Owen inn, Baros OG CISSÉ út?

Ókei, þannig að á morgun birtist eftirfarandi frétt í The Times: Benítez hreinsar út hjá sér til að rýma fyrir Michael Owen. Í fréttinni er því haldið fram að Liverpool hafi í kvöld boðið 12m punda í Michael Owen, með það í huga að borga 6m fyrirfram og restina á árlegum greiðslum. Þá er því einnig haldið fram að Rafa ætli sér að fjármagna þessi 12m punda kaup með sölunni á Milan Baros (sem virðist vera pottþétt núna) og Djibril Cissé.

Ég ætla að fara aðeins skipulega í þetta:

Matt Dickinson, sá er skrifar fréttina í The Times, er svokallaður ‘ghost writer’ fyrir Michael Owen. Þ.e.a.s., Owen skrifar reglulega í ákveðinn íþróttamannadálk í The Times, en í raun er það atvinnupenni sem fer yfir pistla Owens og stílfærir þá þannig að þeir séu prenthæfir. Eyðir út prentvillum og orðar hlutina betur og slíkt. Þetta er mjög algengt í dag, og því er fullljóst að Dickinson hefur sambönd við Michael Owen. Það gefur fréttinni um að Liverpool hafi boðið í M.O. talsvert vægi.

Michael Owen virðist vera á leiðinni til Anfield. Ég er þó svo var um mig að ég trúi því þegar ég sé það gerast, en það virðist nákvæmlega allt benda til þess að Michael Owen verði orðinn leikmaður Liverpool á næstu tveimur vikum. Ef svo er yrðu það bara góðar fréttir að mínu mati (já, ég skal fyrirgefa allt hið liðna) … eins lengi og það er ekki öllu umturnað fyrir hann.

Milan Baros er nánast örugglega farinn, en það er efni í annan pistil. Trúum þeim hluta fréttarinnar.

Djibril Cissé. Ókei, sko, ég skal trúa því sem spjallsíðurnar segja að Lyon hafi boðið í hann í kjölfar peninganna sem þeir eru að fá fyrir Mickael Essien. Við vitum að Houllier dýrkar Cissé og við vitum að þeir eiga peninga fyrir risaboði (risaboð: Houllier hlýtur að vita að LFC munu aldrei selja hann fyrir minna en við borguðum fyrir hann í fyrra). Hins vegar finnst mér ólíklegt að Lyon – sem eru í Meistaradeildinni – séu mjög áfjáðir í að fá Cissé þar sem hann hefur þegar spilað með okkur í forkeppninni og væri því “cup-tied”.

Þá er Rafa þekktur fyrir að vera framkvæmdarstjóri sem segir leikmönnum sínum hvað hann ætlast fyrir. Baros, miðað við ummælin um daginn, virðist vera með það á hreinu að dagar hans hjá Liverpool séu taldir. Cissé? Skoðið síðustu viðtöl við hann, eins og þetta hérna fyrir viku síðan. Finnst ykkur Cissé tala eins og leikmaður sem veit að hann verði mögulega seldur? Ég skal trúa því að Lyon bjóði í hann, ég skal trúa því að Houllier vilji fá hann, en að Rafa vilji selja hann til þess eins að fá annan leikmann með svipaða/sömu eiginleika? Það finnst mér fásinna.

Ég meina, með Owen vitum við hvað hann getur og hvað hann hefur fram að bjóða – og það er talsvert mikið, miðað við sögu hans. Hann getur boðið okkur frábæra kosti. En við eyddum 14m punda í Cissé sem hefur sagt og gert alla réttu hlutina eftir meiðslin sín. Cissé hefur verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og ég verð hissa ef hann byrjar ekki inná og skorar fyrir okkur gegn Sunderland á laugardaginn. Þótt Rafa noti aðeins einn framherja á útivelli er ekki þar með sagt að hann geri slíkt hið sama heima, og Morientes og Cissé munu spila saman í framlínunni á laugardaginn n.k.

