Owen gæti snúið aftur

Michael Owen hefur nú breytt um tón og segir að það sé hugsanlegt að hann muni [snúa aftur til Englands í sumar](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4086568.stm). Breytingar hjá Real Madrid kunni að neyða hann til að finna sér nýtt félag.

BBC segja að Arsenal, Chelsea, Man U og Liverpool hafi öll verið orðuð við Owen. Ég á eftir að brjálast ef að Owen fer til annars liðs en Liverpool. Það var nógu slæmt að hann hefði farið frá okkur í fyrra, en a.m.k. fór hann til liðs á Spáni en ekki á Englandi. Ég bara gæti ekki höndlað að sjá hann spila fyrir Arsenal eða Man U

13 Comments

  1. Nákvæmlega! 😡

    Hef enga trú á því að Owen vilji hreinlega spila fyrir manjú, arsenal eða chel$kí. Ef hann fer til Englands í sumar þá verður það til Liverpol!(plís.plís)

  2. Akkúrat, það væri náttla rugl ef hann færi eitthvert annað…..ég væri í skýjunum ef hann kæmi aftur það getur líka ekki verið að hann Owen okkar vilji spila fyrir annað lið á Englandi en LIVERPOOL!!!!!!

  3. vá marr ef owen fer ekki aftur til okkar þá drep ég mig…..ég trúi því ekki að owen OKKAR ætli til Manchester eða arsenal… það má ekki gerast!!!!!

    :confused:

  4. Það er nú ekki nóg að Owen vilji koma til okkar, Rafa verður líka að vilja kaupa og Liverpool að eiga peningana fyrir honum.

  5. Owen sagði í einhverju viðtali þegar hann var ungur að það kæmi ekki til greina að spila fyrir neitt annað lið en Liverpool á Englandi. Vonandi stendur hann við sín orð, en það getur náttúrlega allt gerst. 🙂

  6. Ég las einhverstaðar að Real vilji ca. 16 mil. pund fyrir kappann en vilja skipta á honum á Gerrard ef það býðst. Þokkalega hækkun það á einu tímabili, m.v. að við seldum hann á 8.
    Þeir vilja helst leikmannaskipti, fleiri voru nefndir.
    Owen sættir sig þó aldrei við að sitja á bekknum, Cissé, Moro varla heldur þannig að það verður gaman að fylgjast með framgangi mála.

  7. Já nei ég meina bara að BBC-fréttin sem Einar vísar á í færslunni, tekur það fram að Owen hafi látið orð sín falla í samtali við The S#n.

    Ef svo er, ef hann veitti The Sun þessa einkafrétt um framtíð sína hjá Real Madríd, vill ég ekki sjá hann hjá Liverpool. Svo einfalt er það nú bara.

    Mynduð þið veita The Sun einkaviðtal?

  8. Ekki svo að skilja að ég vilji ekki hafa Michael Owen í Liverpool. Myndi elska það að sjá hann koma aftur heim, sérstaklega ef möguleiki er á að hann lendi hjá Man U eða Chelsea. Owen er að mínu mati besti framherji sem við höfum átt síðan Ian Rush var spilandi (já, jafnvel betri en Fowler) en þar með er ekki öll sagan sögð:

    1. Svikin. Ókei, hann fór til Real Madríd og það skilja allir. En ég mun aldrei gleyma því hvernig hann fór að því, lofaði framtíð hjá Liverpool og skrifaði svo undir fimm dögum seinna hjá Real. Sorrí, en þeir sem þykjast reiðir út í Steven Gerrard fyrir “svik” í fyrra en vilja svo sjá Owen aftur hjá Liverpool eru hræsnarar.

    2. Fernando Morientes. Djibril Cissé. Milan Baros. Florent Sinama-Pongolle. Neil Mellor. Harry Kewell. Luis García. Mögulega, Dirk Kuyt, Luciano Galletti, Peter Crouch. Þörfnumst við Michael Owen? Má ekki bara leyfa Rafa Benítez að horfa til framtíðar og skapa sitt eigið lið?

    3. Fernando Morientes og Djibril Cissé. Sama hverjir aðrir eru hjá Liverpool, þá er ég handviss um að Michael Owen kæmist ekki í byrjunarlið Rafael Benítez ef hann væri hjá okkur í dag. Já, hlæjið bara, en Cissé á eftir að skora meira fyrir Liverpool en Owen gerði á sínum árum hér.

    4. Viðtal við The Sun segir mér að honum sé ekkert annt um almenningsálitið í Bítlaborginni, og sé því ekki á leiðinni “heim” …

    Því miður, en svona er þetta bara. Eins tortrygginn og ég væri út í kaup á Peter Crouch, yrði ég enn tortryggnari ef Owen yrði keyptur til baka fyrir miklu hærri fjárhæð en hann fór á fyrir 10 mánuðum síðan.

