STAÐFEST: Michael Owen hefur samþykkt að fara til NEWCASTLE fyrir 17 milljónir punda á 4ra ára samningi. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag og svo skrifa undir!
Orðlaus. Við vitum þá allavega að Cissé er ekki að fara fet… en ég bara skil engan veginn hvað Owen er að hugsa með því að fara til NUFC. Vill einhver útskýra fyrir mér hvernig það lið er nógu gott fyrir hann, þegar Liverpool voru ekki nógu sigursælt lið fyrir hann fyrir ári síðan???
Einhver???
**Uppfært (EÖE)**: Ég veit eiginlega ekki hvort mér finnst þetta fyndið eða bara grátlegt. Hann fer frá Liverpool til að vinna titla… Við vinnum stærsta titilinn 10 mánuðum seinna… og hann endar svo ári seinna **hjá Newcastle**!!!
Ég skal koma með einn spádóm: Michael Owen mun **ALDREI** vinna titil með Newcastle. ALDREI! Svo einfalt er þetta. Þetta lið er í næst neðsta sæti með 1 stig eftir **fjóra leiki** og þeirra besti miðjumaður vill fara.
Hverjum hefði dottið þetta í hug fyrir 14 mánuðum? Ekki mér allavegana. Þetta er súrealískt móment.
**Uppfært (EÖE 11:50):** Chris Bascombe [skrifar um þetta í Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15911373%26method=full%26siteid=50061%26headline=geordies%2d%2dvictory%2din%2drace%2dfor%2dowen-name_page.html) og útskýrir nokkra hluti:
>Owen spent the night agonising over his future after talks between Liverpool and Real Madrid continued to stall on the issue of the striker’s valuation.
>The Reds’ refusal to pay well beyond what they received a year ago forced Owen into a reluctant agreement with the St James’ Park club.
>The striker was initially set to reject Newcastle’s overtures, but he knew that would give Liverpool less than 48 hours to agree a deal with Madrid.
>Real gave him no encouragement an agreement with Anfield officials was a realistic prospect. The 25-year-old held talks with Liverpool and Newcastle yesterday. Liverpool hoped Owen would hold his nerve today and reject Newcastle at the eleventh hour. However, Owen is concerned about his international prospects in a World Cup year and apears to have put his England ambitions above his desire to return to Liverpool.
>In a twist, Owen’s Newcastle deal has a get-out clause for £12m next summer, which could result in him belatedly returning to Anfield in a year.
Semsagt staðan var svona:
* Liverpool var ekki tilbúið að borga meira en þeir seldu Owen á fyrir einu ári. Þetta er fullkomlega skiljanlegt að mínu mati. Það hefði verið fáránlegt ef við hefðum þurft að borga 12-15 milljónir fyrir mann, sem við seldum til real fyrir einu ári.
* Real Madrid segja Owen að það séu engar líkur á því að þeir taki tilboði Liverpool, sem hljóðaði uppá sömu upphæð og þeir keyptu hann á í fyrra. Rafa er sennilega tilbúinn að fá Owen aftur, en er ekki tilbúinn að láta hafa sig að fífli.
* Owen stendur frammi fyrir þeim möguleika að hann komist ekki til Liverpool, þrátt fyrir að það sé hans fyrsti kostur. Hann veit að hann kemst ekki í Real liðið og því er Newcastle *skásti* kosturinn.
**Haldiði virkilega að Owen myndi velja Newcastle fram yfir Liverpool ef honum stæði bæði liðin til boða?**
Neibbs, akkúrat ekki.
Er hann ekki bara að staðfesta það sem hann sagði þegar hann fór frá Liverpool. I want to win things! Oh wait, no u wont….
Oh Michael, stupid stupid man!!
Hahahahahahahhahahahahaha.
Hann er nú meiri aulinn. Að yfirgefa Liverpool í leit að betri árangri og endar hjá Newcastle sem er í svipuðum gæðaflokki og Aston Villa, Birmingham og þaðan af verra.
