Búkarest 5 – Everton 1

>>Everton skíta á sigMoyes er harmi sleginnlægsti punktur ferils hansEverton-aðdáendur í þunglyndiskastiþeir fengu ekki einu sinni að styðja liðið!!!

Ég veit að Einar Örn var búinn að segja þetta í vor, en ég verð að endurtaka það, því furða mín er orðin algjör í kvöld: Hvernig í andskotanum gátum við endað fyrir neðan þetta lið í deildinni???

Í alvöru. David Moyes, sem ég hef reyndar hitt í Skotlandi og er fínasti náungi, sagði í vor að þessi tvö stig sem þeir höfðu á okkur eftir 38 umferðir sönnuðu svo ekki væri um villst, að Everton væru laaangbesta liðið í Liverpool-borg.

Og í dag hafa þeir fallið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar, eru á leiðinni út úr Evrópu eins og hún leggur sig, og eru þegar búnir að tapa tveimur leikjum í Úrvalsdeildinni.

En hvað er ég að blaðra um Everton? Látum sjérfræðíngínn um þetta, gefum Moyes sjálfum orðið:

>”I can’t give you an explanation.”

Hann getur ekki útskýrt þetta, ég get ekki útskýrt af hverju þeir enduðu fyrir ofan okkur í vor, það virðist ekkert í heimi hér meika sens!

Sem betur fer er heimurinn hættur að standa á haus, allt er nú eins og það á að vera … og Mersey-áin er aftur bara heimili eins góðs knattspyrnuliðs. Og þeir spila ekki í bláu! 😀

p.s.
Ég er núna búinn að skrifa hálfgerðar níð-greinar um bæði Man U og Everton á innan við sólarhring. Ég er, skiljanlega, í fokking himnaríki hérna … út á þetta gengur stuðningur við Liverpool FC, að gleðjast yfir óförum erkifjendanna!?! Er það ekki annars … ?

12 Comments

  1. Jú það gengur nákvæmlega út á það.

    Ég veit að það er ekkert sérstaklega fallegt, en ég bara gleðst alltaf svo óheyrilega þegar Everton eða Man Utd skíta á sig, svona er þetta bara.

    Eins og þú sagðir Kristján, þá er það óskiljanlegt hvernig gátum endað fyrir neðan þetta drullulið sem Everton er.
    En það er að sannast á síðustu dögum og vikum hvaða lið er miklu betra, eins og ég hef reyndar alltaf vitað að sjálfsögðu.

    Það er ekki annað hægt en að vitna í Meistarann Shankly við þetta tækifæri ” Það eru bara tvö lið í Liverpool, það eru Liverpool Football Club og varalið Liverpool ”

    YNWA.

  2. Man U og Everton eru lítil lið :biggrin2: En það er eitt lið sem ég hata svo mikið og meira en þessi tvö lið, þjálfari þess núna fer í fínustu taugar mínar – ég hata liðið. Enda byrjar nafn þess á afturenda…

    Litli púkinn í mér hefur gaman af óförum þessara liða. Að enda í fjórða sæti með mínusmarkatölu er ótrúlegt! Þjálfari ársins??? Hahaha! Sáu ekki allir diskinn góða (floppy diskinn) – með sögu Everton í CL-deildinni (“Everton Football Club Champions League 2005-2006 Season Review – out september”)? Sú mynd segir allt! hahaha!

    Ef ekki þá get ég sent hana í pósti… eða var hún birt hér…?

    Anyways … smá níð er ágætt! Best væri að rota þá í deildinni og sýna svo um munar að þeir eiga ekkert heima þarna í efri helmingnum…

  3. Verð nú bara að bæta þessu við hérna líka. Nýjustu fréttir af Everton eru þær að þeir eru komnir með nýjan sponsor…

    Easy Jet.

    In and out of Europe in a few hours.

    Bwahhh hahh haaaaaaaaaaa

  4. ég er algerlega ósammála. að hampa meiðslum heinze og slíku á ekki að skipta máli. við getum alveg staðið á eigin fótum……. svo er líka leiðinlegt að fá lið eru að stinga af hvað getu og peninga varðar og fínt fyrir enska boltan ef td. everton myndu meika það smá.
    vonandi þarf liverpool ekki á óförum annarra að halda…..

  5. egill… við stöndum og föllum auðvitað á eigin fótum. Meiðsli Heinze munu ekki vinna titla fyrir okkur, það gerum við! Ófarir Everton vinna ekki titla fyrir okkur. En miðað við þau skot sem við fengum á okkur frá Everton aðdáendum, miðað við það að vera heitur stuðningsmaður, miðað við bara ansi margt … þá er smá púki allt í lagi. Erum ekki hér á síðu þessari til að styðja enska boltann í heild sinni, heldur fyrst og fremst okkar lið – hvaða fróun fæ ég úr því að sjá Everton ganga vel? Akkúrat ekki neina!

  6. Allt tal um einhverja litla púka er fjarstæðukennt. Eitt sem maður hefur lært af heimsóknum til Mekka er að við eigum að hata everton og man.ure og gleðjast yfir óförum þeirra.

  7. Ef Mersey áin sjálf er heimili einhvers liðs, vona ég nú að það sé í bláum búningum… :rolleyes:

John Terry byrjaður að kynda upp fyrir leikinn í CL.

Liverpool fá hrós…