Carragher [segir að það sé óraunhæft að liðið stefni á að vinna titilinn í ár](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=306770&lid=2&cpid=8&title=Carra+rules+out+title+shot&channel=football_home), raunhæft sé að stefna á topp þrjú. Carra er raunhæfur og tel ég að flestir séu þessu sammála þ.e. að við verðum nær toppbaráttunni en í fyrra (ekki -30 stig á eftir toppliðinu) og náum að minnka þennan mun um í það minnsta helming.
Alonso [segir að framherjarnir í Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149943050912-0853.htm) séu með þeim bestu í enska boltanum. Ég er sammála því að nöfnin Morientes og Cisse eru öflug og eru þeir leikmenn sem eiga að geta verið með 20+ mörk á tímabili. Pongolle er með eflilegri framherjum í Evrópu og Crouch er stór… ég vona að hann komi mér á óvart í vetur.
Já, ef útivöllurinn fer að skila sér betur, og menn haldast heilir, þá hlýtur að vera að við endum í topp 3, en titill í ár, væri mjög öflugt en raunhæft, varla.
En eitt er víst, árangur Everton í fyrra, það mun ekki endurtaka sig :biggrin: :laugh: :confused: :tongue:
Miðað við hvað Arsenal eru í vondum málum nú þegar, og við eigum séns á að hoppa framúr Man U um næstu helgi – með leiki til góða – þá tek ég fyllilega undir þessi orð Carra. Chelsea stinga kannski af og vinna titilinn örugglega í ár, lítur allavega út fyrir það eins og er, en ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að við berjumst við United og Arsenal um sætin þar fyrir neðan.
:confused: