Benitez tók á móti verðlaunum í vikunni þess efnis að hann er Besti Þjálfarinn í Evrópu… tillykke! Korteri síðar þarf hann að [ítreka ánægju sína hjá Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150050050921-1426.htm) og að hann hafi ekki áhuga á að þjálfa Real Madrid (enda í botnbaráttunni á Spáni).
Svo virðist sem Mellor, Morientes og Kewell [séu allir þrír að braggast](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16156871%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2d%2dtreble%2dstrike%2dboost-name_page.html) og styttist í að þeir verði leikfærir. Gott mál. Við getum vel notað Moro og Kewell miðað við markaleysið hjá okkur.
Svona í lokinn þá [skoraði Le Tallec fyrir Sunderland í gær](
http://www.safc.com/match/?page_id=7949) og þeir unnu loksins leik (í karmellubikarnum). Vonandi að strákurinn standi sig í vetur og komi sterkur tilbaka að ári.
Jæja. Kannski Kewell nái einum leik áður en hann meiðist aftur? Nee, efast um það.
Gott að vita að Kewell sé að snúa aftur, ég held ennþá í vonina um að hann nái sínu fyrra formi sem hann sýndi hjá Leeds.
Ég er því miður löngu búinn að missa alla trú á honum. Fyrir mér er hann eiginlega bara veðmál. Veðja á hversu marga leiki hann spilar áður en hann meiðist aftur. Nokkur þannig í gangi hjá okkur félögunum.
Já, það verður vægast sagt forvitilegt að sjá hversu lengi Kewell endist, og hvort hann kemst í eitthvað form og nær kannski að spila vel. Það skyldi þó aldrei vera…