Jæja eftir að hafa lesið athugasemdir frá ykkur og ýmsar greinar eftir leikinn í gær þá er ljóst að Benitez frá töluvert mikla gagnrýni fyrir að spila of varfærnislega. Ég er fyrsti maður til þess að fagna því hversu vel við spilum varnarlega EF við hefðum skapað okkur einhver dauðafæri í gær. En það er langt frá því að allt sé GLATAÐ og ÖMURLEGT. Gagnrýni á einfaldlega rétt á sér líkt og hrós ef liðið spilar illa/vel.
Fann á netinu athyglisverða kenningu um það hvers vegna við höfum ekki fengið mark á okkur í deildinni í vetur:
Á netinu er fullt af greinu varðandi leikinn í gær, viðtöl við Benitez o.s.frv. og ég læt það fljóta með sem ég rúllaði í gegnum í morgun.
Lið vikunnar!
[Lið vikunnar hjá BBC Online](http://news.bbc.co.uk/sport1/shared/spl/hi/football/squad_selector/team_of_the_week/html/ss_team.stm)
[Lið vikunnar hjá Sky Sports Online](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=308632&clid=&channel=football_home)
[Einkunn Liverpool leikmanna skv. The Sun Online](http://www.thesun.co.uk/article/0,,2002390000-2005430375,00.html)
Benitez [ver frammistöðu okkar í gær](http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=362812&in_page_id=1779) og segir meðal annars að mikilvægt sé að byggja uppá sterkri vörn og það hafi m.a. vantað í fyrra. Ennfremur að hann sé fullviss um að mörkin komi. Hins vegar eru margar greinar í dag sem fjalla um að það [vanti broddinn í sóknarleik okkar](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=308736&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Reds+need+cutting+edge&channel=football_home) og er ég sammála því.
Og fyrir þá sem ekki sáu leikinn og nenna ekki að finna leikskýrslu um leikinn þá læt ég eina fljóta með frá [The Times Online](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,291-1787452,00.html).
Djísús Aggi,
Ertu til í að linka aldrei aftur á sorpritið?
hehehehehehehe leikur okkar í gær gefur nú ekki mikið tilefni til annars… 🙂
Flott teikning frá Tony 🙂 Og jú, frábær grein frá The Times Online.
Mér finnst bara svekkjandi að sjá Rafa fyrir leik talandi um það að við verðum að vinna til að verða teknir alvarlega í toppbaráttunni, en svo verja úrslit leiksins með því að segja að miðað við í fyrra erum við að standa okkur betur á móti United. Það eru allir sammála því að við vorum betra liðið, en hugmyndaauðgin var herfileg hjá okkur sóknarlega … á tímum Owen og Murphy, þá hefðum við tekið þennan leik! —
Við skulum vona að mörkin komi á móti liðum sem við “eigum” að vinna, neðrihluta-lið hafa oft reynst okkur erfið, en á móti kemur að við verðum að sýna meiri fjölbreytni í leikjum eins og á móti Man U
Fyrri hálfleikurinn á móti Betis… glæsilegur! Okkur vantar stöðugleika til að leika tvo hálfleiki vel og einnig að eiga stöðuga leiki í röð.
Ég veit vel að við eigum eftir að fá á okkur mörk, ég veit líka að við eigum eftir að skora miklu fleiri mörk 🙂 … það er bara pirrandi að sjá ekki framför og miðað við vandræðin við að fá leikmenn til okkar, þá verða næstu mánuðir áhugaverðir. Vona bara að janúar færi okkur fjölbreytileika, og að þangað til verði Cisse og Morientes og Crouch búnir að sýna að þeir eru skæðasta sóknartríóið í deildinni! Því þegar við pælum í því, þá eru þetta ótrúlega ólíkir leikmenn og við eigum að geta bryddað upp á meiri fjölbreytni en verið hefur. Mín ósk er einföld fyrir næsta leik: Cisse og Sissoko í byrjunarliðið og prófa Cisse-Crouch dúettinn betur.