Hún hló hún hló, hún skeeeellihló.
jæja enn og einu sinni getur mar sagt að í Fótbolta getur ALLT gerst
Tekið af mbl.is
“Michael Owen hefur samþykkt fjögurra ára samning við Newcastle samkvæmt því sem fram kemur á vef BBC. Þar er einnig sagt að Real Madrid sé að íhuga tilboð í kappann frá Liverpool. Emilio Butragueno, varaforseti Real Madrid, sagði að félagið hefði fengið tvö tilboð í Owen frá Englandi og gengið hefði verið að öðru þeirra en tekin yrði afstaða til hins síðar í dag.”
Ekki lýgur mogginn, þannig það er von ef ég skil þetta rétt.
Vona bara að Owen gangi vel hjá Newcastle, ekki hægt að vera fúll útí hann þó að Liverpool hafi ekki týmt að kaupa hann, Og það að hann vilji ekki vinna titla, það voru bara engin önnur lið sem vildu fá hann, skil vel að hann vilji frekar fá leiki hjá Newcasle heldur en að sitja á bekknum hjá Real..maðurinn er jú að reyna tryggja sæti á HM.
En maður fer að spyrja sig hvort Liverpool eigi í raun einhverja peninga?
Ég segi nú bara: Farið hefur fé betra. Nú kannski fer e-ð að gerast í leikmannaskiptum. Eða ekki.
Í fyrsta lagi þá er Scott Parker besti miðjumaður Newcastle, og Jermaine Jenas hefur aldrei sagt að hann vilji fara. Eina sem hann lét hafa eftir sér fyrir svona 4 vikum var: “being here is like living in a goldfish bowl”.
Einu úrslitin sem að hefðu átt að vera 100% þrjú stig af þeim 4 leikjum sem búnir eru, var leikurinn gegn West Ham. Það er ekki hægt að ætlast til þess að liðið sé með 12 stig, eftir að hafa leikið gegn Bolton á útivelli, Man Utd og Arsenal (svona til gamans, þá langar mig að geta þess að Liverpool tapaði einmitt fyrir þeim á Reebok stadium í fyrra).
Með Owen, Luque og Shearer frammi þá hefur Newcastle núna eina eina skæðustu sóknarlínuna í ensku úrvalsdeildinni 🙂
Nú höldum við Cisse og þá er von til þess að eitthvað gerist í sóknarleik Liverpool. Hefði verið ágætt að fá Owen, en ekki á kostnað Cisse. Djöfull held ég að það hafi verið þung skref fyrir kappann að ganga til liðs við Newcastle…
Jæja,þýðir þetta þá ekki að lfc annað hvort vildu ekki fá hann eða höfðu ekki efni á að borga það sem Real menn vildu fá. Maður skilur að Owen vilji heldur spila fótbolta hjá Newcastle en að sitja uppi í stúku á Bernabeau. Það var vitað að hann vildi ólmur fara til lfc þannig að eitthvað hefur ekki gengið upp og líklega engin ástæða til að vera fúll út í strákinn.
Ég er líka sammála því að of snemmt er að afskrifa Newcastle þó svo illa hafi gengið hingað til.
Og með komu Michael Owen lagast ástandið örugglega hjá þeim.
Hef samt ennþá smá áhyggjur af bitinu í sókninni hjá okkur,á vonandi eftir að brýnast til.
Jei, gaman að fá Newcastle menn hingað inn á síðuna. 🙂
Sverrir: ok, það má vel að staðan líti verr út en hún er. En gleymum því ekki að Newcastle endaði í **14. sæti í fyrra**.
Hvenær unnu þeir svo síðast titil?
Og ég myndi ekki alveg tapa mér yfir þessari sóknarlínu strax. Sherarer er að hætta eftir eitt ár og Luque er rétt að byrja í enska boltanum (okkar spænski framherji var nú ekki beinlínis að trylla lýðinn á sínu fyrsta tímabili).
