Búið að draga (uppfært)

Jæja, við [lentum](http://newsimg.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4723689.stm) ekki á móti Everton, heldur CSKA Sofia eða Dinamo Tirana.

Ég er hins vegar fullviss um að Everton kemst ekki inní riðlakeppnina, því þeir lenda á móti Villareal. Man U lendir á móti Debrecen eða Hajduk Split.


**Uppfært (EÖE)**: hérna eru [viðbrögð Rick Parry](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=295132) við drættinum.

15 Comments

  1. Það ótrúlegasta við undankeppni meistaradeildarinnar er að Celtic er í mjög erfiðum málum (töpuðu 5-0) og það lítur allt út fyrir að eitthvað lítið lið komist upp í riðlakeppnina (sem er ekkert annað en gott mál)! :biggrin:

    Annars líst mér helvíti vel á úrdráttinn, fínir leikir t.d. Sporting vs. Udinese – Betis vs. Monaco – og náttúrulega everton vs. VILLAREAL (sem ég vona að svo innilega að þeir vinni þá bláu)……! :biggrin2:

  2. Það má segja að Everton hafi ekki fengið auðveldan mótherja. Villareal er gríðarlega gott lið, þrátt fyrir að hafa misst sinn besta leikmann í sumar (Reina).

    Deadly Diego á eftir að skora gegn þeim og slá þá út. Það væri náttúrulega snilld, ein sú mesta í áraraðir. Everton hafa verið svo góðir með sig að hafa náð í CL, og þeir lenda í alvöru ‘reality check’ núna.

    Go Diego

  3. hvaða hvaða…er ekki fínt að fá Everton í milliriðla og láta þá keyra sig út þar? …..koma þreyta í leikina á móti LFC.

  4. VIð þurfum ekki á því að halda að Everton mæti þreyttir í leikina á móti Liverpool. Þó þeir hafi grísast á 4. sæti á síðasta leiktímabili þá eru öll teikn á lofti um að þeir muni ekki halda því á næsta ári. Það segir einhvers staðar að Shit happens, mér finnst það eiga vel við hérna. Við gætum haldið áfram: stundum skín sólin á hundsrass, eldingu lýstur aldrei niður tvisvar á sama stað…… and so on. Það gerist á hverju tímabili að eitthvað lið nær betri árangri en það bjóst við. Afskaplega sjaldan nær það lið að jafna eða topp árangurinn á næsta ári.

  5. Væri ekki hið besta mál fyrir enskan fótbolta að everton kæmist í milliriðlana? Það hjálpar ensku deildinni að halda þessum sætum sem þeir hafa í CL.

  6. Svo er líka gott að Everton drulli nú almennilega uppá bak í CL í vetur og missi allt sjálfstraust sem þeir hafa og þá fer deildin líka og þeir lenda á sínum stað í deildinni þeas fallbaráttu 🙂

  7. Vá, hvaða áhrif ætli það muni hafa á tímabil Everton ef þeir komast ekki í gegnum forkeppnina? Þeir gætu auðveldlega hrunið, eins og Newcastle gerðu fyrir tveimur árum.

    Annars er ég vel sáttur við okkar drátt. Þetta ætti ekki að vera svo erfitt… 🙂

  8. In 1981:

    Prince Charles got married.
    Coronation Street’s Ken and Deirdre got married.
    There was a new Doctor Who.
    Liverpool won 17 league games and finished 5th in the table.
    Norwich and Crystal Palace were relegated.
    Liverpool won the European Cup.
    West Ham United promoted to top division.
    Liverpool got knocked out of the European cup as the holders by CSKA Sofia 2-1 on agg.

    In 2005 :

    Prince Charles got married.
    Coronation Street’s Ken and Deirdre got married.
    There was a new Doctor Who.
    Liverpool won 17 league games and finished 5th in the table.
    Norwich and Crystal Palace were relegated.
    Liverpool won the European Cup.
    West Ham United win promotion to top division.
    Liverpool as holders will play CSKA Sofia in 3rd qualifying round of the Champions League

    :rolleyes:

  9. Ég er tilbúinn að veðja þúsund kalli við einhvern um það að Everton kemst EKKI inní aðalkeppnina. Ég er svona 90% viss um að Villareal vinnur þetta.

    Villareal voru að kaupa Tacchinardi og ég held að Riquelme eigi eftir að fara illa með Everton.

    En Liverpool á jú auðvitað að klára CSKA Sofia. Annað er ekki hægt.

  10. Það er ekki séns að Everton fari í gegnum Villareal – Ég fullyrði það! Ég segi þetta ekki af illkvittni því ég vonaði að þeir bláu myndu komast í riðlakeppnina, en tel það útilokað.

    Líst ágætlega á dráttinn okkar. Sýnd veiði en ekki gefin. Við hefðum getað fengið mun sterkari lið; Udinese og Betis svo dæmi séu tekin.

  11. Þetta er ekki alveg rétt hjá Hagnaðinum..

    1980-81 lék Liverpool á móti CSKA Sofa og vann 6-1 samanlagt og endaði svo tímabilið á því að verða Evrópumeistari…

    1981-82 lék Liverpool á móti CSKA Sofa og tapaði 2-1 samanlagt. Liverpool endaði svo tímabilið með því að vinna deildina…

  12. Ok, þannig að annaðhvort vinnum við CSKA Sofia núna, eða þá að við vinnum deildina? 🙂

    Enn og aftur, takk Mummi fyrir að leiðrétta tölfræðina hérna. Þú ert algjörlega ómissandi!

  13. Hvað erum við búnir að mæta þessu CSKA liði oft eiginlega…….. ??? og sagan segir okkur að það er ekkert gefið á móti þeim, greinilega 🙁

  14. Ef ég fer með rétt mál, þá var CSKA Sofia með mjög gott lið á þessum tíma, ólíkt því sem er í dag. Held að við ættum ekki að láta úrslit fyrir 24 árum hafa of mikil áhrif á okkur. 🙂

Josemi fer ekki neitt

Lítið um uppfærslur um helgina