Gerrard á BEKKNUM!

Ókei, nú súpa margir hveljur … en við verðum að treysta Rafa. Hann vann Meistaradeildina, La Liga (tvisvar) og UEFA Keppnina, ekki við.

Allavega, byrjunarlið Liverpool fyrir Betís-leikinn í kvöld er svona:

Reina

Josemi – Carragher – Hyypiä – Traoré

García – Alonso – Sissoko – Zenden

Pongolle – Crouch

BEKKUR: Carson, Gerrard, Finnan, Warnock, Hamann, Cissé.

Það fyrsta – og eina – sem mér dettur í hug er að hann sé að hvíla Gerrard, Finnan, Warnock og Cissé fyrir átökin á sunnudag. Hvað United-leikinn varðar getur það reynst algjört snilldarverk … en ég vona, hans vegna, að það komi okkur ekki í koll í kvöld.

Pongolle frammi, Josemi í vörninni, Gerrard á bekknum … þetta verður svakalegt!!!

9 Comments

  1. Þetta virkar fííínt!

    Crouch, Flo-po, Pepe, sissoko, Traore, Garcia að gera góða hluti, en aftur á móti er Alonso týndur, og vörnin – Traore er í tjóninu

  2. Jú hún er á leiðinni. Það er Aggi sem sér um heiðurinn í kvöld … hann situr sennilega sveittur við leikskýrslu. 🙂 Gefið þessu kortér…

  3. Bíð spenntur eftir skýrslunni og kommenta því einungis að Rafa er ekki snillingur, út frá leiknum í kvöld. Það er frábært að hafa stigin 3 – meira en ég bjóst satt besta að segja við – en að hafa hálfleikina svona svart á hvítu … mér finnst það ekki snilld. Fyrri hálfleikurinn var snilld – sá síðari andstæða!

  4. Aggi virðist hafa gleymt sér í fögnuðinum á ölstofum Kaupmannahafnar :laugh: … þannig að ég tók mig til og henti upp skýrslu. Biðst velvirðingar á töfunum 🙂

Real Betís á morgun í Meistaradeildinni!

Betís 1 – Liverpool 2 (uppfært)