Og það eru bara svo mörg önnur vandamál sem eru tengd Newcastle fyrir utan Jenas. Slagsmálin inná vellinum í fyrra, sú staðreynd að þið eruð með **Graeme Souness** sem þjálfara og svo framvegis.
Hvernig sem hægt er að líta á þetta, þá eru atburðir síðust 14 mánuða mikið skref niður á við fyrir Michael Owen.
En hann var nú alltaf góður að skora á móti Newcastle. Spurning hvort hann verði jafngóður með þeim. Ég viðurkenni það þó fúslega að ég hef enn sterkar tilfinningar til hans sem leikmanns og ég get ekki óskað honum neins nema góðs… Nema gegn Liverpool.
Ég vona að Owen gangi sem allra best hjá Newcastle og er feginn að víst hann fór ekki til Chelsea, Man U eða Arsenal að hann fór til Stjóra Stjóranna… Souness (sem ég held að verði rekinn innan skamms).
17 millur… Real M. græddi á drengnum eftir 10 mánuði… SKANDALL… Ég hata Real.
Newcasle er allavegana búið að tryggja slatta af mörkum í deildini í vetur en það dugar ekki til hjá þeim, uss….maður er gráti næst, ég er ekki að trúa þessu maður. skelfilegt, vonandi bara fáum við hann eftir 2-3 ár þegar Newcasle verður endanlega búnir að gera á sig og ef Souness verður þarna mikið lengur þá bara kaupum Owen af þeim þegar þeir falla…
Jæja..hvernig væri þá bara að gleyma Owen og kaupa einhvern alvöru hægri kanntara til að mata framherjana okkar? Let’s move on…! :confused:
Mér líður eins og dagurinn sé bara búin.
hvernig er það. er ekkert annað að gerast hjá Liverpool?
verður enginn keyptur fyrir annaðkvöld?
Það verður skrýtið að sjá Owen í Newcastle treyju en í hans sporum hefði ég verið um kyrrt hjá Real Madrid að minnsta kosti fram í janúar og metið stöðuna þá en ég óska honum alls hins besta sérstaklega gegn Man.Utd og Everton!
Ég er MJÖG ánægður! Sjáið mig brosa :biggrin: :biggrin2: 🙂 Núna höldum við allavega áfram uppbyggingunni á liði okkar! Hinsvegar hefði ég viljað sjá Owen koma til okkar án þess að við seldum neinn en það er önnur saga.
Owen fer til Newcastle og á eftir að standa sig fínt þar en því miður fyrir þá er þetta aðeins gott fyrir annan aðilann…þeas Newcastle.
Eru þið að sjá þetta? Real Madrid eru gjörsamlega búnir að manipuleita 2 ensk lið.. 1st þá fá þér Owen frá okkur á slikk.. 8 krónur + Nunez eða eitthvað álíka.. svo nota þeir Owen eins og rottweiler.. senda hann inn þegar það eru svona 10 min eftir og láta hann sjá um skítverkin.. núna selja þeir hann svo á rosalegu verði til Newcastle.. Real menn eru nú ekki svo vitlausir í að fá ókeypis mörk og svo fá borgað fyrir það í endan.. *klapp klapp* 😡
Ef þetta reynist rétt þá erum við að tala um sorgardag fyrir okkur, en munum að einn maður vinnur ekki leikina heldur liðið sem heild (11 leikmenn).
Annars finnst mér meiri þörf á því að fjárfesta í klassa hægri kantmanni heldur en framherja. Við verðum að hafa einhvern til að dæla boltunum inn í teig á okkar sterku skallamenn (Morientes, Crouch).
Kveðja
Krizzi
Hvað í andsk… eru menn að hugsa?? Eru menn að skjóta á Michael Owen hérna fyrir þetta? Vandinn hefur augljóslega legið hjá stjórn og þjálfara Liverpool, því þrátt fyrir lofaða peninga þá hefur ekki verið mikil eyðsla í leikmannakaup. Liverpool hefði þurft að fá Owen til sín, en með stælum er Owen neyddur til að taka ákvörðun sem hann vildi upphaflega ekki sjálfur!!!