Það er aldrei svo svart ástand að hægt sé að vitna í The S*n.
Rosalega eru menn neikvæðir í garð okkar manna. Við erum taplausir í 4 fyrstu deildarleikjum okkar og ekki búnir að fá á okkur mark, en að vísu bara skorað eitt. Man einhver eftir byrjun Chelsea í fyrra, þar voru þeir ekki sannfærandi og spiluðu varfærnislega(unnu reyndar með heppni nokkra 1-0 sigra).
Þetta á eftir að smella hjá okkur, mörkin munu koma, reynum að vera jákvæðir.
Vandamál okkar á síðasta tímabili var hversu mörg mörk við fengum á okkur, við skoruðum líka fullt en skilaði það mörgum sigrum? (unnum við ekki 14 leiki í fyrra?). Frekar vil ég gera markalaust jafntefli á útivelli heldur en að tapa.
En varðandi markaleysi LFC þá hitti Kristján naglann á höfuðið í gær og Tony kemur líka inn á það. Kantspil okkar er ekki nógu beitt til að 4-5-1 taktík virki gegn bestu liðum deildarinnar. Tony nefnir að C$$$$$$ séu líka búnir að halda hreinu í fyrstu leikjunum en þeir hafi skorað 12 mörk.
Hann gleymir alveg að nefna þá staðreynd að þeir hafa Robbin, Duff, Wright-Phillips, Cole á köntunum. Þessir 4 kantmenn sem C$$$$$$ hefur úr að velja eru allir betri en okkar kantmenn, það er á hreinu.
Hvað ef við horfum á man u eða Arsenal, þeir hafa Ronaldo, Rooney (í taktík 4-5-1), Giggs, Pires, Lundberg, Reyes allt eru þetta betri kantmenn en þeir sem Benitez hefur úr að velja.
Meðan LFC hefur ekki hættulegri kantmenn þá munu mörkin láta á sér standa. Enda hefur Benitez sagt að LFC vanti kantmenn og úr því verði bætt.
Áfram Liverpool
Kveðja
Krizzi
Þegar Harry Kewell snýr aftur þá verðum við með hættulegasta vinstrikantinn í deildinni.
Aggi – The S*n???
Annars finnst mér þetta fín grein hjá þér. Það er greinilegt eftir helgina að menn eru mest að ræða (og hafa áhyggjur af) markaleysi Liverpool, og er það svo sem skiljanlegt. Eitt mark í fjórum leikjum er ekki nógu gott, alveg jafnt og ekkert mark fengið á sig í fjórum leikjum er frábært.
Mér finnst þessi leikskýrsla Chris Bascombe hjá Echo vera mjög góð, hann segir nokkurn veginn það sem ég myndi vilja segja.
Málið er það að eina ástæðan til að panikka yfir stöðunni er ef að við berum okkur saman við Chelsea. Staðreyndin er sú að í dag stenst ekkert lið samanburð við Chelsea. Þeir munu vinna titilinn aftur í ár, einfaldlega af því að þeir tapa ekki stigum. Það getur vel verið að við eða United náum að vinna þá í vetur, en þeir munu hins vegar vinna 9 af hverjum 10 leikjum sem þeir spila, og við erum bara ekki nógu góðir til að hafa í við þá í vetur. Það er það ekkert lið.
Hvað er þá eftir? Ef 1. sætið er þegar farið, segjum það bara, þá er baráttan um 2. sætið það besta sem við getum vonast eftir. Og hver er staðan þar?
LIÐ – STIG – LEIKIR
Charlton – 12 stig – 5L
ManUtd – 11 stig – 5L
Bolton – 11 stig – 6L
ManCity – 11 stig – 6L
WHam – 10 stig – 5L
…
Arsenal – 6 stig – 4L
Liv’pool – 6 stig – 4L
Arsenal eru í 10. sætinu með 6 stig og við í 11. sætinu með 6 stig – hins vegar hafa þeir unnið tvo og tapað tveimur, en við unnið einn og gert þrjú jafntefli. Ef við lítum á töfluna, þá eru aðeins sex stig í lið Charlton í öðru sætinu, og við eigum leik til góða á þá. Þá erum við fimm stigum á eftir Man Utd og eigum líka leik til góða á þá.
