Leikmannahópurinn í vetur – Kostir og gallar. (frh) – Æfingahópurinn, leikmenn í láni og aðrir starfsmenn!

Þá er komið að lokum á þessari yfirferð minni um liðið okkar, hvaða kosti og ókosti leikmennirnir hafa sem og væntingar til þeirra í vetur. Í þessari röð hef ég farið yfir leikmennina:
[markverðir](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/17/08.24.50/), [varnarmenn](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/18/07.44.08/), [miðjumenn](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/19/09.05.44/) og [sóknarmenn](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/20/08.20.20/). Núna ætla ég að loka þessu með því að fara yfir leikmennina sem eru í æfingahópnum, í láni sem og þjálfarar og aðrir starfsmenn í kringum liðið. Við erum með leikmenn frá 14 löndum í aðalliðinu og er meðalaldur liðsins 24,6 ár.
Ég vona að þið lesið eitthvað sem þið vissuð ekki, séuð ósammála einhverju en umfram allt hafið gaman af.

Aðrir í æfingahóp LFC:

David Mannix L: England 0/0 – F. 1985 ? LFC: 0/0
Miðjumaður.

Kom tilbaka á síðasta tímabili og spilaði reglulega með varaliðinu eftir að hafa verið frá í 3 ár vegna hnémeiðsla. Fæddur og uppalinn í Liverpool.

Jack Hobbs L: England 0/0 ? F. 1987 ? LFC: 0/0 (Nýr)
Varnarmaður.

Kom frá Lincoln City. Veit akkúrat ekkert um þennan dreng. Verður eingöngu með varaliðinu.

Godwin Antwi L: Ghana 0/0 ? F. 1987 ? LFC: 0/0 (Nýr)
Varnar- og miðjumaður.

Kom frá Real Zaragoza á Spáni. Veit lítið um þennan dreng. Verður eingöngu með varaliðinu.

Miquel Roque L: Spánn 0/0 ? F. 1987 ? LFC: 0/0 (Nýr)
Varnarmaður.

Kom frá Lleida á Spáni. Veit lítið um þennan dreng. Verður eingöngu með varaliðinu.

Danny Guthrie L: England 0/0 – F. 1987 ? LFC: 0/0
Miðjumaður.

Byrjaði að æfa með aðalliðinu fyrst í sumar og kemur til með að spila eitthvað með varaliðinu í vetur.

Paul Willis L: N-Írland 0/0 – F. 1986 ? LFC: 0/0
Markvörður.

Byrjaði að æfa með aðalliðinu fyrst í sumar og kemur til með að spila eitthvað með varaliðinu í vetur. Er í yngri landsliðum Norður-Írlands.

Ryan Wilkie L: Skotland 0/0 – F. 1985 ? LFC: 0/0
Kantmaður.

Byrjaði að æfa með aðalliðinu fyrst í sumar og kemur til með að spila eitthvað með varaliðinu í vetur. Er í yngri landsliðum Skotlands.

Lee Peltier L: England 0/0 – F. 1986 ? LFC: 0/0
Varnarsinnaður miðjumaður.

Er að koma tilbaka eftir erfið meiðsli í fyrra. Byrjaði að æfa með aðalliðinu fyrst í sumar og kemur til með að spila eitthvað með varaliðinu í vetur. Fæddur og uppalinn í Liverpool

Danny O?Donnell L: England 0/0 – F. 1986 ? LFC: 0/0
Miðherji.

Kom til Liverpool 2002. Byrjaði að æfa með aðalliðinu fyrst í sumar og kemur til með að spila eitthvað með varaliðinu í vetur. Fæddur og uppalinn í Liverpool.

James Smith L: England 0/0 – F. 1985 ? LFC: 0/0
Hægri bakvörður og miðherji.

Byrjaði að æfa með aðalliðinu fyrst í sumar og kemur til með að spila eitthvað með varaliðinu í vetur. Fæddur og uppalinn í Liverpool.

Salif Diao L: Senegal 39/4 – F. 1977 ? LFC: 59/3
Varnarsinnaður miðjumaður.

Var á síðasta tímabili í láni hjá Birmingham en var meiddur næstum allt tímabilið. Er sem stendur að leita að nýju félagi og er ekki í framtíðarhugmyndum Rafa.

Leikmenn í láni:

Chris Kirkland L: England 0/0 – F. 1982 ? LFC: 45/0
Markvörður

Verður í láni hjá WBA allt tímabilið.
Hann hefur aldrei náð að sanna sig sem mesta efni Englands. Hr. Meiðsli hefur hann verið kallaður og vonandi að hann spili stóra rullu með Robson og co. og komi sterkur tilbaka eftir ár.

Bruno Cheyrou L: Frakkland 3/0 – F. 1978 ? LFC: 48/5
Miðjumaður

Verður í láni hjá Bordeaux allt tímabilið með sölu í huga eftir tímabilið.
Var keyptur af Houllier og hefur aldrei náð að sanna sig hjá Liverpool. Var í fyrra í láni hjá Marseille en þeir höfðu ekki áhuga á að kaupa hann. Er ekki í framtíðarhugmyndum Rafa.

Carl Medjani L: Frakkland 0/0 – F. 1985 ? LFC: 0/0
Varnarmaður

Verður í láni hjá Metz allt tímabilið.
Hefur verið fyrirliði yngri landsliða Frakklands. Var í láni allt síðasta tímabil hjá Lorient og spilaði 19 af 34 leikjum. Talið er að Medjani sé framtíðarleikmaður hjá LFC og stóð sig vel á undirbúningstímabilinu.

Anthony Le Tallec L: Frakkland 0/0 – F. 1984 ? LFC: 32/1
Miðjumaður/kantmaður

Verður í láni hjá Sunderland allt tímabilið.
Var í láni St.Etienne í fyrra en kom fyrr tilbaka þar sem hann var afar óánægður. Spilaði ágætlega í fyrra en þarf fleiri leiki. Ef hann stendur sig vel hjá Sunderland þá getur hann verið framtíðarleikmaður hjá LFC. Hefur spilað með öllum yngri landsliðum Frakklands.

Aðrir starfsmenn:

Rafael Benitez L. Spánn ? F.1960 ? Kom til liðsins 2004
Manager / Framkvæmdarstjóri

Pako Ayesteran L. Spánn ? F.1963 ? Kom til liðsins 2004
Assistant Manager / Aðstoðarmaður

Paco Herrera L. Spánn ? F.1953 ? Kom til liðsins 2004
First Team Coach / Þjálfari aðalliðsins

Alex Miller L. Skotland ? F.1949 ? Kom til liðsins 1999
First Team Coach / Þjálfari aðalliðsins

Hughie McAuley L. England ? F.1953 ? Kom til liðsins 1990
Reserve Team Manager / Þjálfari varaliðsins

Jose Ochotorena ? L. Spánn ? F.1961 ? Kom til liðsins 2004
Goalkeeping Coach / Markvarðarþjálfari

Ron Yeats ? L. England ? F. 1937 ? Kom til liðsins 1982
Chief Scout / Yfirmaður útsendara

Mark Browes ? L. England ? F.1962 ? Kom til liðsins 2002
Assistant Physiotherapist / Aðstoðar sjúkraþjálfari

John Wright ? L. England ? F.1958 ? Kom til liðsins 2000
Club Masseur / Nuddari liðsins

Paul Small ? L. England ? F.1968 ? Kom til liðsins 2002
Masseur / Nuddari

Liverpool 1 – Sunderland 0

Ætlar Rafa að stela Cicinho af Man U?