Getum við þá ekki klárað þetta?

Rafa og Rick Parry eru komnir úr fríi og auk þess er ljóst að Liverpool getur tekið þátt í Meistaradeildinni, þannig að núna hlýtur fjör að fara að færast í leikmannamálin. [Parry talaði m.a. við BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4083748.stm) og sagði það augljóst að það þyrfti að styrkja liðið í sumar.

Rafa hefur nú tjáð sig varðandi Jose Reina og hann [staðfestir](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4085498.stm) að Liverpool hafi áhuga á að fá hann til liðsins.

Reina sjálfur var í [viðtali hjá LFC.tv](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149087050612-0915.htm) og þar staðfestir hann líka að hann vilji koma til Liverpool.

> transfer to the champions of Europe, and furthermore to a team with Liverpool’s history, isn’t something in everybody’s reach.

>”My answer was clear and it could only be a positive one.”

Þannig að það virðist eingöngu þurfa að klára formsatriði þangað til að hann verður kynntur sem fyrsti nýji leikmaður sumarsins.


Einnig er það að frétta að Vladimir Smicer er [að fara að skrifa undir hjá Bordeaux](http://itv-football.co.uk/News/story_154713.shtml)

Meira um Meistaradeildina

Owen gæti snúið aftur