Einhverra hluta vegna er eins og sumir hafi – þrátt fyrir sigur okkar í Istanbúl í vor – ekki alveg tekið okkur alvarlega í keppninni í ár. Ekki fyrr en að við unnum Betís allavega. Nú er eins og menn séu að vakna, eins og menn hugsi með sér, “hey … þeir gátu þetta í vor, þeir geta þetta sem sagt alveg í ár líka?!”
Veðbankar eru allavega að taka við sér, og eru líkur Liverpool á sigri nú 16-1 (en voru áður 25-1). Chelsea, þrátt fyrir að hafa tapað tvisvar í undanúrslitum, eru sem fyrr líklegastir með 5-1 líkur. Svoleiðis lógík skil ég ekki, hvernig getur lið sem er núna komið með smá venju í því að klúðra málunum á ögurstundu verið talið líklegra en lið eins og t.d. Liverpool, AC Milan og Juventus – sem hafa farið alla leið á undanförnum árum, sem hafa virkilega klárað dæmið á síðustu 4-5 árum? Ég skil það ekki.
Nú, auðvitað fylgir svona sigri gegn Betís smá hrós fyrir þjálfarann og í þetta sinn kemur það frá Sir Alex Ferguson. Hann fer fögrum orðum um Rafa, en ég efast ekki um að það býr einhver sálfræði að baki þessu hrósi. Sörinn segir meðal annars:
>”I travelled to Geneva with Sir Alex Ferguson for the UEFA coaches conference last week. He’s a nice person.
>We didn’t speak about the game this Sunday, but we were talking a lot about the Champions League. He wanted information on Villarreal.
>I remember Sir Alex sent me a letter of congratulation when we won the Champions League, praising the tactical changes we made at half-time. He was saying it was a fantastic move to put Didi Hamann on.
>Some people may just say well done when you win a big trophy, but the difference with him is he’s always thinking as a manager. I like this and his letter meant more to me because of it.”
Nei … bíddu … var þetta ekki Rafa að hrósa Sir Alex? Ókei, en ætli það sé einhver ‘sálfræði’ hjá okkar manni? 😉
Að lokum mæli ég með þessari grein: Benítes proving the Real deal again. Þessi grein fjallar á skemmtilegan hátt um sigurinn á þriðjudag og hvernig Rafa tókst að koma öllum á óvart með liðsvali sem, eftir á, meikaði svo fullkomið sens.
Einnig: ég veit það hlakkaði í mér að United skyldu vera án Gabriel Heinze á sunnudag, en ég get ekki hlegið að þessu. Heinze verður frá út tímabilið, ekki ósvipað því sem Djibril Cissé lenti í í fyrra. Það finnst mér ekkert sniðugt, þetta er frábær leikmaður sem er jafnan gaman að horfa á og það verður sjónarsviptir af honum, bæði hjá United í vetur og ekki síst með argentínska landsliðinu á HM næsta sumar. Vona að hann komi sem fyrst til baka!
Hmmm…