Jæja, þá er það staðfest og við getum ekki lengur kennt bulli í blöðunum um. Rafa hefur [staðfest að hann vilji fá Peter Crouch til liðsins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149310050711-1620.htm):
>”I want to sign Peter Crouch. I like this player and he would be a good addition to our squad. At this moment Rick Parry is talking to Southampton and hopefully something can be agreed. I would like Peter to come to Switzerland with us on our training camp.”
Það er alveg ljóst að S’ton eiga eftir að karpa um verð við Liverpool, en þeir geta hreinlega ekki staðið í vegi fyrir því að Crouch fái þetta mikla tækifæri.
Ég treysti Rafa, en þið?
Fullkomlega. Hann er ágætis leikmaður og sýndi það og sannaði í fyrra. En ég vil ekki að klúbburinn þurfi að borga 8 milljónir punda fyrir hann!
Gott að fá hann til að gera meiri breidd á hópinn.
Get ekki sagt að ég sé neitt sérstaklega spenntur fyrir Peter Crouch, og 8 millur finnst mér alltof mikið fyrir hann.
En ég treysti Rafa, hann hlýtur að sjá eitthvað við hann sem ég sé ekki.
Hvað veit ég svosem, enda er ég bara amatör frá Íslandi
🙂
‘i mestalagi 3 millur fyrir hann.
Ég meina hann verður alldrei í liðinu nema að mikið verði um meðsli, Morientes verður örugglega fyrsti frammherji sem´sterki skallamaðurinn og svo Cisse eða Baros með honum. Efast um að crouch slái þeim við.
http://www.blog.central.is/carragher
Botna bara ekkert í þessu. Þetta er leikmaður sem maður hefur hálfpartinn hlegið af þessi ár sem hann hefur verið í deildinni. Veit að það hlakkar í united og arsenal aðdáendum sem ég þekki. 3 millur algjört hámark.
Hann gerði okkur að Evrópumeisturum, við verðum að treysta honum :biggrin:
Sá hlær best sem síðast hlær Arsenal og manchester united aðdáendur munu gráta í maí
Treysti meistaranum. 🙂
In Rafa we trust……….
Hann var að skora með S´ton. Eina sem ég hef áhyggjur af er verðmiðinn á honum. Mér finnst dálítið skrítið hvað þeir vilja mikið fyrir hann :confused:
Það er mín tilfinning að Crouch gæti reynst okkur mjög mikilvægur. Hann er gríðarlega sterkur skallamaður og leggur upp mikið af mörkum auk þess að geta skorað sjálfur. Þó að hann yrði ekki fyrsti valkostur í sókninni þá myndi hann auka breiddina og bjóða upp á aðra kosti í sókninni.
okokok, þetta er ekki að gerast! 8milljónir punda fyrir Peter Crouch?!? Maður hefur hlegið að þessum manni þegar hann ferðast á tveimur jafnfljótum símastaurum með einhvern heimskulegasta munnsvip sem ég hef séð í langan tíma.. Guð minn góður, afhverju ekki Albert Luque fyrir 10 þá eða bara einhvern mann sem hefur hæfileika, þá meina ég knattspyrnuhæfileika en ekki hæfileikann að var góður flikkari (veit að hann er vissulega góður á öðrum sviðum líka). Ég er reiðbúinn að kyngja þessum ummælum, ég bara hreinlega sé ekki þennan mann í Liverpool búningnum – við erum betri en þetta! Við eigum að vera að spá í leikmönnum sem hafa hátt football IQ, landsliðsmönnum, mönnum sem bæta liðið verulega hvað hæfileika varðar. Aldrei fílað svona tanka, sbr Jostein Flo, Carsten Jancker og fleiri, takmarkaðir leikmenn allt saman. Ég fatta heldur ekki hvað við erum að spá í sóknarmanni, vopnaðir Baros, Mori, Cissé, Pongolle, Mellor og semi sóknarmönnum eins og Garcia, Kewell, Le Tallec!!!! Gerðu það guð, láttu þetta ekki gerast!
Það er sama hversu ljótur, stór og klunnalegur þessi Peter Crouch er að statistics hjá honum tala sínu máli.
Eina sem ég séð þessu í mót er verðmiðinn. Rafa hefur sagt að hann ætli ekki að láta plokka af okkur pening og bjóða óþarflega mikið í leikmenn. Ég hef trú á því að hann muni hinsvegar kaupa þennan kauða á meira en hann ætlaði sér þar sem að hann sér eitthvað við statisticsið hjá kauða.
Tölfræðin.. Tek lítið mark á tölfræðinni, þar sem hann var nú að spila niður í 2.deild (hvað það heitir núna? 1.division?). Jújú, drengurinn stóð sig vel í vetur, það ætla ég ekki að taka af honum. Engu að síður þá finnst mér það andskotið blóðugt að reiða fram 6-8 millur fyrir hann (kannski e-n leikmann plús e-n pening). Samt sem áður finnst mér hann einfaldlega ekki styrkja okkur að neinu viti, nema í háloftunum og þar fyrir höfum við Morientes sem er mjög lúmskur og að mínu mati einn hættulegasti box-center í deildinni. Crouch er að mínu mati, þ.e skv þessum leikjum sem ég sá hann í í vetur og forðum (Aston Villa, QPR) vera full einhæfur, þ.e ekki framúrskarandi í neinu nema í loftinu. Eru menn virkilega sáttir? Þá meina ég ef við verslum hann fyrir þessa upphæð, því ég er fullviss um að margir centerar sem hafa nú þegar sannað sig á HÆSTA leveli fást fyrir sama verð..
Annars þá verður maður bara að bíta í það súra, spenna greipar og vona að King Rafa sé að gera rétt 🙂
Sjá þessa frétt hér á Gras.is.
er þetta þa ekki mikið sniðugra…… :rolleyes:
ekki spurnig fa hann til okkar…hann a eftir ad verda geggjadur tott ljotur se hann a velli…hann a eftir ad gera storkostlega hluti fyrir okkur…og verdur god vidbot i landslidid a hm tyskalandi..hann a eftir ad lata menn gapa fa hann nuna!!!!