  9. Ok, ég verð að vera alveg hræðilega ósammála þér, Kristján

    >Fernando Morientes. Djibril Cissé. Milan Baros. Florent Sinama-Pongolle. Neil Mellor. Harry Kewell. Luis García. Mögulega, Dirk Kuyt, Luciano Galletti, Peter Crouch. Þörfnumst við Michael Owen

    Ég vil góðfúslega benda þér á að þessir leikmenn spiluðu einmitt allir fyrir Liverpool í fyrra (utan náttúrulega Galletti, Crouch og Kuyt).

    Enginn þeirra komst hinsvegar í hálfkvisti við Michael Owen í markaskorun.

    >Þörfnumst við Michael Owen?

    Kannski ekki. En hins vegar þá skoruðu Cisse og Morientes ekkert í fyrra, þannig að ég held að án efa muni Michael Owen bæta gríðarlega miklu við þetta lið.

  10. Ég skil hvað þú meinar, Einar, og ég er sammála þér í því að Owen væri sennilega betri en flestir af okkar framherjum einn síns liðs.

    En eins og Paul Tomkins benti réttilega á um helgina er þetta ekki spurning um að vera bara með bestu mennina í Liverpool FC, heldur að vera með besta liðið:

    >”Benítez likes his ‘possibilities’, his options. Crouch gives him that. With forwards like Cissé, Morientes, Crouch, Luis Garcia and Sinama-Pongolle (plus Kewell, if he gets fit and finally proves himself), you have every base covered, to use baseball parlance. You can set your team out to play in about 15 different ways by mixing and matching that lot. From those you have extreme pace, strength, skill, unprecedented height, holding-up skills and heading ability, plus proven goalscorers.”

    >”Djimi Traore is a Champions League-winning left-back. He may not be as good as Ashley Cole, but Ashley Cole is not a Champions League-winning left-back. Neil Mellor isn’t remotely as good as Michael Owen, but only one of them contributed to Liverpool winning the Champions League. Igor Biscan has a Champions League-winners’ medal. Patrick Vieira doesn’t. While you need a core of world-class players ?? and hopefully Rafa will sign some more this summer ?? you also need those who can contribute in their own idiosyncratic way. Real Madrid are the proof that signing world-class players who do not fit into the grand scheme of things is counterproductive.”

    Mér finnast þetta frábær rök hjá Tomkins. Og nota bene, ég er EKKI að segja að við eigum frekar að kaupa Peter Crouch en Michael Owen … en ef við keyptum Owen í sumar, þyrftum við að gera fleiri breytingar á hópnum hjá okkur. Koma Owen yrði ekki á kostnað Peter Crouch, heldur sennilega Sinama-Pongolle eða jafnvel Cissé.

    Og ég er einfaldlega ekki sannfærður um að það að fá Owen inn og láta Sinama-Pongolle fara, væri það rétta fyrir Liverpool í sumar.

    Morientes, Cissé, Pongolle, Mellor, Crouch, Kewell, García.

    Þetta eru sjö sóknarmenn sem, eins og Tomkins sagði, gætu gert Rafa kleift að stilla upp a.m.k. 15 mismunandi sóknarkerfum, þar sem þeir kóvera alla þætti sóknarleiksins. Þarf að liggja aftur með einn fljótan frammi? Cissé/Pongolle byrjar inná. Þarf að spila með einn ‘target man’ og tvo fljóta við hliðina á honum? Morientes/Crouch á toppnum með Cissé/García og Kewell/Pongolle sér við hlið. Þarf að spila hefðbundið 4-4-2 með klassísku framherjateymi, a la Heskey og Owen? Morientes/Crouch og Cissé/Pongolle sjá um dæmið.

    Meiðast fimm sóknarmenn á einu bretti? Neil Mellor kemur inn og spilar illa en skorar samt sín 5-10 mörk á tímabili.

    Með öðrum orðum, þá myndi maður eins og Crouch henta okkur betur en t.d. Owen eða Defoe, þar sem hann myndi bjóða okkur upp á það sem okkur vantar mest – ‘target man’ sem að hinir geta notið sín við hliðina á. Owen er milljón sinnum betri, en það er ekki það sem skiptir máli hér.

    Væri samt langmest til í að fá Kuyt, verð að viðurkenna það … 🙂

  11. Fernando Morientes og Djibril Cissé. Sama hverjir aðrir eru hjá Liverpool, þá er ég handviss um að Michael Owen kæmist ekki í byrjunarlið Rafael Benítez

    Michael Owen var nú ofar í goggunarröðinni hjá Real Madrid… sem er nú einmitt ástæðan fyrir því að Morientes er hjá Liverpool, hann fékk ekkert að spila hjá Real. Síðan er Morientes ekki búinn að vera neitt sérstakur hjá Liverpool. Hernan Crespo var t.a.m. mun betri á þessu ári sínu hjá Chelsea heldur en Morientes er búinn að vera hingað til hjá Liverpool.. en hann var samt gagnrýndur mikið fyrir að hafa átt slakt tímabil hjá Chelsea.

Getum við þá ekki klárað þetta?

Við eigum ennþá Morientes, sko…