Lítið um uppfærslur um helgina

Það verður eitthvað lítið um uppfærslur á þessari síðu um helgina. Jafnvel er hugsanlegt að ekkert verði uppfært fram til þriðjudags.

Ástæðurnar eru einfaldar. [Kristján Atli](http://www.jupiterfrost.net/blogg/) er í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð og [ég](http://www.eoe.is) verð í [London](http://www.eoe.is/gamalt/2005/07/28/18.15.01) um helgina.

Það kann að vera að Kristján geti uppfært eitthvað, þar sem að ég held að hann gisti í heimahúsi. Ég ætla hins vegar að reyna að taka mér frí frá netnotkun eins og ég get og njóta þess í stað London.

Þetta er auðvitað ein ástæðan fyrir því að við erum að leita eftir þriðja bloggaranum, svo að það komi ekki tímar þar sem enginn er til að uppfæra síðuna. En allavegana, njótið helgarinnar. Og ef að við kaupum Joaquin á kantinn eða Alessandro Nesta í vörnina, þá getið þið skrifað um það í kommentunum við þessa færslu. 🙂

3 Comments

  1. Jamm, það er ekki mikið að frétta á laugardagsmorgni úr Eyjum. Dregið var í Toyota Cup – eða Heimsmeistarakeppni Félagsliða – í gær, og mætir Liverpool þar annað hvort Sydney FC frá Ástralíu eða Deportivo Sarissa frá Costa Ríka í undanúrslitum keppninnar.

    Tveir leikir og einn titill? Hmmm… verður fróðlegt.

    Annars er bara mikið pælt í Michael Owen þessa dagana. Real voru að kaupa Robinho og Julio Baptista, þannig að St Mike er allt í einu orðinn 5. kostur hjá Real Madríd. Ekki gott mál, það. Menn virðast almennt telja litlar sem engar líkur á að hann snúi aftur heim til Liverpool en ég er ekki sannfærður … ef Baros er að fara á næstu dögum þá er alveg pláss fyrir Owen, og ekki gleyma því að við erum enn með forkaupsrétt, sem þýðir að Real verða að bjóða okkur hann og við að neita áður en þeir mega selja hann annað. Og finnst ykkur líklegt að Parry, Moores og Benítez neiti honum vitandi að Arsenal, Man U eða Chelsea bíða í ofvæni eftir að geta verslað kauða?

    Sé það ekki fyrir mér. Owen gæti vel endað aftur á Anfield áður en 1. september 2005 rennur upp. Sjáum bara til.

    Annars segi ég bara góða helgi, ég mun uppfæra eftir þörfum en þá aðeins ef það er eitthvað stórt að gerast. Annars erum við Einar í fríi og væntanlega flestir lesendur okkar líka, þannig að ég bið ykkur bara vel að lifa! 🙂

  2. Jæja þá virðist Baros vera að fara…

    Af BBC

    Baros set to move to Schalke 04

    Baros scored nine league goals last season
    Schalke 04 have agreed personal terms with Liverpool’s Czech international striker Milan Baros.

    “We’ve agreed things with Baros and his agent,” Schalke coach Ralf Rangnick told German sports agency SID.

    “He wants to come to us. We’ll make a move towards agreeing a transfer with Liverpool next week,” added Rangnick.

Búið að draga (uppfært)

Baros á förum til Schalke!