Owen á gott skilið og ég hefði haldið að svona góður markaskorari ætti að fá sömu treatment eins og Rush fékk eftir að hafa verið hjá Juventus – nei nei, nú skulu menn bara vera fúlir út í Owen!!! Það má alveg líka vera fúll út í Rafa og stjórnina!!!
Ég er búinn að uppfæra þessa færslu með frekari skýringum – sjá hér að ofan.
Ég skil ástæður Owen mjög vel. En miðað við þau kaup sem framkvæmd hafa verið í sumar og haust, og miðað við að meira að segja Villa hljómi sem betri klúbbur fyrir Búm hinn hollenska (“Villa did the most to get me…”) þá hlýtur maður að spyrja sig: Hversu langt vill stjórn og þjálfari Liverpool ganga til að fá til sín leikmenn? Newcastle eru tilbúnir (að því er virðist) að kaupa Owen á 17 millur og með möguleika á að Owen skipti yfir í Liverpool að ári fyrir 12 millur – sem þýðir 4-5 millu tap fyrir eitt síson-afnot af Owen? Þetta vildu forráðamenn Liverpool ekki!
Hvað hefði verið að því að borga meira? Er stoltið svo rosalega mikilvægt að það tekur gæðum í markaskorun fram? Það er ekki að vera að láta “að hafa sig að fífli”!!! Owen var mjög góður hjá Real og eðlilegt að á hans aldri hækki verðmiðinn aðeins! Þetta breytir því að mér finnst skammarlegt hvernig stjórn Liverpool og þjálfari hefur hagað sér í þessu máli!
Þetta eru sorgleg tíðindi, sérstaklega fyrir Owen sjálfann!
Það sem mér finnst leiðinlegast og erfiðast að kyngja er að RM fær 17mill. fyrir þennan leikmann og við 8-9mill. Þetta er ekki gott til afspurnar fyrir forráðamenn Liverpool!
Sammála þér Doddi! Skammarlegt þótt maður viti náttúrulega ekki alla sólarsöguna en það er allavega skýrt að EF Liverpool hefðu viljað fá MO aftur þá hefði það verið hægt!! 😡
Slakiði aðeins á… þetta er morgunljóst… hann fær að spila alla leiki með Newcastle og þannig nær hann kanski að halda í landsliðssætið… Flott endalok, enda vil ég ekki sjá þennan “glory hunter” á Anfield aftur…
Úff nú er maður hissa. En samt ekki. Ég hef lengi talið Parry og félaga dragbíta á félagið. Hvernig þeir héldu í Hullier á sínum tíma var ótrúlegt. Við höfum haft alla burði til að ná í heimsklassa leikmenn í allt sumar en svo fara þeir í lið allt í kringum okkur. Svo var salan á Baros grín. Jafnvel þó hann hafi átt eitt ár eftir. Við höfum einn heimsklassa framherja og tvo góða, bara ekki nógu góða. Þurfum 3 heimsklassa. Mikið er ég svo hræddur um að það verði einhver neyðarkaup á næsta sólarhring. S.s. einhver keyptur til að verma bekkin.
Við skulum samt bíða og vona.
Mér finnst ýmislegt vanta hér í umræðuna. Fyrir það fyrsta er þessu ekki lokið! Liverpool á enn möguleika á að kaupa leikmanninn þartil skrifað hefur verið undir samning (sem hefur ekki verið gert).
