Ólafur Teitur (Liverpool maður), sem vinnur við að gagnrýna íslenska fjölmiðla í Viðskiptablaðinu, gæti eflaust skrifað 20 pistla á dag um marklaust slúður í enskum og spænskum fjölmiðlum. Það er hreinlega með ólíkindum að fara í gegnum þessa fjölmiðla þegar lítið er að gerast, því menn hika ekki við að skálda alls konar vitleysu.
Sunday Times eru með ágætis grein í dag: [The top 10 footballers and their holidays from hell](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,2094-1659981,00.html). Getiði hver er þar efstur á lista. Jú, auðvitað Steven Gerrard.
Eftir að hafa lyft stærstu verðlaunum í evrópskum fótbolta, þá kom Gerrard fram í blöðum og sjónvarpi og [sagðist ekki getað hugsað sér að fara frá Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149092050613-1442.htm).
Gerrard fer svo í verðskuldað frí til Ibiza. Þegar hann labbar á ströndinni hittir hann Guti, leikmann Real Madrid. Á þessari sömu stundu er verið að taka viðtal við Guti. Blaðamaður biður þá um að pósa saman á mynd og Gerrard nennir ekki að vera með leiðindi, svo hann gerir það. Næsta dag er þessi mynd svo birt á forsíðu Marca með fyrirsögninni “Gerrard, te vienes?” eða Gerrard, ertu að koma – og svo í framhaldinu verða spænskir fjölmiðlar alveg kolbilaðir af allskyns sögusögnum, sem ENGINN hefur staðfest.
Það er aðalástæðan fyrir því að við Kristján höfum ekki nennt að fjalla um þetta. Það, sem skiptir máli í þessu er að Gerrard VILL vera áfram hjá Liverpool og Liverpool HAFA SAGT að þeir vilji semja við hann. Hitt er bara leikur hjá spænskum blöðum til að selja fleiri blöð.
Svo koma svona gimp einsog Koptalk fíflið og beinlínis ljúga að fólki. Sjá til dæmis þessa fyrirsögn, sem er með þeim vinsælustu á NewsNow: [Gerrard to Real Madrid a done thing claim Spanish media](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/483085/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1). Þar segir:
>Diario AS are even claiming that Liverpool have agreed a fee of 45million Euros (£30million) plus three Real Madrid reservists – central defender Alvaro Arbeloa, midfielder Javi Garcia and forward Ruben de la Red.
Þetta er LYGI!
Það þarf ekki annað en að fara og finna upphaflegu greinina á vegnum hjá AS. Hún heitir einfaldlega: [EL MADRID SE TOMA A BROMA LOS 45 MILLONES](http://www.as.com/articulo.html?d_date=&xref=20050619dasdaiftb_18&type=Tes&anchor=dasftbA00). Fyrir þá, sem kunna ekki spænsku þá þýðir fyrirsögnin: “Madrid finnst 45 milljónir vera brandari”. Undirfyrirsögnin er svo að þeir telji að allir ungu leikmennirnir þrír séu það efnilegir að Real Madrid telji að hver og einn hafi möguleika á að verða jafnvel enn betri en Steven Gerrard í framtíðinni.
Svo kemur það fram sem svona smá neðanmál í greinni að það er actually vitnað í Rafa Benitez. Hvað *segir Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool og sá sem ræður málum*? Jú:
>No soy partidario de venderlo y estamos haciendo un gran equipo en torno a él porque queremos que sea el capitán más laureado de la historia del Liverpool. Y sé que él tiene el mismo deseo porque lo hemos hablado. Gerrard es una pieza clave para nosotros y por eso no nos hemos planteado desprendernos de
Lauslega þýtt: “Ég er EKKI hlynntur því að selja hann (Gerrard). Við erum að búa til frábært lið í kringum hann því við viljum að hann verði mest verðlaunaði fyrirliði Liverpool í sögu liðsins. Og ÉG VEIT að hann er á sömu skoðun vegna þess að ÉG HEF TALAÐ VIÐ HANN. Gerrard er lykilmaður fyrir okkur og því höfum við EKKI hugsað okkur að selja hann”.
(hástafir mínir)
Þurfum við því að ræða þetta eitthvað frekar? Heldur einhver virkilega að Rafa Benitez komi fram í spænskum fjölmiðlum með svona yfirlýsingar en sé á meðan að faxa einhvern óskalista til Real Madrid með þeim mönnum, sem hann vilji sjá í skiptum fyrir Gerrard? Þetta er svo mikil vitleysa að það er ekki einu sinni fyndið.
