Figo og Owen

Jæja, við getum þá endanlega, endanlega, *endanlega* hætt að skrifa um Luis Figo. Hann mun [ganga undir læknisskoðun hjá Inter Milan](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15816935%26method=full%26siteid=50061%26headline=figo%2dsaga%2dover%2das%2dcrouch%2dis%2ddealt%2dblow-name_page.html). Það hefur svo sem aldrei verið skýrt *af hverju* hann er að fara til Inter en ekki Liverpool. Hvort það hafi verið vegna þess að Liverpool hafi gefist uppá þessu basli, eða vegna þess að hann hafi einfaldlega valið Inter. Ekki að það skipti neinu máli.

Annars, þá skrifar Phil McNulty, sem er aðalfótboltagaurinn á BBC um að það sé hugsanlegt að Liverpool muni bjóða í Michael Owen.

McNulty segir að þetta muni fara eftir ýmsu. Það er hversu mikið Liverpool fá fyrir Milan Baros og hugsanlega Jerzy Dudek og svo eftir því hvað nýr miðvörður mun kosta. Margir vefmiðlar hafa haldið því fram að æðstu stjórnendur Liverpool vilji endilega fá Owen aftur til liðsins, en það er þó alveg ljóst að Rafa Benitez ræður öllu.


**Uppfært (15.49 – Einar Örn):** Echo menn eru [ósammála BBC](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15818363%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dcool%2don%2dowen%2dreturn-name_page.html) og segja að Liverpool séu ekki í viðræðum við Real Madrid um Owen.

8 Comments

  1. Veit ekki með Owen, fer eftir því hvað hann fengist á. Ég vildi nú frekar hafa Baros áfram þó líklega gangi það ekki vegna samskipta hans og Rafa. Það er bara eins gott að Morientes fari að sýna eitthvað því hann er búinn að vera svaðalega slappur. Miklu skemmtilegra að sjá Baros hlaupa og vera duglegan og ógnandi heldur en að sjá Morientes lufsast um völlinn. Og hvar eru öll skallamörkin? Vona bara að þetta fari allt að smella ekki seinna en núna!

  2. Bíddu bíddu biggun, hvað eru öll skallamörkin !
    Sclakensí áf !
    Gefum manninum sjéns, hann er að spila í allt öðruvísi deild en áður.
    Ég vil frekar Owen ern Baros þó ég sé mikill Baros ádáandi.

  3. Ég hef mjög óáreiðanlegar heimildir fyrir því að Milan Baros spili í frönsku deildinni næsta tímabil, þá í Lyon eða Monaco – og að Michael Owen komi heim til að fylla í skarð Tékkans. Ég ætla að trúa þessum óáreiðanlegu heimildum og vona það besta! :tongue:

  4. Já og Michael sagði mér líka að Figo væri enn að æfa með Real Madrid í Austurríki og að hann væri að reyna að fá hann til að hætta við að fara til Inter og koma með sér til Liverpool! 😯 :biggrin2:

  5. Ohh…djö…Hann var að senda mér sms og segja mér að honum hafi mistekist að plata Figo með sér og að hann sé farinn úr æfingabúðunum til að skrifa undir hjá Inter! 🙁

  6. Ég les ekki endilega úr þessari Echo-grein að þarna sé verið að neita neinu. Greinin byrjar jú á “LIVERPOOL are not in talks with Michael Owen – despite reports suggesting otherwise…” en svo er farið út í það að Rafa hafa ítrekað það í síðustu viku að hann væri ekki að leita að sóknarmanni. Mér finnst bara margt hafa breyst síðan þá.

    Ég hef ekki leitað stíft, og má vera skammaður fyrir það, en ég sé hvergi harðgera neitun frá Rafa um að Michael sé á leið til Liverpool. Þar til annað kemur í ljós, þá held ég Owen-möguleikanum opnum. Myndi fyrirgefa honum ef hann kæmi til baka (líkt og með Rush og Juve).

  7. Já, það er rétt hjá þér, Doddi.

    Það kemur engin afneitun fram í Echo greininni, það er einungis tekið fram að önnur blöð séu kannski komin fulllangt fram úr sér í því að halda fram að viðræður séu hafnar á milli Real og Liverpool.

    Ég held að þetta sé allt opið ennþá.

Crouch frá í þjár vikur

Miðlungslið keppast um Baros