Með öðrum orðum, baráttan um hin sætin (ef við gefum okkur að Chelsea taki titilinn öruggt í ár) er bara rétt að byrja. Sjáið t.d. Arsenal, ef þeir vinna Everton í kvöld þá fara þeir í 9 stig eða upp í 7. sætið, og eru þá aðeins einum sigur/tap-leik frá því að hoppa upp í Meistaradeildarsæti.
Og samt hafa Arsenal miklu meiri ástæðu til að panikka en við eins og staðan er í dag; þeir hafa tapað tveimur leikjum, eru í meiðslavandræðum og með hripleka vörn.
Þannig að ég hef engar áhyggjur. Ef ég væri að panikka yfir markaleysinu þá væri ég í raun að segja að ég treysti Rafa Benítez ekki til að laga þetta. Þetta er vandamál, en ég treysti Rafa til að laga þetta. Hann virðist vera að byrja á grunninum, þétta vörnina þannig að við fáum ekki á okkur nema örfá mörk allan veturinn, og er það vel. Við sjáum bara varnargrunninn sem þetta Chelsea-lið er byggt upp á. En það er ekki þar með sagt að Liverpool verði lið sem ekkert skorar næstu árin, þótt það geti vel verið að það taki nokkra leiki í viðbót að hrökkva í gang sóknarlega séð.
Sem sagt, ég hef temmilegar áhyggjur af þessu. Þetta er vandamál en þetta verður lagað. Og við erum enn á fullu í baráttunni um annað sætið í þessari deild, erum þegar búnir að bæta okkur um tvær viðureignir í ár (United heima og Middlesbrough úti, tapleikir í fyrra en jafntefli í ár: 2 stig grædd) og þegar, ekki ef, liðið fer að skora þá munum við græða enn fleiri stig og bæta okkur enn frekar.
Nú er bara að vona að við förum að sjá þær framfarir sem maður býst við að sjá fyrr en seinna strax um næstu helgi gegn Birmingham. Og auðvitað gegn Chelsea í næstu viku – þeir stefna hratt í átt að titlinum eins og staðan er í dag, en hver veit nema við ryðjum lestinni þeirra af teinunum á Anfield eftir 13 daga? 🙂
Mér finnst við örvænta svo svakalega og það eftir 4 leiki í deildinni! Í fyrsta lagi ef við fáum ekki mörk á okkur töpum við ekki leikjum sem er væntanlega það sem liðin í dag sækjast eftir. Í öðru lagi er fínt að byrja á að laga leik liðsins fyrst varnarlega áður en sóknin er tekin í gegn.
Þegar við verðum búin að kaupa okkur hægri kant og annan miðvörð í janúar þá verður hægt að útfæra sóknarleikinn betur en gert er nú. Pongolle getur þá farið að leysa Garcia og hina framherjana af hólmi í staðinn fyrir að dúsa úti á kantinum sem er ekki hans staða. Jóakim Betis-maður er sá kantmaður sem ég vil sjá en hann gæti haft sömu áhrif á lið okkar eins og Robben hafði á lið Chelsea á sl tímabili. Það er í raun nauðsyn að við fáum einn slíkan á hægri kantinn. Kannski Gonzales frá Chile sé svoleiðis leikmaður…who knows. En örvæntum ekki. Við vinnum leiki.
Fyrir mér er þetta ekki spurning um örvæntingu heldur réttmætar hugleiðingar og áhyggjur af markaleysi – sem by the way Rafa hefur viðurkennt sjálfur.
Og svo hreinlega þoli ég ekki það “svar” þegar sagt er að við töpum ekki meðan við fáum ekki á okkur mörk. Við hins vegar vinnum ekki leiki nema með því að skora mörk! Þetta tvennt fer saman og mér finnst allt í lagi að hafa áhyggjur.
