Af hverju ætti SG að velja Chelsea fram yfir LFC?

Svo virðist sem fréttir blaðanna á morgun muni nánast halda því fram að SG sé á leiðinni til Chelsea, og að það verði frágengið á næstu einum eða tveimur dögum. Ég fór á rokktónleika í Egilshöllinni í kvöld og vonaðist til að ná að hreinsa hugann, en um leið og ég settist upp í bílinn minn í Grafarvoginum var ég aftur farinn að brjóta heilann um eina spurningu sem situr föst í mér:

Af hverju í ósköpunum ætti Steven Gerrard að telja Chelsea betur stadda til að vinna stóru titlana en Liverpool?

Það er jú ástæðan sem Rick Parry talaði um – að Gerrard væri ekki að fara peninganna vegna, heldur vegna þess að honum þætti LFC ekki vera rétti klúbburinn til að fagna titlum með. Þannig að ég ætla að reyna að sjá hvort ég get fundið einhverjar skýringar á því hvers vegna Chelsea eru eitthvað líklegri en við til að vinna titla á næstu árum:

BYRJUNARLIÐ

Cech

Ferreira – Carvalho – Terry – Del Horno

Robben – GERRARD – Lampard – Makelele – Duff

Drogba/Eiður Smári

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré

García – GERRARD – Hamann – Alonso – Zenden

Morientes/Cissé/Baros/Pongolle

Bæði lið hafa ungan heimsklassamarkvörð, með annan reyndari á bekknum (Dudek og Cudicini). Chelsea hafa sterka vörn með þá Wayne Bridge, Glen Johnson, Robert Huth og William Gallas sem varaskeifur – LFC hafa Josemi, Barragan, Riise, Whitbread og kannski Milito fyrir utan þá fjóra sem ég taldi til.

Á miðjunni eru annars vegar García og Zenden (plús Kewell, Gonzalez, Núnez og jafnvel Figo?) en hins vegar eru Duff og Robben (plús Jarosik, Joe Cole og hugsanlega Shaun Wright-Phillips).

Frammi hafa þeir Drogba, Eið Smára og líklega Crespo á meðan við höfum Cissé, Baros, Morientes, Pongolle og svo Mellor & Le Tallec sem varaliðsmenn.

ÞJÁLFARAR
Báðir meistarar með liðum í heimalandi sínu, báðir Evrópumeistarar með sömu liðum, báðir sigurvegarar í Meistaradeild, báðir ungir og metnaðargjarnir. Gjörólíkir að skapgerð, annars erfitt að gera upp á milli (þó okkur þyki Rafa að sjálfsögðu miklu, miklu, miklu flottari stjóri! ) …

TITLAR/SAGA KLÚBBA
Þeir unnu deildina á síðasta tímabili, og Deildarbikarinn. Þar áður unnu þeir FA bikarkeppnina fyrir nokkrum árum, og gamla Cup Winners Cup bikarinn, síðasta árið sem sú keppni var haldin. Þar áður? Meistaratitill fyrir 50 árum síðan, held ég…

Við? 18 deildartitlar, fimm stórir Evróputitlar og margir, margir fleiri titlar síðustu 20 árin – hvað þá yfir alla sögu klúbbsins! Hjá okkur vann Gerrard Meistaradeild Evrópu í vor, fimm titla árið 2001 og sigur á Man U í úrslitum Deildarbikarsins 2003. Hann hefur unnið alla titla sem félagslið getur unnið með Liverpool, fyrir utan tvo: Úrvalsdeildina, og Heimsmeistarakeppni Félagsliða. Liverpool fær góðan séns á að vinna báðar þessar dollur í vetur.


Í stuttu máli sagt, þá get ég ekki með nokkru móti skilið af hverju í fjandanum þetta drengfífl ætti að velja fokking Chelsea fram yfir Liverpool FC, ef að það eina sem ræður ákvörðun hans á að vera möguleikinn á að vinna titla? Þeir unnu stóra dollu í vor og við líka, að öðru leyti er saga klúbbanna eins og svart og hvítt.

