Essien um Liverpool

Michael Essien, sem Chelsea voru að kaupa fyrir **26 milljónir punda** segir eftirfarandi [í viðtali við Sky](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=299917&cpid=24&CLID=14&lid=&title=Essien):

>”Two years ago, I was very close to signing for Liverpool before joining Lyon. But, at that time, I didn’t have enough international matches to go [to earn a work permit].

>”At first, I was very disappointed.

Þessi nefnd, sem deilir út atvinnuleyfum, er farin að fara verulega í taugarnar á mér. Hversu öðruvísi væri Liverpool liðið ef við hefðum fengið Essien í staðinn fyrir Salif fokking Diao? Essien er örugglega ekki virði 26 milljóna punda, en hann er samt sem áður *frábær* leikmaður.

7 Comments

  1. Þannig að Mark Gonzales verður kannski kominn til Chelsea eftir 2 ár eða hvað ? :confused:

  2. Nei, ekki í 4-4-2. En í 4-5-1, þá væri hann góður kostur. En það er vonandi að Sissoko verði jafnsterkur í þeirri stöðu.

  3. Hafið þið séð Essien spila? Hann og Sissoko eru báðir svartir … samanburðurinn endar þar. Sissoko er ætlaður fyrir þetta Hamann/Makelele-hlutverk hjá okkur, á meðan Essien á frekar að koma inn sem fremsti miðjumaður hjá Chelsea og sækja, nánast sem auka framherji … ekki ósvipað því sem Gerrard hefur verið að gera í 4-5-1 kerfi Rafa.

    Essien er líkari Ljungberg eða Scholes heldur en nokkurn tímann Sissoko, hann er kraftmikill nagli, hraður, góður skotmaður með báðum fótum og á eftir að skora slatta fyrir Chelsea af miðjunni. Þannig að mér finnst samanburðir við Sissoko vera frekar vafasamir, myndi frekar velta því fyrir mér hvort að Essien – á 26m punda – geti nokkurn tímann orðið jafn góður fyrir Chelsea og Luis García – á 6,5m punda – er fyrir okkur. Sá samanburður er okkur í hag, bæði fjárhagslega og hvað leikmenn varðar, að mínu mati. 🙂

  4. Já, ég hef séð hann spila. Allavegana í Meistaradeildinni. Hann myndi alveg passa inná 3 manna miðju hjá Liverpool með Xabi og Gerrard, alveg einsog hann getur ábyggilega passað inn með Lampard og Makalele.

    Ég var ekki að bera hann saman við Sissoko stöðulega séð, heldur einungis að hann yrði þriðji maðurinn á miðjunni.

Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Miðjumenn!

Rafa um Solano og Owen (uppfært)