Figo áfram hjá Real Madrid

Jæja, þá er Luis Figo sápuóperunni lokið: [Hann ætlar að vera áfram hjá Real Madrid](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4680561.stm).

Það er spurning hver sé ástæðan? Var það vegna þess að Real Madrid og Liverpool gátu ekki sætt sig við söluverð og hann sá að hin liðin, sem kepptust um hylli hans, væru ekki nógu spennandi? Hver veit. En hann mun allavegana klára síðasta árið sitt hjá Real Madrid og verður því frjáls maður næsta sumar.

Þetta eru auðvitað vonbrigði fyrir okkur, enda hefði Figo verið mjög spennandi kostur fyrir hægri kantinn okkar, auk þess sem við yrðum þá loksins með alvöru vítaskyttu.


Antonio Nunez er hins vegar á leiðinni [til Celta Vigo á Spáni](http://www.thisisanfield.com/?newsid=00000073). Forseti liðsins segir að þau skipti séu nær pottþétt.

Þá er spurning hvað muni gerast á hægri kantinum hjá okkur. Er Rafa sáttur við að hafa Luis Garcia, Mark Gonzales og Darren Potter á kantinum? Ég held ekki. Það er alveg ljóst að hægri kanturinn er orðinn einn veikasti hlekkurinn í liðinu. Ég hef fulla trú á Luis Garcia, en það er erfiðara að segja með Darren Potter. Af áhuganum á Luis Figo af dæma, þá má telja að Rafa hafi áhuga á að bæta við hægri kantmanni, en víst við erum núna búin að missa af Figo, þá verður spennandi að sjá hvað Rafa gerir. Af hverju er hann að selja Nunez? Við vitum ekki hvernig Gonzales á eftir að standa sig í deildinni. Í raun vitum við ekki hvenær hann geti hugsanlega byrjað að spila aftur, þar sem hann er meiddur.

En ég er allavegana á þeirri skoðun að ef það á að styrkja einhverjar stöður fyrir byrjun keppnistímabilsins, þá hljóta hægri kantur og miðvörður að vera forgangsatriðin.

7 Comments

  1. Veistu, mér er virkilega illa við svona “sápuóperu” gaura sem segja eitt, hugsa annað og gera svo þriðja hlutinn. Ég vil sjá Potter oftar í vetur. Mér líst vel á hann! Frekar að gefa upprennandi strák séns en að borga fúlgu fyrir vikulaun á manni sem er aðeins 10% á staðnum.

  2. Vita menn eitthvað hvernig peningamálin standa hjá okkur? hvað höfum við mikinn pening til að kaupa varnarmann og hægri kantmann?

  3. Elmar, Liverpool gefa ekkert slíkt út. Allar tölur, sem heyrast, eru bara getgátur hjá fjölmiðlum.

    Ef að Liverpool væru að auglýsa hversu mikinn pening þeir eiga, þá væri hætta á því að hin liðin reyndu að fá of mikinn pening fyrir þá leikmenn, sem Liverpool hefur áhuga á.

  4. Ég myndi nú ekki lesa of mikið í þessi orð Figo, þessi díll er ekki úr myndinni enþá það er ég viss um.

Liverpool 4 – Olympiakos 3

Baros og Crouch = Sama verð (uppfært)