“Fínt að byrja á að laga leik liðsins varnarlega fyrst…”? Erum við sem sagt að því – að laga vörnina og svo þegar líður á tímabilið að laga sóknina (janúar?) og svo þegar mótið er að verða búið þá fyrst erum við komnir með lið sem sækir vel og verst vel?
Þegar menn segja það í allt sumar að það vanti hægri kantmann og miðvörð og svo gerist ekkert í kantmálunum, þá er réttmæt spurning: af hverju var ekki gert meira?
Ég hef sagt það áður að ég veit að við munum skora mörk og fá líka á okkur mörk, það “kemur að því” 🙂 en þangað til það gerist, þá er þessi síða einmitt vettvangur fyrir þessar vangaveltur.
Sóknarbolti er mun skemmtilegri bolti en varnarbolti – ég er bara þannig gerður að ég vil frekar vinna 6:5 heldur en 1:0… sorry – það er bara ég.
Ég er sammála Dodda… ég er ekkert að örvænta neitt heldur bara ósáttur við markaleysið og hvers vegna þetta er svona. Við erum allir sammála um að kantspilið okkar er slakt… og í raun ömurlegt. Þangað til verðum við að spila á annan hátt heldur en 4-5-1 leikkerfið því það snýst mikið um að hafa öfluga kantmenn og mann í holunni sem búa til færi og já SKORA.
Ég tel því mikilvægt að við spilum 4-4-2 og t.d. gæti uppstillingin verið svona:
Reina í rammanum!
Finnan – Carra – Hyypia – Traore/Warnock í vörninni.
Sissoko – Gerrard – Alonso – Zenden á miðjunni.
Cisse – Crouch/Morientes frammi.
Spilum ekki með neinn eiginlegan hægri kantmann né vinstri kantmann. Þeir fjórir á miðjunni flæða og skipta um stöður reglulega í leiknum.
Ég veit að Rafa veit af þessu vandamáli sem markaleysið og mun gera allt til að leysa það fyrr en seinna… hins vegar er nú liður í þessu öllu saman að ræða opið um hlutina og gagnrýna/hrósa fyrir vonda/slæma hluti.
Ég vil að endingu fara fram á markasúpu í næsta leik!
Meðan vörnin er svona hæg og þorir ekki framar á völlin munum við alltaf verða í vandræðum með að sækja. Þá er Alonso ekki sá fljótasti í bransanum. Hann kom þó vel út varnarlega í síðasta leik.
Allir framlínmennirnir þrír,hjá man utd, í síðasta leik, eru fljótari en varnarmennirnir okkar að Warnock og Traore undanskildum. Ef vörnin hefði spilað á miðju og við hefðum fengið á okkur breik þá hefðum við verið í afar vondum málum.
Ég legg til að Traore skipti við Hyppia og Warnock verði í bakverðinum. Einnig að Sissoko spili í stað Alonso.
Veit annars einhver hvað er að frétta af Kewell er hann ekki að braggst drengurinn. Hann er akkúrat maðurinn sem við þurfum í dag.
Áfram svo Liverpool.
Ég er sammála Agga þarna með uppstillinguna..nema ég vil að menn séu í föstum stöðum, Sissoko og Alonso inná miðjunni og Gerrard og Zenden á köntunum. Eru menn nokkuð búnir að gleyma hvað Gerrard var góður á kantinum fyrst þegar hann var að koma upp í aðalliðið? :rolleyes:
Svo var ég einmitt búinn að vera að hugsa þetta að Chelsea hefði einmitt byrjað svona í fyrra og svo allt farið í gang þegar Robben kom úr meiðslunum. Kannski vinnum við alla leikina okkar 1-0 fram að áramótum og Mark Gonzaléz verði síðan vítamínsprautan okkar eftir áramót og mörkin fari að koma. Ef þetta verður svona þá gæti mér ekki verið meira sama þó ég horfi á 10 hundleiðinlega 1-0 leiki fram að áramótum…Væri bara mjög sáttur! :tongue:
Er betra að vinna 6-5 en 1-0? þvílík vitleysa! Það þýðir að sóknin er ágæt en vörnin er líkelga sú versta í deildinni og það skilar sér ekki í árangri.