Til að sýna svo betur alla geðveikina á bakvið þessa blessuðu mynd, þá hafa menn líka nýtt sér hana til að skapa aðrar sögur. Ég veit að þetta er nú ekki ábyrgasti fréttamiðillinn á netinu, en LFC Online birtir þessa frétt: [Guti wants to play alongside Gerrard](http://www.lfconline.com/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=226620)
Frábært!
Neeeeema að Guti hefur ALDREI sagst vilja spila með Gerrard hjá Liverpool. Það eina, sem menn hafa fyrir sér í þessu er að þeir tveir heilsuðust á Ibiza. *Hins vegar*, þá hefur Guti haldið því fram að [hann vilji spila í enska boltanum](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4102830.stm). BBC hefur þar eftir honum:
>There is nothing concrete, but I have always said that if I left Madrid, I would like to play in England. The English league is ideal.
Þegar hann er svo spurður um áhuga Liverpool, AC Milan og Arsenal, þá segir hann:
>”I am proud that clubs like that, all of them big clubs, could be thinking about me”
Þarna kemur hins vegar ekkert fram hvort hann vilji spila fyrir þessa klúbba, heldur einungis að hann sé stoltur að vera orðaður við þessi lið. Eina sérstaka tenginin, sem Guti hefur við Liverpool er einmitt þetta handaband á Ibiza.
Það að heilsa manni á Ibiza segir bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Kristján Atli [heilsaði einu sinni Luis Figo](http://www.kop.is/gamalt/2005/04/28/11.07.06/), en það þýðir EKKI, *ég endurtek* **EKKI** að Figo muni spila með FH á næsta tímabili.
Frábær pistill Einar … og jedúdamía hvað ég er sammála þér! Ég hef einfaldlega ekki nennt að eyða tíma né orðum í þetta ruglslúður. Við vitum að Parry og Benítez munu hefja samningsviðræður við Gerrard eftir helgi, allt annað er bara rugl og lygar í þessu sambandi.
Og Drunk hjá KrapTalk er ekki að hjálpa til, svo mikið er víst.
Væri samt alveg til í að sjá Figo hjá FH sko. Þegar ég hitti hann sagði hann einmitt:
>I am flattered that a youngster from this small, Icelandic village is interested in seeing me play for his home team. Who knows what the future brings?
Þannig að ég tel bara góðan séns á að við sjáum Figo hjá FH á næsta tímabili! :tongue:
Hmmmm….., þetta er af Sky: (ótengt efni pistilsins)
Hérna
Kristján Atli heilsaði einu sinni Luis Figo, en það þýðir EKKI, ég endurtek EKKI að Figo muni spila með FH á næsta tímabili. HAHA! Snild :laugh: 😉 og alveg frábær pistill hjá þér, ég er sko alveg sammála þér!
Ég fylgist að ég held nokkuð mikið með á netinu og ég er farinn að þjálfast í að þekkja vitleysuna frá raunverulegum fréttum. Fjaðrafokið í kringum þessa mynd er skólabókardæmi um æsifréttamennsku sem getur aðeins flokkast undir lygar.
Frábær grein Einar. Hjartanlega sammála hverju orði. Ég hef haft litlar sem engar áhyggjur af Gerrard. Eftir sigurinn á Chelsea þá fór ég að skipta um skoðun, en ég var orðinn sannfærður á tímabili í vetur að Gerrard væri á förum frá okkur.
Eftir Evrópumeistartitilinn þá hefur aldrei verið vafi í mínum huga. Hvaða fyrirliði fer frá Liverpool FC eftir að hafa ekið í gegnum Liverpool borg á þaki rútu og verið hyltur af hundruðum þúsunda manns??
Ég vona innilega að stóru fréttirnar í næstu viku verði nýr framtíðarsamningur við Gerrard. Ég hef haft smá áhyggjur að þetta hafi dregist þar til núna, einmitt út af öllu slúðrinu sem fer af stað…
Ég hef líka haft smá áhyggjur að ástæðan fyrir þessu sé sú að Gerrard sé að gera miklar launakröfur. Sem og hann á kannski auðvitað að gera. Hann er atvinnumaður. En þetta kemur allt í ljós og það vonandi sem fyrst.
Ástæðan fyrir því að ég held þetta eru ummæli Gerrard að hann sé bara að bíða eftir kalli svo hann og umboðsmenn hans geti sest niður með Rafa og Co. Allt í einu var boltinn hjá Liverpool FC en ekki Gerrard…!!????