Jæja, fyrstu slæmu meiðslafréttir tímabilsins eru þá komnar: [Harry Kewell verður frá í 6 vikur vegna kviðslits](http://www.liverpool.is/frettir/frett.asp?id=6990).
Að mínu mati ferlegar fréttir, en koma Zenden mun þó gera þetta öllu bærilegra og hann fær væntanlega gott tækifæri til að sanna sig. En það er vonandi að Kewell nái sér vel af þessu. Ég er ennþá sannfærður um að Harry Kewell muni virkilega sanna sig á þessu tímabili og vera mikilvægur fyrir Liverpool.
Það er því ljóst að hann og Sinama-Pongolle munu missa af byrjun þessa tímabils.
Ég sé ekki að þetta breyti einu né neinu. Ég er fyrir löngu búinn að gefast upp á þessum manni. Hann á aldrei eftir að halda sæti í þessu liði. Fyrir það fyrsta er hann alltaf meiddur og svo finnst mér hann ekki vera með rétta hugarfarið. Hlífir sér alltaf, stekkur uppúr öllum tæklingum.
Málið er bara að losa sig við hann. Það er í raun alveg sorglegt hvað ferill hans hefur dáið eins og hann var góður með Leeds og byrjaði mjög vel með Liverpool.
Hann er eiginlega orðinn eins og Berger undir það síðasta. Hæfileikaríkur leikmaður en ekki hægt að stóla á hann.
>. Fyrir það fyrsta er hann alltaf meiddur og svo finnst mér hann ekki vera með rétta hugarfarið. Hlífir sér alltaf, stekkur uppúr öllum tæklingum.
Er það ekki ósköp einfalt að eitt leiðir af öðru. Þessi óheppni hans í meiðslum veldur því náttúrulega að hann verður ósjálfrátt passívari.
En líkt og með Josemi og Milan Baros, þá veit ég að við Kristján erum meiri Kewell aðdáendur en flestir. Ég hef fulla trú á honum ennþá. Við erum að dæma mann, sem hefur verið meiddur meira og minna síðastu tvö ár.
Ég bara skil ekki þessa dómhörku. Ekki heyrir maður United-aðdáendur hamast í að gagnrýna Ole Gunnar Solskjær sem hefur verið meiddur lengur en Harry Kewell.
Þetta eru samt slæm tíðindi, alls ekki það sem við þurftum á að halda né hann. Hann hlýtur að vera eyðilagður, greyið.
Vonandi getur hann snúið baki við þessu meiðslaveseni í september/október. Við þurfum á fullfrískum og húrrandi Harry Kewell að halda í vetur.
Þetta með meiðslin er akkúrat málið. Það er ekki hægt að vera að stóla á menn sem meiðast alltaf svona mikið. Ég vil glaður hafa Kewel með í liðinu fullfrískan en það gerist sjaldan nú til dags. Hvort það hafi verið tvisvar í vetur. Gegn Olympiakos og gegn Newcastle.
Það er bara ekki hagkvæmt að vera með menn í hópnum sem meiðast svona mikið, sama hversu hæfileikaríkir þeir eru. Dæmi um svona menn eru Jamie Redknapp, Patrik Berger, Harry Kewell, Chris Kirkland og svo mætti lengi telja.
VÚHÚÚ!! Tímabilið er ekki byrjað og Kewell meiddur! :laugh: Indælt
Jæja Crouch kominn…
þetta er ekki hægt, ég var svo sannarlega að vona að hann myndi koma sterkur inn í næsta tímabil, ég hef svo tröllatrú á þessum strák. ég hef aldrei verið jafn ánægður með nein kaup eins og þegar Kewell var keyptur en því miður hefur hann engan veginn náð sér á strik fyrir utan fyrstu mánuðina hjá liverpool. en ég vona að hann fái góðan tíma til að jafna sig og nái sínu besta formi og ef það gerist þá erum við með einn besta leikmann í heimi.
Ég er alveg sammála Einari og Kristjáni, ég vil gefa Kewell meiri séns. Þetta er frábær leikmaður.
Vissulega hefur hans ferill hjá Liverpool ekki verið góður. Sumir vilja meina að hann hafi aldrei sýnt hvað í honum býr á Anfield. Því er ég ósammála því fyrri hluta tímabilsins 2003-2004 átti hann frábæra leiki og skoraði allt í allt 11 mörk þann vetur.
En vissulega hafa efasemdamenn ýmislegt fyrir sér. Ég er sammála því að ef Kewell muni ekki ná sér á strik í vetur þá er líklega rétt að láta hann fara – En ekki fyrr!