Markaleysið er dapurt og við þurfum að laga það. Einfalt mál. En lið spila sig í gang þannig er það en við erum ekki að nýta einn besta senterinn okkar þar sem hann er alltaf á bekknum. 4-5-1 virkar ekki vel nema kantmenn og þriðji miðjumaðurinn séu í kringum Crouch. Hann græðir ekkert á að vinna háa bolta ef enginn er til að taka við honum. Ef þeir ætla að vera svona langt í burtu þegar hann fær boltann verður það að vera í lappirnar þar sem hann hefur einhvern sjéns á að koma honum á aðra leikmann með einhverri stýringu.
Benitez er maðurinn til að klára þetta fyrir okkur og ég er ánægður með þá framför sem hefur orðið á liðinu hingað til.
Muna menn ekki eftir því hvernig vörnin byrjaði í fyrra? Sérstaklega í föstum leikatriðum. Franska varnarhetjan hjá utd setti tvö mörk og fleiri þannig dæmi komu upp. Núna eiga lið fá breik á móti okkur og við þurfum að fara að skapa fleiri færi og nýta þau sem við fáum.
Þegar Jóhann segir að það sé þvílík vitleysa að betra sé að vinna 6:5 heldur en 1:0, þá þarf hann að rifja upp þá gullnu reglu í deildarkeppnum, að í jafnri markatölu, þá eru fleiri skoruð mörk sem gilda – markatalan 100:60 kæmi liðinu ofar en 40:0.
Og auðvitað skilar það sér í árangri að vinna leiki! Og fyrst það er svona einfalt mál að laga dapurt markaleysið, af hverju hefur það ekki gerst enn?
Þrátt fyrir kannski slakari mótherja – og þó … it’s debatable – þá var stigafjöldinn okkar eftir fyrstu 4 deildarleikina í fyrra 7 (2 unnir, eitt tap og eitt jafntefli) og markatalan 6:3.
Ég sagði ekki að það væri einfalt mál að laga sóknarleikinn. Ég sagði það þarf að laga sóknarleikinn, einfalt mál. Kom ekki með neina konkret lausn á því eða mat á hversu erfitt það yrði.
Stórkostleg rök hjá þér með að fleiri mörk skoruð telji og því sé betra að skora mikið og fá á sig mikið af mörkum.
Varðandi þessa frábæru byrjun á síðasta tímabili sem þú talaðir um þá unnum við West brom og Manchester city. töpuðum fyrir Bolton og gerðum jafntefli við Tottenham. Ef þú síðan bætir við fimmta leiknum þá töpuðum við 2-1 fyrir Man utd.
Frábær byrjun og það er af sem áður var. Hvernig er að vera alltaf svona óánægður?
Jóhann minn, ég sagði aldrei að byrjunin hefði verið frábær, og ég hef líka sagt að mér finnst markabolti skemmtilegri en varnarbolti. Sjáðu bara nýjustu færsluna um markaleysið. En gott að þú virðist sjá rökin á bak við markaskorunina, fyrst þú telur þau frábær – tja… ég sá þig alla vega ekki hrekja þau og þér finnst kannski vont og erfitt að viðurkenna að það sé sannleikskorn í þeim hjá mér?
En svo þú hafir ekki alltof miklar áhyggjur af mér (þakka þér fyrir umhyggjuna samt…), þá er ég ekki alltaf óánægður. Ég hef haft mínar skoðanir á markaleysi, hvernig leikmannakaup voru o.s.frv. – ég hef líka hrósað og talað vel um hluti – vonir og væntingar. Ég bara bregst líka við þegar einhver heldur því fram að ég fari með algera vitleysu, og færi rök fyrir mínum hlutum. Einfalt mál!