Fyrstu kaup sumarsins: Antonio Barragan

barragan.jpg Jæja, þá eru fyrstu kaup sumarsins víst frágengin – en þvert á það sem menn héldu, þá eru það ekki Reina, Kuijt, Milito, Crouch, Zenden, Galletti, Joaquín eða neinn af hinum sem við vorum búin að vera að pæla í, sem varð fyrstur til.

Nei, þess í stað keypti Rafa ungstirnið Antonio Barragan, sem er 18 ára hægri bakvörður/vængmaður frá Sevilla.

Ég veit ekkert um þennan leikmann, og mér skilst að hann sé ekki enn farinn að spila með aðalliði Sevilla, en ljóst er að forseti félagsins er alveg brjálaður yfir að missa þennan efnilega leikmann úr höndum félagsins sem ól hann upp.

Við Einar höfum svo sem tjáð okkur áður um þessi mál, bæði meint barnarán Arsene Wenger, og uppeldismál okkar eigin félags margoft.

En nú eru Liverpool s.s. búnir að “fremja” sama “glæp” og Man U gerði með Gérald Pique í fyrra og Arsenal gerðu með Francesc Fabregas þar áður – við höfum “stolið” leikmanni frá uppeldisliði sínu fyrir sama og engan pening, rétt áður en hann verður nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning við uppeldislið sitt.

Ég veit svo sem ekkert meira en þið – ef þessi gaur er efnilegur og mun verða okkur dýrmætur í framtíðinni mun ég skilja reiði Sevilla, og um leið verða feginn að við gerðum það sem við gerðum. En hvað finnst mönnum? Eru þetta ásættanleg vinnubrögð hjá stóru klúbbunum?

9 Comments

  1. Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta. Ég var(er) nú ekkert hrifin af þessum aðferðum, og þegar ég las um þetta hjá manjú og Arsenal þá var ég einn af þeim sem að gagnrýndu þetta.
    Þetta virðist vera að færast í aukana. Þó svo að okkar lið geri þetta, þá er það ekkert minna gagnrýnisvert….. :confused:

  2. Svona eru bara kaupin á Eyrinni í dag.

    Þetta er viðskiptaumhverfið sem fótboltaheimurinn býr við í dag. Þar til að reglunum verður breytt er ekki breytinga að vænta.

    Það er sorgleg staðreynd að ungir efnilegir uppaldir leikmenn hjá litlu liðunum eru gripnir glóðvolgir af stærri liðunum.

    Ef Liverpool ætlar að vera samkeppnishæft er ekkert annað að gera en að taka þátt í leiknum innan þess ramma sem er gefinn hverju sinni.

    Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær atvinnuknattspyrnan í Evrópu fer í alvarlega naflaskoðun.

  3. Ef ekki við, þá einhver annar. En það er rétt, þetta er allt saman skítur sem við erum að trampa í. Þannig að við erum drullusokkar líka 😉 :rolleyes:

  4. þú gengur ekki að neinu vísu í dag í boltanum. “Peningarnir tala og kjaftæðið labbar” og það er akkúrat það sem stóru klúbbarnir eru að gera. Vissulega væri maður alveg til í að sjá okkur vera með færibandavinnu á ungum leikmönnum en það er bara ekkert að gerast þessa stundina og því verðum við að nota “ódýru” dýru leiðina og fjárfesta í þeim.

  5. Sammála því að það þarf að breyta reglunum til að koma í veg fyrir svona lagað, eða allavegana tryggja uppeldisliðum bætur ef leikmennirnir verða stórstjörnur (kannski e-ð svipað árangurstengdum greiðslum). Mér finnst pínulítið leiðinlegt að Liverpool hafi sokkið niður á þetta level, en maður verður bara að sætta sig við það að svona er þessi heimur, annað er bara naiv.

  6. Hehe Einar, ég fann þessa mynd á ynwa.tv og skv. þeim upplýsingum sem fylgdu henni þar, þá er Barragan sá í hvítu sem er að jarða þann grængula í skallaeinvígi.

    Einn mjög virkur spjallari á ynwa.tv sem býr einmitt í Sevilla og horfir á marga leiki með þeim segir að þessi strákur geti spilað hægri bakvörð, hægri kant og miðja vörnina. Hann segir að strákurinn sé fljótur, með góðar sendingar og tæklingar og einnig nokkuð stór miðað við bakvörð og sterkur í loftinu. Hann líkti honum við Paolo Maldini hvað líkamsbygginguna varðar, sem er a.m.k. hrós í mínum huga.

    Eins og myndin sýnir, þá er hann kannski 18 ára en hann virðist samt vera til í slaginn og vel það, líkamlega, enda enginn strumpur hér á ferð… 🙂

  7. Það er alveg spurning hversu mikið rán þetta er … félagið fær slatta í bætur og ef Liverpool selur hann eiga þeir rétt á góðum hluta af þeirri upphæð.

    Þetta er allt í reglum FIFA.

Total Network Solutions

Ha? Gæti Ian Rush spilað fyrir TNS?