Hausttískan

varabuningur.jpg

Þetta er hausttískan í ár. Nýji varabúningurinn … takið eftir rauðu & svörtu röndunum? Þau eru til heiðurs síðasta fórnarlambs Rafa Benítez, AC Milan. 😉

Hvað finnst mönnum? Á að eyða 5þúskalli í þennan grip í ágúst eða bara halda sig við gulu treyjuna, sem er í svooo miklu uppáhaldi hjá Einari?

p.s.
Það er svo gjörsamlega EKKERT í fréttum að það er ekki fyndið. Það eru sex dagar þangað til leikmenn mæta á Melwood og undirbúningstímabilið hefst, og ekki einu sinni Reina-kaupin eru gengin í gegn. Hvað er í gangi?!?

19 Comments

  1. Jammm, ég mun ábyggilega fjárfesta í svona treyju. Einsog Hafliði sagði, allt er betra en sá guli.

    En ég er sáttur. Mjög flott treyja.

  2. þessi verður pottþétt á afmælislistanum mínum í ár…
    gat ekki einu sinni hugsað mér að setja þann gula á hann í fyrra…

  3. Þetta er mjög flottur búningur. Að hafa þetta svarta með líka er helber snilld.

    Varðandi fréttaþurrðina: Er er að verða fullleiður á þessu. Það hefur ekkert gerst síðan tímabilinu lauk. Það virðist líka vera rosalega lítið að gerast hjá hinum stóru liðunum (Arsenal, MUFC, Chelsea, Aston Villa …)

  4. Já, það er líka það sem mér finnst magnað við þetta, að það hefur ekkert gerst hjá hinum liðunum þremur, nema að Man U keyptu van der Saar.

    Samt liggur okkur mest á, þar sem við byrjum tímabilið fyrst. Þetta bara hlýtur að fara á flug fljótlega, ég trúi ekki öðru.

  5. Held þó að það gildi það sama í þessu sem öðru, betra að flýta sér hægt og vanda valið þeim mun betur.

    Ég er persónulega lítið hræddur við þennan deadline er varðar fyrstu 2 umferðirnar í Meistaradeildinni. Treysti þeim hóp sem nú þegar er til staðar til að fara í gegnum þær. Það er mikið í gangi þessa dagana, og í raun má segja að sem betur fer hefur lítið verið að hvissast út. Það segir okkur bara að það er að ganga upp sem menn ætla sér að gera. Félögin vilja nefninlega að sem minnst spyrjist út, svo samningamál gangi betur fyrir sig.

  6. Vitiði hver staðan er á þessum Carlsberg-díl?

    Út næsta tímabil eða ….. ????

    Einnig væri gaman að fá lærðan pistil um Carlsberg, þar sem það er svo rólegt á leikmannamarkaði…….

  7. Manni finnst hvítur varabúningur einhvern veginn alltaf flottastur; veit ekki af hverju. Held að flottasta samsetning af varabúning sem við höfum verið í sé búningurinn sem við vorum í seint á 8.áratugnum: Hvít treyja, svartar buxur, rauðir sokkar.

    YNWA

  8. Mjög happy með þessa treyju.. vonandi stuttbuxurnar fínar líka;)

    Varðandi Melwood, þá væri ég nú til í að fá að frétta eitthvað bráðum.. 🙂

  9. Mér hefur alltaf fundist varabúningur LFC vera flottari en aðalbúningurinn en þessi guli á sl tímabili nokkurnveginn var hræðilegur. Þessi lítur vel út og er í raun smekklegri útgáfan af ensku landsliðstreyjunni sem var svipuð.

  10. Ætli það satt sem mér sýnist, að þetta sé úr svona glansefni en ekki eins og þeir hafa verið…vona ekki :confused:

    Annars virðist hann flottur

  11. Um annað. sry. guys.. :blush:

    Horfðu menn á Argentína – Þýskaland…

    Að Aimar skuli vera bendlaður við okkur gott mál… en Þvílíkur snillingur sem Riquellme er. Maður er bara gáttaður.. Einnig er Javier Zanetti alveg magnaður. Uff, Þessi maður að sprengja upp hægri vænginn á eftir Garcia.. Það væri fögur sjón. Eníhú. Langaði bara að koma þessari hugmynd inn í kollinn á ykkur.. :biggrin2:

  12. Er að velta því fyrir hvort að þið vitið þetta en mega Liverpool ekki vera með eina litla stjörnu á búningnum sem merkir að þeir hafa unnið Evrópu 5sinnum eins og t.d. AC-Milan? :rolleyes:

  13. Svavar – þetta er rétt hjá þér. Þetta er blár skjöldur sem er með mynd af Evrópubikarnum á. En þetta merki verður bara borið þegar liðið spilar í Evrópukeppnum, ekki í leikjum á Englandi, og því er það ekki á þessari mynd.

  14. Stjarnan á búningi AC Milan er að ég held vegna þess að þeir hafa unnið Ítalíumeistaratitilinn meira en 10 sinnum. Juve eru að ég held með 2 eða 3 stjörnur af þessu sama tilefni, þar sem þeir hafa unnið hann enn oftar.

  15. Það er annað merki sem verið er að tala um, skjöldur á erminni. Það er talað um þetta í reglum Evrópukeppninnar sem má finna hér (að vísu þarf að opna Acrobat skjal og flakka svo niður í reglur um búninga). Þau lið sem hafa unnið bikarinn til eignar fá þennan skjöld á ermina. Að vísu svekkjandi að þetta megi bara nota í evrópukeppninni, því ég hafði heyrt að þetta ætti að vera á búningnum í öllum keppnum… Vona að maður geti samt keypt búning með þessu merki því það er fáránlega svalt að hafa mynd af Eyrnastórum á erminni. :biggrin2:

  16. Þú kvartar undan kaupaleysi 9 dögum áður en félagaskiptaglugginn opnar?

Jerzy vill vera áfram

Dregið í Meistaradeildinni