Rafa [segist](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=297895&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Rafa+ready+to+play+Milan&channel=football_home) óhræddur að nota Milan í kvöld gegn Sofia ef þess þurfi sem og að hann beri mikla virðingu fyrir þeim. Ég er samt næstum viss um að Milan spili ekki í kvöld, hvað sem Rafa segir. Ennfremur [segir](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149621050810-0829.htm) Rafa að nýr framherji sé alls ekki forgangsatriði. Ég er samt á því að Owen sé líklegur til þess að koma ef Baros verður seldur. Rafa vill bara ekki láta hafa neitt eftir sér ennþá varðandi Owen málið og sýnir stóíska ró varðandi málið.
Í lokinn þá [tjáir](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=297896&cpid=8&CLID=&lid=2&title=Jose+predicts+four-horse+race&channel=football_home) Jose sig um að deildin verði 4 liða kapphlaup, Chelsea, Arsenal, Man.Utd og Liverpool. Ótrúlegt hvað hann er skarpur…
Tja, flest bresku blöðin eru á því að það séu bara þrjú stórlið á Englandi, þannig að þessi ummæli frá Jose vini okkar eru nú bara ágæt. 🙂
var að horfa á viðtal við Hamann á .tv síðunni.
Hvað er þetta með augun á manninum?
Hann er kallaður Blinker í þýska landsliðinu … það segir sína sögu.