Momo Sissoko…. magnaður!

Sá leikmaður sem hefur komið mér mest á óvart núna í upphafi er Momo Sissoko. Hann kom t.d. inná í hálfleik í gær og stóð sig massa vel. Hann hefur burði til að vera lykilmaður í liðinu og er aðeins tvítugur. Hann er góður í loftinu, hann er góður að tækla, hann er góður skotmaður, hann er góður að spila boltanum… hann basicly getur allt! Momo [segir sjálfur að það hafi komið honum á óvart hversu fljótt hann hefur fengið sénsinn hjá Rafa](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149929050911-0845.htm) og átti alveg eins von á því að vera varamaður sitt fyrsta ár hjá Liverpool. Momo… keep up the good work!

9 Comments

  1. Var að lesa það á Fótbolti .net að Joaquin væri til á að koma til okkar, væri það nú ekki draumur í dós :biggrin: :biggrin:

  2. Er það tilviljun að hann segji það rétt fyrir Real Betis-Liverpool leikinn?

  3. Það verður að segjast eins og er, ég hafði séð Sissoko spila fyrir Valencia en ég hafði ekki hugmynd um að hann væri svona góður!

    Getið þið ímyndað ykkur ef hann hefði farið til Everton? Greyið strákurinn … 😯 :laugh:

    Feginn að hafa hann, hann verður orðinn fastamaður í þessu liði eftir mánuð, ef hann er það ekki nú þegar! Með hann, Alonso og Gerrard á miðjunni eigum við að geta unnið hvaða lið sem er. :biggrin:

  4. Ég væri til í að halda 4-4-2 kerfinu áfram og rótera Momo, Stevie, Didi og Xabi á miðri miðjunni. Þegar við spilum með 3 á miðri miðjunni finnst mér þeir alltaf vera að þvælast fyrir hvorum öðrum.

    Joaquin væri alveg fínt að fá á hægri vænginn, eins finnst mér vanta einhvern hraðann á vinstri vænginn líka því Riise er ekki alveg þessi týpa sem tekur menn á og stingur þá af upp kantinn og kemur með fyrirgjöf, kannski Zenden nái að dómineita þá stöðu sem ég svo sannarlega vona.

    Luis Garcia virðist alltaf vera rétt staðssettur enn tekur stundum alveg fáránlegar ákvarðanir, væri ekki réttara að hafa hann á vinstri kantinum því hann er magnaður í að bruna inn miðjuna og taka skot og ekki getur hann skotið með vinstri, gæti það kannski frekar ef hann væri vinstra megin og næði skotinu með hægri.

  5. Óli…bara benda þér á að sum af mögnuðustu mörkum García á síðasta tímabili skoraði hann með vinstri! :tongue:

  6. “Joaquin væri alveg fínt að fá á hægri vænginn”…fínt ?! það væri geggjað að fá hann, án efa einn af bestu vængmönnum í evrópu. Ahverju er Sissoko ekki tilnefndur sem efnilegasti leikmaður í heimi ?! :biggrin: :biggrin2: hann er alveg magnaður.

  7. Sissoko er efnilegati maður í heimi án efa.
    Ronaldo who? og ronnie og allir þeir.

  8. Óli, svona þér að segja þá er Garcia örfættur. Hvernig í ósköpunum færðu það út að hann geti ekki skotið með vinstri?

  9. Markið gegn Juventus: vinstri.
    Markið gegn Tottenham: vinstri.
    Markið gegn Chelsea: vinstri.

    Þrjú stærstu mörkin hans á síðasta tímabili, með vinstri. Hann getur skotið með báðum, eins og Harry Kewell, en hann er örfættur að eðlisfari, eins og Harry Kewell.

T’ham 0 – L’pool 0 (uppfært)

Sunnudagur, á milli tveggja deilda