Vilja sanna sig, gefum þeim tíma.

crouch og josemi.JPG
Ég missti ekkert andann þegar Liverpool keypti Josemi í fyrra og á síðasta tímabili fannst mér hann ekkert sérstakur. Hann meiddist reyndar tvisvar sinnum og [segir sjálfur](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149862050902-0900.htm) að hann hafi átt í erfiðleikum með að aðlagast enska boltanum. Ég vona svo innilega að Josemi standi sig sem miðvörður og já mér fannst hann standa sig ágætlega gegn CSKA Moskva um daginn.

Annar leikmaður sem einnig er spenntur fyrir því að sanna sig fyrir okkur er Peter Crouch. Hann [talar um það](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149781050902-0936.htm) að hann geti ekki beðið eftir því að komast aftur í gang eftir meiðslin. Ennfremur er hann að elska hverja mínútu hjá Liverpool, aðstaðan, samherjarnir… já allt (ég skal trúa því). Ég var beinlínis á móti þessum kaupum í sumar og skyldi ekki hvað Rafa var að spá en ég er ekki stjóri hjá Evrópumeisturunum and that´s it. Og já Crouch studdi Queens Park Rangers þegar hann var ungur í suður London.

Ég bíð spenntur eftir næstu leikjum og er tilbúinn að bakka báða þessa leikmenn upp í vetur…

3 Comments

  1. Josemi var mikið meidur. eg vona svo innilega að hann standi sig betur í vetur ekki getur hann versnað þar að auki var hann að aðlagast ensku deildini

  2. Það er alveg ljóst að eftir að við náðum ekki að kaupa Michael Owen og miðvörð fyrir lokun gluggans, að þá mæðir talsvert mikið á þessum tveimur leikmönnum í vetur.

    Það vita það flestir lesendur þessarar síðu að ég var ekki sáttur við að Crouch yrði keyptur, en hef samt vanist tilhugsuninni og fannst hann það góður í leiknum gegn FC Kaunas á útivelli að ég er hreinlega spenntur að sjá hann koma aftur inn í liðið.

    Vonandi standa þessir strákar undir trausti Rafa, því ljóst er að við þurfum á þeim að halda…

  3. Já rosalega vonar maður að þeir standi sig, Ég er einn af þeim sem gagnríndu Josemi í leiknum á móti CSKA Moskvu en ég er alveg tilbúin að gefa honum séns sko á að standa sig því ég vona það svo innilega að fyrstu kaup Rafa verði ekki vonbrigði. En með Crouch þá er ég sammála að ég skildi hreinlega ekki hve mikla áherslu Rafa síndi í að kaupa hann vegna þess að ég hef aldrei haft mikið álit á honum og aldrei þótt hann aðlaðandi leikmaður….En ég bíð sammt spentur að sjá hann spila fyrir okkur og vonandi á hann eftir að brillera fyrir okkur… Spennandi tímar framm undan.

Fjárfestingar LFC síðasta áratuginn eða svo.

Gonzalez kemur, 1. janúar eða 1. júlí 2006.