Í öðru lagi þá einblína menn hér einum of á “kaupverð” leikmannasamninga. Málið er mun flóknara en svo sem má hæglega sjá að Real skuldar Liverpool enn 4 millur af 8 milljóna kaupverði. Ýmislegt hefur komið fram sem bendir til að Real skuldi Newcastle enn fyrir Woodgate. 17 milljóna kauptilboð Newcastle gæti því allt eins verið 3 milljóna greiðsla + niðurfelling 14 milljóna vegna Woodgate (hvaðan er Newcastle að fá 17 millur?). Spurningin er hvort Real hafi einhvern áhuga á því, hugsanlega þarf Real ekkert að greiða fyrir Woodgate fyrr en þeir nota hann (ekki ósennilegt að eitthvert þannig ákvæði sé í samningnum miðað við meiðslasögu Woodgate). Sömuleiðis gæti það skýrt afhverju Real hafi ekki notað Owen meir, þeir hafi þá þurft að greiða þessar 4 millur sem þeir skulda enn. Allavega, þá er samningsstaða milli þessara þriggja klúbba mun flóknari en að hægt sé að bera saman einföld “kaupverð”.
Í þriðja lagi þá er ekki verið að bera saman epli og epli þegar talað er um að Liverpool hafi selt Owen á 8 millur en Real sé að heimta miklu meira. Liverpool seldi 1 árs leikmannasamning á 8 millur sem er ekki það sama og að kaupa t.d. leikmannasamning til 4 ára á 12 millur. Auk þess er talað um að Owen muni taka launalækkun. Ef Owen hefði framlengt í fyrra hefði hann fengið launahækkun, t.d. 4 ára samning og 10 þús meir á viku. Það er hálf milljón á ári eða 2 millur. Nú er hann að taka launalækkun, t.d. 10 þús minna til 4 ára. Munurinn er 4 millur og hann leikur með okkur 2009-10 en ekki 2004-5. Þannig erum við allt eins að fá 4 ára samning við leikmanninninn frítt. Allt tal um að tapa á þessum viðskiptum er því merkingarlaust á meðan við þekkjum ekki alla söguna – enn og aftur: við verðum bara að treysta stjórunum!
Annars er ég ekkert spenntur fyrir Owen. Gleymi ekki hvernig hann kom fram við klúbbinn þegar hann fór.
Heitirðu nokkuð Bjarni Ármannsson?
Owen átti nú orðið pikkfast sæti sem framherji númer 1 þrátt fyrir, að mínu mati, að vera farinn að slaka á undir lok ferilsins hjá Liverpool. Það finnst mér aldrei góð tíðindi og það er vel hugsanlegt að Benitez hafi ekki viljað tryggja honum sæti í byrjunarliðinu. En hvað veit maður – góð ábending hjá seðlinum um maður veit ekki baun hvernig samningar eru á milli liða með leikmannakaup eða hvort kaup/söluverðið segji alla söguna. Við skulum svo sjá hvort Benitez geri eitthvað sniðugt á leikmannamarkaðnum sem hægt er að rökræða um!
Af hverju vilja allir svona rosalega fá Owen tilbaka?
Ef hann væri svona rosalega öflugur þá væri örugglega eitthvað stærra lið en Newcastle á eftir honum. Gaurinn hefur ekki sama hraða og hann hafði, (hann hefur sjálfur sagt það), áður en hann fór frá Liverpool var hann nú ekkert að standa sig voða vel, hvorki nýtti hann færin vel né skapaði fyrir aðra, hefur nú reyndar aldrei gert það. Ef hann skorar ekki úr potunum sínum þá kemur ekkert út úr honum.
Hann stóð sig svosem ágætlega hjá Real Madrid en gleymum því ekki að honum var hent inná síðustu 10 mín þegar andstæðingarnir voru orðnir dauðþreyttir á að liggja í vörn og þá er ekk erfitt fyrir lítin snöggan mann að stinga sér innfyrir. Þegar hann spilaði á móti sterkari liðu þá gat hann ekki blautan, hann spilaði svipað og hann gerði í landsleiknum á móti Dönum um daginn.