Er tilhugsunin um að spila á þriggja manna miðju með Makelele og Lampard virkilega svona miklu, miklu betri en tilhugsunin um að spila á þriggja manna miðju með Hamann og Xabi Alonso? Það skal enginn halda því fram að Lampard sé ástæðan fyrir þessari ákvörðun SG!

Hvað er það þá? Af hverju tók Gerrard – sem hefur unnið alla titla í boði nema tvo með Liverpool, er í góðum séns á að vinna þá tvo síðustu næsta vetur, er fyrirliði klúbbsins sem hann studdi frá fæðingu, með samningstilboð upp á 100þús pund á borðinu – þá ákvörðun að yfirgefa Liverpool? Og af hverju þarf hann endilega að fara til Chelsea, en ekki Real Madríd/AC Milan/Barcelona, ef hann langaði einfaldlega að breyta til?

Það getur bara verið eitt svar við öllum þessum spurningum, aðeins eitt rökrétt svar: ROMAN ABRAMOVITCH!!!

Það er það eina sem Chelsea hefur fram yfir Liverpool: ótakmarkað peningaflæði sem ekkert félag getur keppt við. Hvaða áhrif gæti þetta peningaflæði mögulega haft fyrir Gerrard?

Dæmi: hann semur við Chelsea um 120,000 pund á viku og getur því sagt að hann hafi ekki valið þá peninganna vegna … nema hvað, hann þiggur einhverjar milljónir punda í þóknun fyrir undirskrift sína.

Einfalt. Hann getur haldið fótboltalegum ástæðum fram eins mikið og hann vill … ef hann er að yfirgefa Liverpool fyrir Chelsea getur ástæðan aðeins verið ein: $$$$$$$$$$

Fokk, ég er farinn að sofa. Það er eins gott að Real Madríd bjóði í þennan vitleysing á morgun … ég veit ekki hvað ég geri af mér ef hann fer til Chelsea. Ég brýt eitthvað!

10 Comments

  1. Er tiltölulega nýr aðdáandi þessarar síðu ykkar og þekki ykkur ekki persónulega – en vona samt að þú brjótir ekki marga hluti.

    Ég get ekki séð lógík á bak við það af hverju SG velur Chelsea, finnst það vera verri hlutur en þegar Figo fór frá Barca til Madrid – nógu mikill var þó æsingurinn þá.

    Ég veit ekki hver benti á það, en finnst það æ líklegra að SG hafi verið fyrir löngu búinn að ákveða að fara til Chelsea, að hann sjái eftir því að hafa ekki farið í fyrra… einhver staðar las ég að hann fengi alls ekki hærri laun en 90.000 pund á viku hjá Chelsea… – en hverjar sosum ástæðurnar raunverulega eru, þá er það ljóst að hjartað er ekki á réttum stað. Þetta er ótrúlegt að reka rýting í bakið á Liverpool á þessum tíma – drengilegra hefði verið að gefa þetta upp bara fyrr á þessu ári. Annað eins hefur nú gerst, en að fara frá klúbbnum svona, með þessari aðferð … það er eitthvað sem ég fyrirgef aldrei. Miðvikudagurinn 6. júlí verður vonandi búinn sem fyrst og inniheldur sem flest lokasvör.

    Fari SG til Chelsea þá er hann dauður fyrir mér. Heyrðu annars, … ég kannski enda á því að brjóta eitthvað sjálfur!

  2. Þetta varðandi 90 þús pund á viku sem Doddi nefnir er held ég vegna þess að ef Gerrard fengi hærri laun þá hefði það keðjuverkandi áhrif á laun annarra top leikmanna hjá Chelsea. Þeir eru samkv. því sem ég heyrði með það í samningnum sínum að vera með svipuð há laun og sá launahæsti.

    Þannig að Lampard & co. fengju allir launahækkun ef Stevie Gone kæmi á 100 þús pakka.

