Jæja, þá er byrjunarliðið fyrir daginn komið. Rafa gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem hóf leik á miðvikudag, Jonny Riise kemur á kantinn fyrir Djibril Cissé.
Liðið í dag er svo skipað:
Reina
Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré
García – Gerrard – Hamann – Alonso – Riise
Crouch
BEKKUR: Carson, Josemi, Sissoko, Pongolle, Cisse.
Þetta verður áhugavert … með Riise í liðinu fáum við kannski fleiri skot á mark. 🙂
Ætli Zenden sé sáttur? :confused:
Kannski frekar fleiri skot yfir markið 🙂
Aaarrrggg, stress dauðans.
Must win leikur, áfram Liverpool.
Hvar getur maður nálgast byrjunarlið Chelsea? Veit það einhver?
Byrjunarlið Chelsea er svona:
Cech
Gallas – Terry – Carvalho – del Horno
Duff – Lampard – Makelele – Essien – J. Cole
Crespo
BEKKUR: Cudicini, Geremi, Robben, Drogba, Wright-Phillips.
Þetta verður spennandi…
Jæja félagar nú er Benites búinn að dæma sig úr leik, gerði það sjálfur og hjálparlaust. Öll hans mistök og vitleysa á leikmannamarkaðinum eru nú að koma í andlit hans eins og blaut tuska.
Þegar þetta er skrifað er staðan í leiknum 1 – 4 og leikskipulag, uppstilling og innáskiptingar algjört rugl. Það er þyngra en tárum taki og að horfa uppá Spánverjan sýna sig og sanna sem varnarstjóra sem getur ekki sett upp sóknarlið á heimavelli hvað þá annarstaðar. Og drullutapar leik sem allir möguleikar voru á að vinna ef til þess hefði verið stillt.
Mín vegna má þessi spánverjadj… fara hvert á land sem er og ég vona að ég sjai hann aldrei framar 😡 😡 😡 😡 😡 😡
Ég vill fá plain 4-4-2 í næsta leik og að mínu mati er Riise ekkert annað en 1. deildar leikmaður.
Sigtryggur Karlsson, ég held að þú ættir bara að fara í sandkassan og leika þér með krökkunum sem eru þar.
Þú ert svona pottþétt gæi sem segir alltaf þegar illa gengur að það eigi að reka Manager-inn og kvartar yfir því að ekki skuli reynt að hafa fengið Owen.
Í sandkassan með þig!!!!!
Þakka þér tilskrifið Davíð og þér er velkomið að lata ergelsi þitt bitna á mér. Hitt er aftur annað hvort þú ert ánægður með framistöðu Rafaels Benites bði í leikstjórn og leimannakaupum. Ef þú ert það þá erum við einfaldlega afar ósammála og ekkert við því að gera. Hvort ég á heima i sandkassa er aftur á móti athugasemd sem lýsiir einhverjum öðrum betur en mér. Vona að þú eigir eftir að eiga betri daga eins og mér finnst að stuðningsmenn LFC eigi skilið fyrir ævarandi og endalausa tryggð við liðið okkar, Hins vegar eigum við líka skilið að stjóri liðsins standi undir nafni og komi liðinu áfram og láti það spila þannig að ánægja sé að fyrir okkur og aðra. Að ég skuli leyfa mér að reiðast frammistöðu mannsins er ekki ámælisvert að mínu mati og að skamma mig fyrir það lísir eins og ég áður sagði … :rolleyes:
Vertu svo blessaður um alla tíð.
Er ekki bara ágætt að fá landsleikjahlé á þessum tímapunkti? Þá getur Rafa kannski skoðað hvað þarf að laga og hugsanlega verða Morientes og Kewell orðnir klárir í slaginn þá en spurning um að taka sér 2 vikna frí í vinnunni til að losna við bullið í vinnufélögunum en reyndar er maður ýmsu vanur eftir Houllier árin svo maður ætti að lifa þetta af en við getum þó sagt að við skoruðum á móti Chelsea sem er eitthvað sem fáir geta státað af :confused:
Ég skil ekki af hverju Rafa er kennt um mistökin á leikmanna markaðnum í sumar. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að Parry og Moores sjái um þann þátt mála. Þá aðallega Parry sem ég held að væri ekki í starfi hjá stórfyrirtæki í dag.
Það væri reyndar gaman að fá úr þessu skorið hér á síðunni. Þ.e. ef einhver sæi sér fært að fara gaumgæfilega yfir þessi mál.
Einhvern tímann heyrði ég að vandamálið hjá Liverpool væri það öll samningstilboð þyrfti að færa undir stjórnina. Þannig tæki samningsferlið mun lengri tíma en ella. Ég sel þetta þó ekki dýrara en ég keypti það.