Zenden og Figo

YNWA.tv menn [halda því fram](http://www.ynwa.tv/forum/index.php?showtopic=67767&st=0) að bæði Luis Figo og Zenden muni skrifa undir samning hjá Liverpool. Þeir segja að þetta sé staðfest, en þeir vilji fá staðfestingu frá öðrum aðila til að setja þetta sem frétt á forsíðuna.

jammmmmm…

10 Comments

  1. Ef að þetta er satt vona ég innilega að þið eigið síðasta hláturinn varðandi Figo í lok tímabilsins.

  2. Sáuði á opinberu heimasíðunni? “Gaman” að sjá að Diao er þarna ennþá! 🙂 :rolleyes:

  3. Æ, úps…tók ekki eftir að þið voruð búnir að tala um það! :blush:

  4. Ætlar þessari gúrkutíð ekki að fara að ljúka. Ég er meira að segja farinn að lesa Teamtalk til að fá einhverjar fréttir. Mér er alveg saman þó þær séu flestar uppspuni, ég vil bara fá að lesa eitthvað um leikmannamál.

    Ég er ekki spenntur fyrir nýjasta orðróminum, um Govou. Ég sé ekki að hann geri neitt fyrir okkur sem aðrir leikmenn Liverpool geta ekki gert. Það verða þrír sókndjarfir leikmenn sem hafa verið í herbúðum liðsins sem ég sé nánast sem “nýja leikmenn” í haust: Cissé, Morientes og Kewell. Ég hlakka mikið til að sjá hvort þeir komi ekki sterkir inn!

  5. Afleit tíðindi ef sönn eru. Hugsanlegt að Zenden kæmi sér vel, þekkir deildina og er lipur spilari. En Figo …. ég sé hann bara ekki gera neinar rósir í ensku deildinni.

  6. Zenden og Figo já takk sérstaklega af því að þeir fást frítt þannig að við getum eytt meira í aðra leikmenn og kantarnir eru nákvæmlega það sem við þurftum að stykja

  7. Held að það þurfi að borga um 2mills. fyrir Figo (ef mig minnir rétt) :blush:

  8. Ég hel að þeir komist hvorugir inná, eða kannski figo á hægri, þar sem ég held að meistara harry Kewell eigi eftir að blómstra á næsta timabili.

Leikmenn mættir

Nýr framherji LFC á mynd: