Fjórir leikmenn í spænska landsliðinu o.fl.

Morientes var í dag aftur valinn í [spænska landsliðið](http://today.reuters.co.uk/news/newsarticle.aspx?type=footballNews&summit=&storyid=URI:urn:newsml:reuters.com:20050811:MTFH25500_2005-08-11_11-28-34_L11710265:1) fyrir vináttuleiki gegn Úrugvæ (17.ágúst) og Kanada (3.sept). Moro hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í september á síðasta ári. Einnig eru þeir Xabi Alonso, Luis Garcia og Pepe Reina í liðinu. Það er athyglisvert að við eigum fleiri leikmenn í landsliðinu heldur en nokkuð annað lið.

Hamann var einnig valinn í þýska landsliðið fyrir vináttuleik gegn Hollandi á miðvikudaginn kemur. Hamann, sem hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Jurgen Klinsmann landsliðsþjálfara, virðist hafa unnið sig í náðina á ný:

“I hope nothing happens and Didi can stay fit,” said manager Jurgen Klinsmann, who has named Hamann in two previous squads, only for the 58-times Germany international to drop out injured.

“He has a strong personality and, despite many injuries, has stuck at it and played a big part in Liverpool’s Champions League success.”

Að lokum [talar](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=298193&cpid=8&CLID=14&lid=&title=Reds+working+on+additions&channel=football_home) Rick Parry um að Liverpool MUNI kaupa tvo leikmenn áður en félagsskiptaglugginn lokar sem og þau vonbrigði að Gonzalez fékk ekki atvinnuleyfi. Greinilegt er að Rafa hefur gríðarlegt álit á drengnum.

3 Comments

  1. Aldrei nokkurn tímann hefði mig grunað að ég myndi sjá þessa tölfræði:

    Fjöldi leikmanna í spænska landsliðinu:

    **Liverpool: 4**
    Real Madrid: 3
    Atletico Madrid: 3
    Barcelona: 2
    Valencia: 2
    Real Betis: 2

    Magnað 🙂

  2. Nei, hann var orðaður við hópinn sem varaskeifa fyrir Salgado, um svipað leyti og við keyptum hann, en ég held að hann hafi aldrei verið valinn.

Hvaða lið vinnur og hverjir eru óþolandi?

Maíkvöld í Istanbúl