Skv. Liverpool Echo og spænska tímaritinu Marca er Luis Figo á leiðinni til Liverpool. Marca segja að búið sé að ganga frá samningi við hann, en Echo segja að enn eigi eftir að ganga frá kaupunum endanlega þar sem Real Madríd hafi á elleftu stundu ákveðið að heimta tveggja milljón punda verð fyrir hann (höfðu víst áður samþykkt að láta hann fara á frjálsri sölu, en það var líka þegar þeir héldu að þeir gætu fengið Gerrard frá okkur) …
Hvað stór og fræg nöfn varðar, þá verða þeir varla stærri en Luis Figo. Ég er líka sannfærður um að hann mun slátra vörnum Úrvalsdeildarinnar, sama hvað menn segja um að hann sé orðinn of gamall og/eða hvað annað. Þetta eru frábær kaup að mínu mati!
Einnig: ætlum við að ‘ræna’ Sissoko undan rifjum Everton???
Frétt Liverpool Echo segir að Rafa hafi engan áhuga á að sjá Sissoko, sem hann fékk til Valencia á sínum tíma, lenda hjá lélegra liðinu í Liverpool-borg, og ætli því að bjóða í hann og reyna að ná honum. Ég yrði sáttur við það, eins lengi og hann er ekki of dýr. Fínn leikmaður, og okkur sárvantar breidd á miðjuna eftir að Biscan fór.
En allavega, ef Figo og jafnvel Sissoko koma þá myndi ég segja að miðjan sé í toppmálum hjá okkur. Ef Crouch eða Kuijt koma sé ég framlínuna hans Rafa fyrir mér fullmótaða, og með tilkomu José Reina eru markvarðarmálin komin í lag. Þá er bara eitt eftir: miðvörður. Ég bíð spenntur eftir fréttum af Milito, Upson eða e-m öðrum næstu daga… 🙂
**Uppfært (EÖE) kl 14.38**: BBC slá þessu núna uppá forsíðuna og segja að [Figo og Liverpool hafi nú þegar samið um launakjör](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4661003.stm). Vandamálið er hins vegar þessar 2 milljónir punda, sem svikararnir hjá Real Madrid vilja fá fyrir Figo.
vúfff – maður fær hreinlega blóð í hann
… yfir knattspyrnumanni? Þá er það þitt vandamál, vinur, ekki okkar hinna… :laugh:
Figo er náttúrulega hokinn af reynslu, bæði með félagsliðum, CL og Portúgalska landssliðinnu. Það væri frábært að fá hann í okkar raðir. Ég er sannfærður um að það taki hann ekki langan tíma að venjast enska boltanum.
Ég er ekki búinn að gera upp huga minn í sambandi við Crouch, ég hef ekkert séð hann spila. Benites er duglegur þessa daganna að lokka til sín unga stráka(no phun intended).. :laugh:
Vona bara að þeir standi undir væntingum.
En hvað er að frétta af Stelios(staf.)??
“Ef Crouch eða Kuijt koma sé ég framlínuna hans Rafa fyrir mér fullmótaða”
Hahahaha! Er þetta grín hjá þér? Ég efa að Crouch sé að fara að fullmóta nokkra framlínu! Hvað þá besta liðs evrópu!
Baros getur hreinlega ekki hætt að koma með þessar snilldar yfirlýsingar. Á Skysports er fyrirsögn einnar fréttar þessi: “BAROS HAPPY TO STAY”. Svo ef maður les fréttina þá segir Baros í henni miðri “Anything can still happen, I can still leave. This possibility is not eliminated.”
Þetta þýðir semsagt bara að hann er ennþá alveg á báðum áttum – að hann sé “happy to stay” eitthvað frameftir sumri allavega, en að svo gæti hann alveg farið fyrir tímabilið! :rolleyes:
Kannski ekki vitlaust að tengja á Echo fréttina:
[Benitez agrees terms for Figo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15710328%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2dagrees%2dterms%2dfor%2dfigo-name_page.html)
Chris Bascombe kvittar undir. Þannig að það er pottþétt að Luis Figo kemur til okkar, ef að Madrid-ar menn standa við orð sín við Figo.
Sem eru einmitt fokking frábærar fréttir!!!
Luis fokking Figo, fólk!
Einnig er hérna fréttin um þennan Sissoko:
[Reds out to hijack Sissoko transfer](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0400evertonfc/0100news/tm_objectid=15710349%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dout%2dto%2dhijack%2dsissoko%2dtransfer-name_page.html)
Hefur einhver séð þann gaur spila???
Já, mér líst vel á svona skyndilausn í að fá Figo til okkar á verulega skertum launum.
Einnig þetta með Sissoko að það er svo sem ekkert verra að fá einhvern til að fylla uppí miðjuna ef hann verður þá ekki baggi á okkur launalega.
Hvað Crouch varðar að þá gleymir fólk að rýna aðeins ofan í tölur hans. Ok, ég meinti ekki hæð hans og hversu klunnalegur hann virðist vera, heldur stoðsendingar sem hann gefur og mörkin sem hann gerir. Ef fólk sér statistics frá hans síðasta tímabili með Soton þá er það ljóslifandi dæmi um mann sem getur líka gefið boltann og er ekki eigingjarn. Svoleiðis leikmenn viljum við en hvort hann standi sig er svo allt annar handleggur
…..og já…ég fæ líka blóð í hann! :biggrin:
ohh Sissiko er að fara til Everton
já mikið rétt, hann kemur ekki til LIverpool. :rolleyes: