Echo halda því fram í dag að Sevilla hafi áhuga á [að kaupa Josemi til liðsins](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15789579%26method=full%26siteid=50061%26headline=sevilla%2dpoised%2dto%2dmake%2dmove%2dto%2dsign%2djosemi-name_page.html).
Echo telja það möguleika að Liverpool reyni að nota Josemi sem beitu til að ná í Daniel Alves, hægri bakvörðinn hjá Sevilla. Alves er metinn á um 6 milljónir punda, en Josemi á tvær, þannig að Liverpool þyrfti að borga fjórar milljónir punda á milli.
Ég veit að lesendur þessarar síðu yrðu fegnir ef við fengjum poka fullan af boltum fyrir Josemi, þannig að það þýðir varla að spyrja hvort að menn yrðu sáttir við þessi skipti.
Já, og svo er [þessi frétt algjör snilld](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15790759%26method=full%26siteid=50061%26headline=better%2dpecs%2dthan%2dbecks-name_page.html)
Varðandi síðustu línuna þá sá ég þetta neðar á síðunni:
Golden boot is Carra’s target!
Maðurinn er algjör snillingur :biggrin: :biggrin:
Ég held að ég væri sáttur við einn bolta 🙂 en í fullri alvöru höfum við ekkert við Josemi að gera, hann var alltof mistækur á síðasta tímabili, út með manninn og inn með Danna
Hafið þið séð Daniel Alves spila?
Nei, ég bara spyr. Finnst ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér án þess að hafa íhugað það fyrst. Josemi er ekki fullkominn og hefur, í besta falli, verið misjafn fyrir LFC síðan hann kom í ágúst sl. En að sjá hvernig fólk hefur afskrifað hann er með ólíkindum.
Ef af þessu verður og Alves kemur til okkar ætla ég að vona að hann eigi ALDREI slæman hálfleik. A-L-D-R-E-I! Því við vitum öll hvað mun gerast þá…
Nei vitiði drengir mínir, ég held að við ættum að halda í Josemi. Mér hefur fundist mikið til þess leikmanns koma. Hann byrjaði vel en dalaði svo all verulega. En allir leikmenn þurfa tíma. Hann er góður tæklari og lætur vel finna fyrir sér, einmitt það sem þarf í enska boltanum. Hann er duglegur og skilar boltanum vel frá sér. Gefum honum þetta tímabil til að sýna okkur hversu góður hann er.
nu verda menn ad skoda adeins malin ….ut med josemi
og gefum baros fleirri sensa viljidi…hva hva eru menn ad spa. eg spyr… hvada vitleisa er tetta. tjalfarinn versladi joseni og hann hefur ekki synt okkur neitt! vegna tess ad hann hefur ekki spilad nog til ad dæma hann…..svo tala menn um ad baros se teirra uppahaldsleikmadur hvad turfum vid ad sja ekki!!! fleiri mørk sem hann gerir svo ad menn vilji hann ut eg spyr,
verd ad verda osmala ad lata hann fara bara til ad lata hann fara,, en allt er falt fyrir rett verd!! eg verd ad eta tad ofan i mig ef berst okkur tilbod..
Ekki skil ég ahverju áhuga Sevilla á Josemi ef þeir eiga svona góðan hægri bakvörð fyrir.
Kristján…Það geta nú allir átt slæman hálfleik.
Ekki reyna að segja mér að þér finnist Josemi hafa átt slæman hálfleik! Ég væri til í að eiga á video alla leikina sem hann spilaði…og klippa saman fyrir þig öll þau mistök sem hann gerði – og þá sérstaklega þau sem kostuðu mörk! 🙁
…Já og svo kannski klippa saman allt það góða sem hann gerði líka…og bera saman hvort hann gerði meira gott eða slæmt! :rolleyes:
Ég hef hinsvegar efasemdir um að það sé endilega það besta í stöðunni að kaupa lítt þekktan hægri bakvörð frá spænsku liði…
…Ástæðan fyrir þessum efasemdum mínum er að það var einmitt það sem var gert með JOSEMI! :confused:
Þorleifur…Alves vill fara frá Sevilla og finna sér stærri klúbb og þessvegna eru þeir spænsku að leita sér að staðgengli í stað hans.
Það þarf að fá einhverja alvöru samkeppni fyrir Steve Finnan og Josemi mun aldrei veita honum þá samkeppni, en kannski að þessi Alves gæti gert það! 😉