Við erum með Cisse sem er snöggari, sterkari, hærri, virðist geta gefið stoðsendingar og spilað uppá aðra og er fullkomlega fær um að koma inná og valta yfir þreytta andstæðinga sem eru búnir að liggja undir pressu (sbr. á móti CSKA ).
Auk þess spilar Rafa oftast með 1 fremstan og annan afturliggjandi eða 5 á miðjunni og það er nokkuð ljóst að hann vill hafa sterkan mann sem getur haldið boltanum og fengið liðið framar á völlinn. Nú ef hann vill breyta til þá hefur hann Cisse og Pongolle.
Við erum með 4 góða framherja, ég tel ekki Mellor með og auk þess höfum við Garcia og Kewel vonandi til að spila sem afturliggjandi sóknarmenn, svo er aldrei að vita hvað Gerrard gerir, hann verður sókndjarfari með hverjum leik.
Hvernig í ósköpunum á Rafa að lofa Owen “1st team football”? Sem ástæðan fyrir því að hann er að fara frá Madrid. Það eru nú þegar ca. 6 leikmenn að berjast um eina, stundum tvær stöður. Á liverpool að breyta um leikkerfi fyrir Owen! Eigum við ekki bara að ráða hann sem þjálfara í leiðinni!!
Nú hvað varðar Owen þá er þetta rosalegt skref niður á við. Ég hlæ inní mér þar sem ég var ósáttur við að hann fór ekki þegar a.m.k. tvö ár voru eftir af samning eða skrifaði undir nýjan samning.
Gaurinn heimtaði að fara til þess að vera á bekknum hjá titlalausum Madridmönnum og missti af Evrópudollunni og fer svo í Newcastle sem mega teljast ánægðir ef þeir verða topp 10 í premier í ár og komast í 16 liða í FA eða deildarbikarnum:)
Get real, þó hann sé enskur þá er hann engan veginn world class framherji, Rafa veit það, og hann veit það sjálfur, enginn nema Newcastle vildi hann það segir allt sem segja þarf.
Morientes á eftir að vakna til lífsins
Cisse hefur sýnt mér meira en nóg, ég skil ekki menn sem hrauna yfir hann
Crouch mun setja nokkur Duncan Ferguson mörk og reynast drjúgur í föstum leikatriðum, útileikjum og á móti botnliðum sem reyna allt hvað þeir geta til að stöðva áferðafallegann fótbolta.
Pongolle er efnilegi gaurinn sem á eftir að slá í gegn
Og Mellor sér um Arsenal………………
Svona allveg í lokin þá finnst mér að sumir megi aðeins slaka á að láta ensku pressuna fara svona með sig, það er ótrúlegt hvað menn geta hæpast upp af þessu transfer tali
Góður Punktur með Woodgate og það megi ekki einblína of mikið á sölutölur. Þetta er ekki bara +/- dæmi.
Ofurtilboð Newcastle hefur kannski mikið verið til að reyna að fá peninganna fyrir Woodgate ? Allavega mjög skemmtileg kenning.
Svo verður líka að taka inn í launapakka og svo eru samningsákvæði um bónusa, hversu margir spilaðir leikir og spilaður landsleikir, hvernig er farið með sölu á varningi tengdum leikmanni og svo getur kaupverð hækkað td. ef klúbburinn sem kaupir vinnur keppnir (kannski enginn hætta á þvi með Newcastle ! ), þannig að kaupverð er kannski bara einn og alls ekki afgerandi þáttur í raunverulegum kostnaði við leikmannakaup.
Það er td. allveg ljóst að þegar Roma (?) keypti einhvern Japana sem mér er ómögulegt að muna hvað heitir fyrir klárt yfirverð þá voru menn að horfa til skyrtusölu sem myndi borga fyrir kauða og gott betur enekki að hann væri það góður að hann réttlætti kaupverðið.
Mitt skoðun er samt klár, að ég hefði sagt já takk við Owen. Það þarf ekki annað en að skoða tölfræði hans til að átta sig á því að hann bætir hvaða lið sem er. Ég er ekki að kaupa þá kenningu að taktík Benitez (sem er ég þó 100% á bakvið) henti ekki Owen. Þetta er miklu flóknara mál en það.
