Jæja, símafundurinn er búinn og BBC tala um að niðurstaðan verði kynnt Liverpool klukkan 11 að íslenskum tíma. Sjá hér: [ Liverpool’s Euro hopes face D-Day](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4613695.stm).
Það virðast nánast allir vera sammála um að Liverpool fái sætið, en ég þori samt ekki að vera bjartsýnn fyrr en ég sé það staðfest.
**Uppfært (EÖE):** Einsog hefur verið bent á í kommentunum, þá VERÐUM við með á næsta ári. Gott mál 🙂
Sjitt maður, gæti FH ekki fengið Liverpool? Það væri magnað.
Staðfest. Liverpool fær að vera með!!!!
YESYESYES
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149070050610-1059.htm
JÁKVÆTT: Fáum að vera með!
NEIKVÆTT: Verðum að spila með frá fyrstu umferð. Það fokkar gjörsamlega upp öllu undirbúningstímabilinu okkar … geri fastlega ráð fyrir að Liverpool fari ekki til Asíu úr þessu.
ATHYGLISVERT: Þetta með “no country protection,” sem þýðir að Liverpool verður ekki haldið aðskildu frá hinum ensku liðunum í forkeppninni og riðlunum. Það þýðir að ef við komumst í gegnum fyrstu tvær umferðir forkeppninnar, þá gætum við dregist gegn Everton eða Man U í þriðju umferðinni. Og svo gætum við þess vegna dregist gegn Arsenal eða Chelsea, og jafnvel Everton, í riðlunum. Hversu svakalegt yrði það?
Og að lokum… …sem FH-ingur segi ég bara: fáum þá í Krikann!!! FH – Liverpool yrði, eðlilega, DRAUMUR fyrir mig og marga aðra Hafnfirðinga! :biggrin: :biggrin: :biggrin:
En allavega, liðið komið í Meistaradeildina. Nú er lag að kaupa leikmenn sem vilja spila í Champions League… :biggrin2:
Hmm… varðandi þetta country protection, þá er ég ekki viss um að við gætum lent á móti Man U. Ég hefði haldið að bæði við og Man U yrðum eftir sem áður í hærri styrkleikaflokki. Mér finnst nóg um að við séum settir í gegnum alla forkeppnina, en að taka okkur úr öllum styrkleikaflokkum væri fáránlegt.
Jákvætt:….tjah…við sem meistarar erum settir í hóp með Þrándi í Götu, DSdsfæernsdfer frá Fjarskanistan og Issipissndorf frá Þýskalandi. Glæsileg “björgun” hjá Eggerti og hinum fíflunum.
Neikvætt: Eggert og fíflin, reglurnar og bara í raun allt við þetta mál.
Eiki, smá jákvæðni! 🙂
Við erum þó allavegana með. Hefði alveg getað séð einhverja kerfisvitleysinga ríghalda í reglurnar og halda okkur þar með fyrir utan. Við eigum bara að vera jákvæðir.
Einar – ef við förum alla leið í riðladráttinn verðum við í fyrsta potti og getum því ekki fengið Man U … sem eru þar líka. En við gætum fengið Chelsea & Arsenal, sem eru í öðrum flokki.
Hins vegar held ég að við getum fengið United í þriðju umferð forkeppninnar, þar sem ég er ekki viss um að við séum “seeded” fyrir þá umferð.
Það er mjög jákvætt að við fáum að verja titilinn, annað væri bara fáránlegt. Það er súrt að þurfa að byrja í 1. umferð en það var ekkert við öðru að búast – Lennart Johannson var búinn að lýsa þessu yfir sem sinni skoðun og henni var bara fylgt.
Þetta country protection dæmi er áhugavert, það var hvergi tekið fram að liðið héldi ekki sínum seed-status, sem sagt þeim hæsta af öllum sem title-holders og þar af leiðandi ættum við ekki að geta mætt manutd. everton er hins vegar allt annar handleggur þar sem þeir hafa ekkert seed og það myndi fátt gleðja mig meira en ef Liverpool myndi eyðileggja CL drauma everton strax í forkeppninni :biggrin2:
Við getum EKKI fengið Man utd í forkeppninni. Við erum í styrkleikaflokki með þeim. Við gætum hins vegar fengið Everton eða jafnvel Rangers. Þetta kom fram á Sky News áðan. Svo þegar riðlakeppnin byrjar getum við fengið Arsenal, Chelsea eða Everton (komist þeir í keppnina). Ekki MAN utd, ef ég skildi þetta rétt áðan.
Getum ekki mætt Man.Utd í forkeppninni né í riðlakeppninni. Getum mætt Everton í forkeppninni, sem og í riðlum (nei annars, ekki í riðlunum, þeir komast aldrei þangað hvort sem er :biggrin:). Við getum ekki lent með Arsenal í riðli, þar sem þeir eru líka í 1. styrkleikaflokk, en getum aftur á móti lent í riðli með Chelsea, þar sem þeir eru í styrkleikaflokki númer 2.
ÉG held að það væri nú draumur fyrir fleiri en FH-inga að fá Liverpool-FH. Jafnvel bara góður fraumur fyrir okkur Selfyssinga líka. Krossum puttana, hvenær er dregið?
Ókei, mér skilst að FH – Liverpool verði ekki fyrr en í 2. umferð þannig að það væri kjörið að skreppa í dagsferð til Færeyja í 1. umferðinni og sjá HB Þórshöfn vs. Liverpool.
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=26033, hehehe :biggrin:
“Og að lokum? ?sem FH-ingur segi ég bara: fáum þá í Krikann!!! FH – Liverpool yrði, eðlilega, DRAUMUR fyrir mig og marga aðra Hafnfirðinga!”
Það yrði nú ekkert bara draumur fyrir Hafnfirðinga Kristján minn……
🙂
Ég myndi hoppa hæð mína í loft upp ef Liverpool dregst gegn FH. Þá fer ég á völlinn…. það er alveg pottþétt….
Kristján hvort myndir þú halda með FH eða Liverpool….??? 🙂 :biggrin:
Hvað er “seeded” og “unseeded” ….?????? :confused:
Spyr sá sem ekki veit….????
“seeded” þýðir bara að liðið sé í hærri styrkleikaflokki. Þannig að það að Liverpool og Man U séu “seeded” þýðir að þau eru saman í efri styrkleikaflokknum og dragast ekki saman. Chelsea er hins vegar í lægri styrkleikaflokknum “unseeded” og við getum því dregist gegnum þeim í riðlakeppninni.
Einar: Já já ég er ekkert ósáttur við að fá að vera með en ég mér finnst samt þetta bara vera lélegt engu að síður. Okkur er “hleypt inn” og það í fyrstu umferð af því að gallinn í þeirra eigin kerfi var svo stór (svo stór að það væri svipað og að þú mundir starta vöruflutningafyrirtæki án vörubílanna)! Mér finnst næsta tímabil bera keim af þessari ákvörðun og við munum þurfa mjöööööög stóran hóp til að geta verið með í keppni um bikara á næsta tímabili.