Fowler er, var og verður ávallt hetja í Liverpool.

fowler017.jpg
Ég datt inná mjög gott [viðtal við Fowler á netinu](http://observer.guardian.co.uk/osm/story/0,6903,1560059,00.html) í tilefni þess að [ævisaga hans](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/1405051329/qid=1126022444/sr=8-1/ref=sr_8_xs_ap_i1_xgl/202-1226407-8723860) er að koma út(must buy). Þar kemur margt athyglisvert í ljós m.a. að Houllier þvingaði Fowler til að fara frá félaginu og að Fowler þarf ekki að hafa neinar peningaáhyggjur í framtíðinni.

Fowler var í miklu uppáhaldi hjá mér og er í rauninni enn. Ég athuga ávallt hvernig honum gengur og hvort hann hafi skorað. Ég var ósáttur þegar Houllier seldi hann á sínum tíma (líkt og Einar er núna þegar Baros var seldur) og stend við það ennþá. Þrátt fyrir að Fowler hafi gengið upp og ofan hjá Leeds og Man City þá er ég þess fullviss að Fowler hefði staðið sig betur heldur en Emile Hyski. Fowler er ennþá í dag hetja í Liverpool en sama verður ekki sagt um Houllier, alla vega í mínum huga.

4 Comments

  1. Maðurinn er meistari; snillingur. Ég geri þetta líka, tékka á því hvernig honum gengur. Ég vil sjá hann aftur á Anfield í rauða búningnum.

    Maður hlýtur nú að skella sér á bókina hans.

  2. Mjög athyglisvert viðtal við Fowler.

    Frekar er það óskemmtilegt að lesa hvernig Húlli ýtti Fowler frá klúbbnum, með því að leyfa honum ekki að fá nógu marga leiki til að koma sér almennilega í gang.

    En það sem mér finnst öllu alvarlegra er hvernig Húlli reyndi að snúa áliti fólks á Fowler til hins verra í gegnum Chris Bascombe hjá Liverpool Echo, með því að passa að hann skrifaði ekki jákvæðar umsagnir um hann eftir leiki.
    Háalvarlegt ef satt reynist!!

    Ég var alltaf rosalegur Fowler maður og syrgði það mjög þegar hann fór frá klúbbnum.

  3. Strákar, ekki einu sinni reyna að bera Baros saman við The God!
    Manni finnst bara svo sorglegt að þessir snillingar séu allir farnir frá Liverpool, Fowler, Macmanananaman og Owen, sérstaklega í ljósi þess að þeir voru nánast gefins.

Warnock hefur komið á óvart.

Ramon Calliste: frá Man U til Liverpool