Góðir punktar, Svenni.
Ég persónulega litast alltaf af mínum tilfinningum gagnvart Owen, en það er líka auðvelt að sjá það út hvernig Rafa hugsar og það er fullkomlega glórulaust að menn séu að túlka þetta sem einhvern heimsendir, eða þá það að Liverpool sé metnaðarlaust. Eru þá öll önnur lið, sem reyndu ekki að ná í Owen (öll lið í heimi nema Newcastle) þá líka ómöguleg og metnaðarlaus.
Við megum ekki gleyma þvílíkum fjárhæðum við eyddum síðasta sumar: Xabi 10, Cisse 14, Garcia 6 og svo Morientes 7. Við getum einfaldlega ekki eytt slíkum fjárhæðum á hverjum vetri.
Ég held að málið hafi snúist um að Liverpool var tilbúið að kaupa Owen á 8, en ekki 17 milljónir. Það er skynsamlegt. PUNKTUR! Við gætum fundið margar betri leiðir til að eyða 17 milljónum punda betri en að kaupa Michael Owen aftur.
Rökin hjá Svenna eru bara ekki nógu góð. Þó svo að Owen segi sjálfur að hann sé ekki með sama hraða, þá var hann markamaskína af bestu gerð. Gagnrýnin hefur verið hérlendis og erlendis hjá stuðningsmönnum að fá Owen til baka til að skora mörk. Ég sá grein í dag sem fjallaði um það að aðeins einu sinni hefur markahæsti leikmaður Liverpool í deild ekki skorað tveggjastafa tölu af mörkum yfir sísonið – það var Baros í fyrra með 9 mörk!!!
Öll þau ár sem Owen var hjá Liverpool var hann alltaf markahæstur! Cisse hefur sýnt markheppni og ég hef líka trú á honum en ég hef meiri trú á Owen. Þeir saman hefðu verið frábærir. Morientes hefur alls ekki verið að heilla mig. Crouch á eftir að koma í ljós.
Owen hefur ekki sama hraða og áður, en markaskor hans í spænsku deildinni er þreyttum mótherjum að þakka (og hraða hans…??) – hvaða fáránlegu rök eru þetta? Hann spilaði mjög vel í þeim leikjum sem hann tók þátt – mér þætti gaman að sjá Svenna færa rök fyrir því að hann hafi ekki verið góður á móti betri mótherjum!!!
Og þegar þú talar um að láta ekki ensku pressuna fara með sig … ætlar þú þá að trúa því frekar að Owen hafi gert kröfu um 1.liðs sæti, en ekki t.d. að Rafa hafi hreinlega sagt honum á fundi, að hann vildi hann ekki?
Enginn nema Newcastle vildi hann? Ég gat ekki betur lesið en að Liverpool hafi verið áhugasamt, og t.d. góðvinur hans Steven Gerrard og líka Morientes … þetta strandaði á fé-leysi og stælum í stjórn og þjálfara.
Hversu mikinn og langan séns á Morientes að fá?
Hvar er verið að hrauna yfir Cisse???
Þegar sparkfræðingar, liðsmenn og áhangendur lýsa yfir í miklum meirihluta að Liverpool þurfi á skorara að halda, þá hlýtur að vera ástæða fyrir því.
Owen er heimsklassa-sóknarmaður og það að neita því er svo mikill barnaskapur að það hálfa væri nóg.
Það sem pirrar mig líka varðandi þetta mál allt, er að Rafa og stjórnin hefur ekki getað komið hreint fram. Af hverju hefði ekki verið hægt að segja: við höfum ekki áhuga á honum – eða þá að við gerum allt til að fá hann? Af hverju að treina þetta fram á síðustu stundu!!???
