Önnur umferð forkeppni deildarinnar með lengsta nafn í heimi. Mótherjarnir: FC Kaunas frá Litháen. Hvar? Á útivelli, í Litháen. Annars er frekari upplýsingar um Kaunas að finna hér á .tv.
Mér finnst frekar skrýtið að skrifa upphitanir fyrir þessi einvígi, bæði T.N.S.-leikina og nú Kaunas-leikina. Og, frekar erfitt, þar sem ég veit nánast ekkert um liðin sem okkar menn eru að mæta í þessum fyrstu tveimur umferðum. Vonandi fáum við eitthvað lið sem ég kannast við í þriðju umferðinni (Everton?), þannig að ég geti í það minnsta skrifað eitthvað um mótherja okkar. En í dag hef ég ekkert að segja, þetta lið vann HB frá Færeyjum 8-2 í einvígi fyrstu umferðarinnar – en FH vann sama lið 4-1 í Egilshöllinni í vor þannig að það segir ekki mikið.
Þess í stað get ég aðeins spekúlerað í því hvað verður uppi á teningnum hjá Rafa og lærisveinum hans annað kvöld. Hvernig kemur karlinn til með að stilla upp? Að mínu viti hefur ákveðið mynstur myndast í liðsvali hans í undanförnum leikjum, og því þykist ég hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig hann muni stilla upp á morgun. Einu stöðurnar sem ég er eilítið efins um eru miðjuparið og framherjaparið. Þar sem Sissoko og Crouch eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki fyrir LFC held ég að þeir verði báðir í byrjunarliðinu, og því gæti liðið á morgun litið svona út:
Finnan – Carra – Hyypiä – Riise
García – Sissoko – Alonso – Zenden
Crouch – Morientes
Baros verður í hópnum á morgun en ég þori að veðja bílnum mínum að hann spilar ekki, Dudek verður sennilega ekki einu sinni á bekknum og í ljósi þess að Gerrard haltraði af æfingu í dag gæti ég trúað því að Rafa hvíli hann allavega framan af. Þá hefur Cissé sennilega spilað mest af framherjunum okkar og því gæti hann verið hvíldur á morgun – það yrði allavega forvitnilegt að sjá Crouch og Morientes saman í framlínunni. Morientes, litli framherjinn okkar! 🙂
MÍN SPÁ: Eins og með T.N.S. þá eigum við að vinna þetta Kaunas-lið. Auðvitað gætu þeir verið með feykisterkt lið, ég veit ekkert um það, en ég sé fyrir mér svipaðan sigur og gegn T.N.S. Liðið okkar sigrar á morgun og þá helst án þess að eyða of miklu púðri í það, einnig finnst mér mikilvægt að menn leggji kapp á að halda hreinu á morgun þar sem við höfum tvisvar fengið á okkur 3 mörk í leik nú í júlí (en haldið hreinu í hinum þremur).
Þannig að ég spái 2-0 sigri á morgun, og Crouchy og Nando skora eitt mark hver. Áfram Liverpool! 🙂
Ég er sammála því að Crouch og Morientes eru líklegt framherjapar á morgun.
Í fyrsta lagi þurfa þeir báðir að öðlast smá sjálfstraust og skora mark/mörk í alvöru leik, áður en tímabilið hefst almennilega.
Og í öðru lagi að þá er leikurinn á útivelli gegn liði sem líklega pakkar í vörn og því vænlegt til árangurs að hafa Crouch inná til þess að dreifa athyglinni frá Morientes í fyrirgjöfum.
Er það bara ég eða er þetta virkilega hommaleg mynd af Cisse og Baros þarna ? einsog þeir séu að fara í hörfu sleik :rolleyes: :laugh: annars held ég að Rafa stilli upp 4-5-1 og hafi Crouch einn frammi til að taka skallaboltanna.
mín spá 5 -1 fyrir Liverpool :rolleyes:
Guð minn almáttugur hvað mér finnst þetta vera guðdómlega falleg mynd af þeim! :blush:
Vitiði hvort að leikurinn verði sýndur á pöbbum landsins eður ei, ég veit að seinni leikurinn verður á Sýn.
Leikurinn verður sýndur á Sýn í kvöld. og já, því verður hann væntanlega sýndur á pöbbunum líka.
þetta verður góður leikur svona 3-0
baros með 2 😉
og ( Gandálfur )Peter Crouch með 1
með fyrigjöf frá
( hobbitanum ) Luis Garcia
Ég hef lúmskan grun um að okkar menn lendi í örlitlum vandræðum í kvöld. Ég vona að sjálfssögðu að sá grunur muni reynast kolrangur.
Leiktíðin í Litháen er u.þ.b. hálfnuð og því ættu leikmenn Kaunas að vera í góðu formi.
Ég held að Liverpool byrji þennan leik betur og komist í 2-0 en Kaunas nái einu til baka á síðustu 20 mínútunum.
Já verður leikurinn ekki örugglega sýndur á Players því ég er ekki með sýn og langar mikið til að sjá leikinn??
Jú það held ég, Rosie.