  3. Við þessir allra hörðustu aðdáendur Liverpool megum ekki missa okkur í einhverri vitleysu. Ég fór til Istanbúl og horfði á Steven Gerrard vinna meistaratiltilinn fyrir okkur á 10 mínútum, ok. En ég tel að við séum með álíka sterkan leikmann í Axbi Alonso. Hann er kannski ekki með sprengikraft Gerrards en hann hefur miklu meira. Ég held að það sé kannski Guðs gjöf að losna við þennan pilt á þessu tímamótum, ekk vil ég sjá hundshausinn á honum aftur. Við þurfum aldrei að óttast um okkar lið því það hefur hjarta og sál milljóna manna, stuðningsmanna.

  4. Hvet menn til að kíkja á .tv síðuna ! Hann ætlar að vera áfram !!!

  5. Nú í morgunsárið 6. júlí segir Skysports að Gerrard hafi snúist hugur og ætli að vera kyrr hjá lfc.
    Hvað segja menn við þessu? Voru menn búnir að sætta sig við að Gerrard væri að fara og búnir að sjá lausnir sem kæmu sér vel fyrir klúbbinn og orðnir svo brjálaðir út í hann að þeir vilja hann í burt. Eða eru menn himinlifandi yfir þessari ákvörðun hanns.
    http://skysports.planetfootball.com/
    ps.
    kann ekki að setja inn hér link, þetta verður að duga.

  6. Jæja, maður getur víst sett upp myndirnar af Gerrard aftur. Svo virðist að hann ætli núna að vera kyrr. Það væri fínt ef hann myndi nú ákveða sig.

    S.s. GERRARD ÆTLAR AÐ VERA ÁFRAM HJÁ LIVERPOOL!

  7. Eitt sem að þið verðið líka að hafa í huga, þó svo að hann sé búinn að ákveða að vera áfram hjá Liverpool.

    Ef hann færi til Chelsea þá myndi hann búa í London, höfuðborg Englands, og einni stærstu borg heims. Svona til samanburðar þá búa rúmar 7 milljónir í London, en tæp hálf milljón í Liverpool.

    Annars held ég að hann sé ekki að verða eftir út af því að saga klúbbsins sé einhver. Ef málið væri að fara í betra lið, þá er enginn vafi á því að hann ætti að fara í Chelsea. Chelsea hefur betri leikmann í hverri einustu stöðu, ef frá er talinn skortur á framherjum í Chelsea.

    Og sagan ætti ekki að skipta neinu máli. Sem KR-ingur veit ég það, að þó maður hafi skýlt sér á bak við söguna lengi vel þegar þeir unnu ekkert, þá er manni alveg nákvæmlega sama um það núna. Val manns á KR er einungis vegna staðsetningar, og sama á við um Gerrard þegar hann ólst upp. Þessi gífurlega saga á bak við klúbbinn er því bara góður plús.

  8. Bara svona að velta því fyrir mér, hvað voru þið mörgum stigum á eftir Chealsea í deildinni? Og er ekki fullsnemmt að setja Reina og Cech í sama flokk? Horfi þið á spænska boltann yfirhöfuð?

  9. Jú, Chelsea voru miklu betri en við á síðasta tímabili. Hins vegar má benda á að árangurinn hefði ekki verið sá sami ef að Frank Lampard og Makelele hefðu verið meiddir meirihluta tímabilsins, ef að Eiður Smári hefði fótbrotnað eftir mánuð af tímabilinu, ef að Duff hefði verið meiddur í nára nær allt tímabilið.

    Stærsti munurinn á þessum liðum á síðasta tímabili voru meiðsli og markvörður. Meiðslin lagast vonandi og við erum núna komnir með betri markvörð (Kristján veit meira um spænska boltann). Ég er ekki að segja að með því séum við orðnir jafngóðir og Chelsea, en munurinn er án efa umtalsvert minni.

Hvaða Chelsea leikmenn munu blöðin orða okkur við næst?

Gerrard verður áfram!!! (uppfært x2)