Ég veit að 99 af hverjum 100 Púllurum segja hiklaust við þeim möguleika að fá Michael Owen til baka. En ef sá böggull fylgdi skammrifi að Cissé þyrfti að víkja fyrir honum? Þá myndi ég hiklaust segja NEI … af því að þótt við vitum að Owen geti boðið okkur helling, þá vitum við ekkert hversu mikið Cissé getur boðið okkur, því það hefur ekki reynt á það fyllilega ennþá. Hann gæti orðið næsti Emile Heskey – valdið vonbrigðum – en hann gæti líka orðið okkar Thierry Henry. Owen fékk sinn tíma og kaus að fara, Cissé hefur einfaldlega unnið sér það inn að fá sinn tíma til að sanna sig.

Nú, hver veit … kannski var Dickinson þessi bara að leggja saman 2 og 2 og fá út 5 með þessari frétt. Kannski ætlar Rafa að selja Baros og kaupa Owen, en halda Cissé? Það þykir mér mikið líklegra … það kæmi mér allavega ekki á óvart þótt framlínan okkar samanstandi af Crouch, Morientes, Cissé og Owen eftir þrjár vikur (tveir langir, tveir snöggir = pottþétt blanda!)

Sjáum hvað setur. Það góða við þessa sápuóperu er að hún á bara 14 daga eftir ólifaða – eftir 2 vikur verður komin niðurstaða í þetta mál á einn eða annan veg. Og ég þori að veðja hægri fætinum að Cissé verður enn á Anfield eftir 2 vikur. 🙂

8 Comments

  1. Hehehe.. Hhehe. Hahaha. HAHAHA!!! Cissé að fara, þvílíkt rugl :laugh: :laugh: :laugh: Eini alvöru framherjinn okkar. :biggrin:

  2. En ok, tölum í alvöru. Við vitum alveg að Cissé er ekkert að fara, það væri virkilega heimskulegt af Rafa að selja þennan mann, án þess að gefa honum tækifæri! Ég meina, hann spilaði alltof lítið í fyrra.

  3. Það er klárlega frábært ef við fáum Owen aftur… en ég er sammála Einari… ef Cisse þyrfti að fara til að fjármagna kaupin þá segi ég hiklaust nei. Vonum að Cisse og Owen geti báðir verið í sama liðinu lengur en ca. mánuð 🙂

  4. Grunar að fjölmiðlar séu búnir að skipta um fókus. Í fyrra var það Gerrard sem var á leiðinni í burtu allann vetur. Í ár verður það Cisse.

  5. Ef að Cisse fer þá hætti ég að halda með þessu liði, ÁN GRÍNS! Að selja hann væri mesta rugl í öllum heiminum!

  6. :mad:Sammála síðasta ræðumanni :mad:En að Owen komi er 🙂 🙂

  7. Ég lem hausnum í vegg ef Cissé fer frá okkur…..

    Það hlýtur að vera rugl að Lfc sé að pæla í því að láta hann fara…….. Rafa er klárari en það.

  8. afhverju vilja allir fa owen aftur..eg er buin ad vera liverpool madur fra tvi ad eg var patti…og vid elskum okkar leikmenn..svo tegar teir fara ta er alltaf vælt og skælt,, en eg hef lært ad segja bless tad er aldrei gott ad koma med einhverja gamla drauga til baka..er liverpool ekki buid ad standa sig sidan hann for. eg held lika ad owen se buin!! hann er buin ad missa tad nidur i medalmensku..hann er ekkert meira,ef hann væri tad ta væri verdid ad slast um hann,,er verdid ad gera tad…toli ekki tetta owen tal, tessi mork sem hann skoradi fyrir real madrid i fyrra,og eg meina hvada framherji skorar ekki mork fyrir real madrid med tetta lid bak vid sig owen er ordin vonlaus tad vantar alla hormona i hann. tad eru allir bunir ad sja tad besta sem owen getur gert og gerdi en hann er buin,,hann a aldrei aftur eftir ad skora yfir 25mork a timabili nein stadar…hengi mig upp a tad.og tid sem erud ad vona ad hann komi til liverpool aftur, tad verdur aldrei!!!vid skulum allavega vona tad..tad er liverpool fyrir bestu… tad er nu bara einu sinni svoleidis..

Spænska landsliðið í kvöld

Strákarnir okkar….