Einsog flestir ættu að vita, þá var fyrsta æfingin hjá Liverpool mönnum í gær.
Opinbera síðan hefur [sett upp nokkrar myndir af æfingunni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149200050628-1325.htm).
Gaman að sjá að Harry Kewell er farinn að hlaupa, en af myndinni að dæma virðist hann þó [vera að hlaupa einn](http://www.liverpoolfc.tv/images4/05train_new_16.jpg). En ég veit það þó ekki.
Einnig athyglisvert að sjá Salif Diao. Ég var eiginlega búinn að gleyma því að hann er enn Liverpool leikmaður. Ætli Benitez hugsi hann sem raunhæfan möguleika til að hafa meiri breidd í hópnum? Veit einhver hvernig hann stóð sig hjá Birmingham? Hann datt alveg útaf radarnum hjá mér.
Hann stóð sig bara alls ekkert. Held hann hafi varla spilað nema 2-3 leiki fyrir Birmingham, þar sem hann var alltaf meiddur. Svo töpuðu þeir öllum þeim leikjum sem hann spilaði í, þannig að þeir gátu víst ekki beðið eftir að losna við hann aftur í vor…
…held hann sé bara að æfa með okkur þangað til hann fer annað. Sem verður vonandi fljótt. Ef Biscan fékk ekki nýjan samning er algjörlega óviðunandi að Diao fái að vera áfram!
Það er reyndar talsverður munur á stöðu Igor og Salif. Ef ekkert lið er áhugasamt að fá Salif, eða þá að hann vill ekki fara, þá sitjum við einfaldlega uppi með hann. Getum ekki hent honum út þar sem samningur hans er ekki útrunninn.
Samningurinn hjá Igor var á enda runninn.
Ég geri mér grein fyrir aðstöðumun Diao og Biscan en ég verð að segja að ef sölutímabilið lokar hjá Liverpool og Salif Diao er ennþá hjá okkur en Igor Biscan farinn þá verð ég hissa …. :confused: og meiri háttar fúll á móti……. :rolleyes: 😡
Ég tek undir með JóniH … Steini, ég meinti bara að af tveimur leikmönnum þætti mér helvíti fúlt ef Biscan færi en við sætum uppi með Diao. Ég veit af samningamálum þeirra beggja og að þau eru ólík, en þetta yrði samt fúlt sumar ef þetta yrði raunin…