Liverpool er nú orðað sterklega við bosníska hægri kantmanninn hjá Bayern Munchen, Hasan Salihamidzic. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Bayern og [Sky segja að Bayern gætu hugsanlega verið til í að selja hann til Liverpool](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=299304).
Hasan sjálfur segir aðspurður um þennan áhuga:
>”I have heard about interest from Liverpool and it is a great honour for me,”
>”But, of course, it is not up to me. It is up to the two clubs to decide.”
Þetta hljómar allavegana þokkalega jákvætt.
Ég verð að játa það að ég hef ekki fylgst með Hasan á síðasta ári, en mér hefur alltaf fundist hann virkilega góður leikmaður. Hann er núna á lang, lang, langbesta aldri (28!!!! – JEI! – ég á sko afmæli í dag) og ég held að hann ætti eftir að vera góður í ensku deildinni.
Allavegana í sömu frétt, þá orða Sky okkur einnig við Nolberto Solano. Sagan segir að Liverpool vilji fá hann sem hluta af kaupum Aston Villa á Milan Baros.
Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki bara orðrómur. Hef ég ekki séð mikið með honum en þeir leikir sem ég hef séð (CL og stöku leikir úr Bundesligunni) sýndu að mínu mati að hér er á ferð virkilega góður spilari, jafnt varnarlega sem sóknarlega – sem er svo sem ekki furða þar sem hann er búinn að vera partur af Bayern liðinu frá ´98.
Það þætti mér aftur á móti furðulegt ef Bayern myndi sleppa honum. Fjölhæfur leikmaður sem getur leyst fleiri en eina stöðu enda jafnvígur á báða fætur, honum hefur líka verið hrósað í hástert af bæði Ballack og Hitzfeld fyrir elju sína innan vallar sem utan og góðan liðsanda. Fékk hann viðurnefnið Brazzo sem á víst að þýða (óstaðfest); “great guy” 🙂
Ég allavega krossa fingur og tær 🙂
Til hamingju með daginn, Einar!! Þetta er auðvitað yndislegur dagur til að eiga afmæli… Á nefnilega eitt svoleiðis líka í dag…..
Hvað eiga allir afmæli í dag???
Ég líka :blush:
Það er naumast! Til lukku með daginn allir saman :biggrin2:
Frábært að Hasan sé að koma, hef ekki þolað hann undanfarið enda búinn að brillera með Fkn Bayern Munich.. en veit einhver hvort Chile hækkaði sig á nýja heimslistanum ?
Takk og til hamingju 🙂
Og Chile er komið [niður í 73. sæti](http://www.fifa.com/en/mens/statistics/index/0,2548,109128,00.html?articleid=109128)