Bara svona rétt undir lokin á þessum geðsjúka degi, þá hafa þeir hjá YNWA.tv birt tvær fréttir sem ég held að vert sé að taka mark á:
1. Steven Gerrard verður líklega kyrr hjá LFC. Skv. þessari frétt gekk neyðarfundur SG og þeirra Parry & Benítez á Melwood í kvöld vel og er búist við að umboðsmaður SG og/eða Rick Parry muni senda frá sér tilkynningu í fyrramálið þar sem tilkynnt verður að SG hafi framlengt samning sinn við LFC. Segir fréttin að Parry & Benítez hafi komið með samningstilboð að borðinu á fundinum áðan, þar sem fallist var á allar kröfur Gerrard, og því muni hann framlengja fullviss um að klúbburinn vilji allt gera til að halda honum.
2. Þeir 2-3 leikmenn sem LFC á eftir að kaupa áður en vikan er úti heita Gabriel MILITO, Peter CROUCH og Luis FIGO. Segir fréttin að Crouch og Milito séu frágengnir, og að samningar við Figo séu mjööög nálægt klárun og því hafi Rafa talað um 2-3 leikmenn í dag, þar sem Figo sé í 99% en ekki 100%.
Dagurinn í dag hefur verið martröð, annars vegar hörmung að sjá fréttir af brottför SG og hins vegar verið frábært að sjá Rafa tilkynna um fjóra keypta leikmenn. Ef annar vinnudagur vikunnar, þriðjudagur, hefst með því að SG framlengir samning sinn við Liverpool og vikunni síðan lýkur með því að Milito, Crouch og Figo skrifa undir hjá LFC … þá verð ég sáttur.
Tek það fram þó að þetta eru allt getgátur – þeir hjá YNWA.tv segjast hafa mjög áreiðanlegar heimildir fyrir báðum fréttum – og þangað til nokkuð fæst staðfest þá eru þetta bara getgátur.
Vonum samt hið besta. Roll on tomorrow!
Þvílikur dagur. en magnaðað fréttir. Líst reyndar ekkert svakalega á crouch en Figo og MIlito Góðir og frábærar fréttir um Gerrard.
Jamm, þvílíkur dagur! Málið er bara að ég býst við öðrum eins degi á morgun … ef það verður yfirlýsing eða fréttamannafundur útaf þessu SG-dæmi, þá verður nóg um að fjalla á þessari síðu á morgun.
Vá þvílíkt og annað eins..
Þvílíkt vona ég að Stefán skrifi undir nýjan samning. Vísu hafði ég nú aldrei trú á öðru. Hver man ekki eftir commentunum ” hvernig er hægt að fara frá klubbi eftir þetta”.
Í sambandi við þessi kaup, þá er eg svona nokkuð sáttur. bíð nú enn eftir vicente,joaquin,aimar kaupum sem ég var að vonast eftir. En mjög sáttur með Zenden,Reina, Milito, Zenden og Figo ef hann verður að möguleika, því ég er mjög hrifin af honum og held að hann eigi eftir að gera stormandi lukku á Englandi.
Krossum fingurna fyrir vikunni
Zenden tvisvar :blush: 😉
Vonandi að þetta sé rétt allt saman.
Hvað sem líður framvindu mála þá þá set ég ennþá stórt spurningarmerki við viðburði helgarinnar.
Ég er ekki alveg að skilja þörfina fyrir uppþot af þessu tagi. Hvað er á bak við? Af hverju slitnaði upp úr viðræðum ef LFC var tilbúið að ganga að öllum kröfum SG?
Ég spyr sjálfan mig hvort það geti verið að SG sé ennþá í tilvistarkreppu hvar hann vilji vera. Kannski langar hann bara að prófa að spila annars staðar. Getur verið eðlilegasti hlutur í heimi. Maðurinn ungur og kannski vill hann bara sjá heiminn??? Kannski eru ættar og átthagaböndin að halda honum á vinnustað sem hann er ekki sáttur við?? Þetta hef ég haft á tilfinningunni lengi. Reyndar hvarf þessi tilfinning eins og dögg fyrir sólu þegar Gerrard talaði eftir Evrópusigurinn en reis upp eins og Rauður Dreki í dag….. :confused:
Hvað fékk Hr. B. mikinn $$$ i leikmannakaup. á hann ekki slatta eftir þótt þessir karlar seu komnir.
Langaði bara að benda mönnum á þetta:
Chelsea bid record £32m for Gerrard
Ég er virkilega spenntur að sjá Bolo hjá okkur. Ég tjái mig ekki um “Gerrard-málið” því þetta er besta dæmið um hvernig umboðsmenn eru að eyðaleggja leikinn í dag. 😡
Þótt ég vilji nú helst ekki vera að verja svona framkomu, sem vissulega hefur komið sér mjög illa fyrir Liverpool FC, þá verð ég nú að viðurkenna að líklega er þetta einfaldlega dæmi um að umboðsmaður sé einfaldlega að standa sig vel og vinna fyrir kaupinu sínu.
Er það ekki hluti af sögunni að Liverpool hafi samþykkt ALLAR kröfur Gerrard í samningaviðræðunum? Flestir vita væntanlega að samningaviðræður ganga almennt þannig fyrir sig að menn setja fram miklar kröfur og semja sig svo niður á ásættanlega niðurstöðu. Í þessu tilfelli hefur umboðsskrifstofa Gerrards náð að búa til storm sem verður til þess að hann fær allar sínar kröfur samþykktar, án þess að yfirgefa klúbbinn sem hann er alinn upp hjá og vill vera hjá. Þar að auki hefur þjálfarinn lofað honum öllu sem hægt er að lofa varðandi stöðu innan liðsins (bauðst næstum því til að gefa honum klúbbinn). Betri niðurstöðu gæti Gerrard varla hugsað sér.
Af þessu ætti að vera ljóst að Steven Gerrard er að fá mjög mikið fyrir þann pening sem hann borgar umboðsmanni sínum. Segið svo að umboðsmenn geri ekkert gagn.
NNNNNNNEEEEEEEEIIIIIIIIII EKKI PETER CROUCH 3metra sláni sem getur ekki skallað. á hvergi annarstaðar heima en hjá hull city