Vignal til Portsmouth (staðfest)

Gregory Vignal [er búinn að skrifa undir hjá Portsmouth](http://www.pompeyfc.premiumtv.co.uk/page/News/NewsDetail/0,,10396~683595,00.html).

Ég sem var einu sinni fullviss um að hann yrði vinstri bakvörðurinn okkar til langs tíma. En svona geta hlutirnir breyst.

7 Comments

  1. Sammála þér Einar. Mér fannst alltaf Vignal hafa alla burði til að verða topp bakvörður; ágætis crossari, öruggur á boltann og sterkur tæklari.

    Synd..

  2. …en þá steig “Guðinn” frá Frakklandi og tók í taumana. Merkilegt hvað Houllier hefur náð að gera lítið úr mörgum leikmönnum á ekki nema tæpum tveimur árum! 😯

  3. Eiki, ég myndi nú alveg vera rólegur.

    Fréttin með Inter hefur birst á nokkrum netmiðlum, en hún er ekki staðfest með neinum kvótum eða öðru. Auk þess hefur Figo sagst vilja koma til Liverpool.

    Ég er vongóður um að Liverpool og Madrid klári þetta mál.

    Það getur vel verið að Real sé bara að setja aukna pressu á Liverpool.

  4. mér blöskraði svo við eina fréttina sem ég sá að ég hreinlega varð að deila henni hérna með ykkur …. mesta bull sem ég hef lesið! Þeir tala um að Liverpool íhugi að fjármagna Crouch með sölu á Xabi Alonso til Aston Villa :biggrin: :biggrin2: :laugh:

    Háháháháháhálfvitar!

    http://www.eatsleepsport.com/index.aspx?story_id=232798

  5. Þetta Crouch dæmi er með ólíkindum ! Fyrir það fyrsta þá hef ég ekki hugmynd um hver maðurinn er og í annan stað þá get ég ekki ímyndað mér að hann sé slíkur toppmaður að fótboltaklúbbur borgi meira en 5 millur fyrir hann.

    Ef hann er svona yfirburðasóknarmaður að hann sé að fara verða seldur á 8 millur þá spyr ég nú bara af hverju hefur enginn annar klúbbur borið víurnar í hann……..?????? :rolleyes:

    Og það að halda að selja Alonso til að kaupa Crouch er svo vitlaust að það tekur því ekki að tala um það……

    Eyðum nú hluta af þessum pening frekar í að kaupa FIGO heldur Peter Crouch (eftirnafnið hans hljómar líkt og þýðingin á KLOF og ekki er það hughreystandi)…………. :biggrin2:

  6. Ég veit nú ekki hvað er málið með þessa eatsleepsport síðu og af hverju hún er alltí einu inná Newsnow. Þetta virðist vera eintómt bull á þessari síðu.

    Þetta er álíka og við myndum lista síðuna okkar inná NewsNow og með fyrstu frétt kæmum við að Liverpool ætlaði að selja Gerrard og Carragher til að fjármagna kaup á Duncan Ferguson. Við myndum ábyggilega fá fulltaf heimsóknum. 🙂

Rafa: Ég vil fá Peter Crouch!!!

Hverjir verða EKKI með á morgun?