Þó að ég sé ekki 100% sammála öllu þá finnst mér þessi grein skemmtileg og áhugaverð:
http://www.pabs.co.uk/footy/index.php?c=Liverpool&fid=59
Mér finnst bara mórallinn ekki virka góður á Anfield í augnablikinu.
Ok, ég sá svo sem ekki mjög marga leiki hjá Owen en t.d. á móti Juve á útivelli var hann mjög slakur. Ef hann var svona rosalega góður þá hefði hann væntanlega verið byrjunarmaður. Hann gefur liðinu bara ekki nóg mikið, hann er ekki holder leggur ekki upp mörk og getur ekki lengur sólað menn, hann er með góðar staðsetningar og hefur hraða(ekki jafn mikið og áður) en það er bara ekki nóg. Hann var world class fyrir 3-4 árum en er það ekki lengur þó hann sé að sjálfsögðu góður leikmaður.
Hann er bara einn af þessum leikmönnum sem toppa ekki í kringum 28 ára og er það sennilega bæði meiðslum að kenna og þeirri staðreynd að litlir leiftursnöggir framherjar dala þegar þeir byrja að eldast og hægjast.
Framherjar sem þrauka lengi eru þessu sterku “holderar” eins og alan shearar og teddy sheringham sem byggja leik sinn ekki á hraða.
Svo eru kallar eins og berkamp og Zola sem eru svo gríðarlega teknískir að þeir geta haldið mönnum frá sér með tækninni en þrífast líka á að fá boltan í lappir vegna hraðaleysis sem geta verið langlífir
Að kaupa leikmann á 16-17 mio punda sem er búin að toppa og að geta hugsað sér að skipta á honum og cisse er glæpur :tongue:
Bara svona í lokin, þá er Ian Rush í hugum margra mikil hetja á Anfield. Alla vega er það svo hjá mér – enginn hefur skorað eins mikið. Rush fór til Juve og kom aftur eftir eitt ár. Hann hélt áfram að skora og spilaði alls vel yfir 600 leiki fyrir Liverpool. Skorhlutfallið hans var 0,52 mörk í leik. Ekki slæmt!
Owen nær tæpum 300 leikjum með Liverpool (297) og skorar 158 mörk – skorhlutfall 0,53. Hann er sem sagt tölfræðilega jafngóður (m.a.s. örlítið betri) og Rush.
Fyrir þannig mann hefði ég sem þjálfari eða framkvæmdastjóri reynt að gera aðeins meira til að fá hann aftur á Anfield.
Ég óska honum góðs gengis hjá Newcastle, og ég vona svo sannarlega að Cisse, Crouch og Morientes skori nógu mörg mörk til að vera með í markakóngstitils-keppni. Ég vil fleiri mörk og mun betri árangur í deild – ef það gerist ekki, þá tek ég heilshugar undir með greinarkorninu sem ég vísaði á í síðasta pósti mínum 🙂
Doddi – ég tek undir þetta með slæma móralin. Ég hef haft þetta á tilfinniningunni núna í sumar. Menn mættu hafa aðeins meira gaman af þessu.
Doddi – varðandi greinina sem þú sendir þá minnist greinarhöfundur á í lokin að það þurfi að mata Morientes betur. Þetta finnst mér stóra vandamálið og kemur til af vöntun á góðum kantmanni og of hægri vörn. Mér finnst liðið vera allt of ragt til að sækja. Sérstaklega miðjumenn og bakverðir. Vandamálið er kannski það að Hyppia og Carra eru of seinir og þ.v. þora hinir ekki fram af ótta við að fá á sig skyndisókn. S.s. allt liðið líður fyrir hæga vörn og sóknarmennirnir gjalda þess. Því miður eru varnarmenn of sjaldan skammaðir fyrir að færa vörnina ekki fram þegar við sækjum.
Svo vil ég enn og aftur benda á getuleysi hans Rick Parry. Hans keppni var í sumar – að fá góða leikmenn til liðsins og …. jæja gefum honum séns fram á miðnætti.