Ég hef ákveðið setja smá umfjöllun og hvern og einn leikmann Liverpool og mun birta það í nokkrum greinum hérna næstu dagana. Ræði um kosti og galla leikmannsins sem og hvaða væntingar ég hef til hans í vetur. Ég vona að upp úr þessu spinnist skemmtilegar umræður en umfram allt að þið hafið ánægju af.
En byrjum á Markvörðunum okkar.
1. Jerzy Dudek L: Pólland 50/0 – F. 1973 – LFC: 174/0
Kostir: Hann er óútreiknanlegur þ.e. þegar maður á síst von á því þá er hann hetjan en ég tel klárt mál að hann fari í janúar frá Liverpool nema að eitthvað stórkostlegt breytist.
Gallar: Mjög misjafn, enginn leiðtogi í teignum og líklega helst til of góður drengur.
Væntingar til tímabilsins: Er meiddur og verður það næstu 3 mánuðina. Ef Carson stendur sig með varaliðinu þá kemst Dudek ekki einu sinni á bekkinn.
20. Scott Carson L: England 0/0 – F. 1985 – LFC: 6/0
Kostir: Er ungur og framtíðarmarkvörður LFC (hef nú heyrt þetta áður) og þykir snjall miðað við aldur. Hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Englands.
Gallar: Lítil reynsla og óljóst hvort hann standist þá pressu að vera markvörður í jafn stórum klúbbi og Liverpool er.
Væntingar til tímabilsins: Bekknum og spilar þá leiki sem hægt er með varaliðinu. Fær hugsanlega að spila leikina í deildarbikarnum.
25. Jose ?Pepe? Reina L: Spánn 0/0 – F. 1982 ? LFC: 5/0 (Nýr)
Kostir: Er fullur sjálfstraust og hefur staðið sig undanfarin ár mjög vel á Spáni. Er óhræddur í úthlaupum.
Gallar: Miðað við fyrstu leikina þá þykir honum ekki leiðinlegt að kýla boltann og hugsanlega geta tungumálaörðuleikar í byrjun haft áhrif.
Væntingar til tímabilsins: Verði einn af 3 bestu markvörðum í deildinni.
Æji, ég veit ekki. Ég vil varla sjá Dudek fara. Þessi maður er í guðatölu hjá mér eftir 25.5.05. En kannski ekkert gaman að sjá hann sitja á bekknum endalaust.
Annars, gaman af þessu, halda áfram með þetta.
‘Eg held að því miður fyrir Dúdda þá c u dagar hans hjá LFC taldir, en hann verður í guðatölu forever.
Annars sammála síðasta, vel til fundið hjá þér Aggi keep up the good work 🙂
Ánægður með þetta framtak – bíð spenntur eftir framhaldinu
það sem ég sá til hans í spænsku deildinni síðasta síson þá heillaði hann mig ekki..gerði ótrúleg mistök í næstum hverjum leik sem ég sá..við sáum það bara á móti boro á laugardaginn þegar hann fór út í glórulaust úthlaup í fyrri hálfleik og missti tvisvar af boltanum og leikmaður boro skaut rétt yfir..enginn virðist muna eftir þessu nema ég..