í Alberto Luque!

Þetta líst mér öllu betur á! Maður vaknar í dag, og fyrsta fréttin sem maður sér er frá SkySports: Reds move in for Luque!

Alberto Luque er vinstrisinnaður, örfættur sóknarmaður hjá Deportivo la Coruna í spænsku La Liga deildinni. Við mættum honum tvisvar í Meistaradeildinni í haust. Luque er að mínu mati einn besti sóknarmaður Spánar um þessar mundir, og væri fullkominn sem afturliggjandi framherji við hliðina á Morientes og/eða Cissé, að mínu mati.

Sjálfur hefur hann tjáð sig um mögulega sölu til Liverpool. Hann segir m.a. þetta:

>”At Liverpool I have friends like Luis Garcia, and goalkeeper Jose Reina, who will arrive soon.

>English football is excellent and I have no doubt that I could play in the Premiership.

>I am a striker and the Premiership is the best place for attack.”

Jahá. Strákurinn er til í að fara, og það virðast allir vera búnir að staðfesta kaupin á Reina nema klúbburinn sjálfur.

Líst vel á þetta – sleppum Crouch og kaupum bara Luque í staðinn! 😉

2 Comments

  1. ég segi pass …. 12 milljónir fyrir þennan gutta finnst mér vera frekar hátt verð

Villareal kaupa markvörð

Southampton hafna 5 milljóna boði í Crouch