Liv’pool 1 – Chelsea 4

Ókei, leikskýrsla. Við vorum að enda við að tapa 4-1 á heimavelli fyrir Chelsea, stærsta tapið okkar síðan vorið 2003 þegar við töpuðum 4-0 fyrir Man U á Old Trafford.

Venjulega fer ég yfir það sem er jákvætt og það sem er neikvætt en í dag ætla ég ekki að gera það. Við höfum rætt nógu mikið um það jákvæða undanfarið, það er af nógu að taka þar, og ég er alveg handviss um að Rafa Benítez er á réttri leið með þetta lið. Í dag hins vegar mættum við Englandsmeisturunum á okkar heimavelli og vorum að vissu leyti teknir í kennslustund. Þeir sýndu okkur í dag, svart á hvítu, hvað þeir hafa fram yfir okkur. Hvað við þurfum að laga til að geta látið okkur dreyma um að keppa við þá í deildinni. Ég ætla að fara yfir það hér.

Þetta er það sem okkur vantar til að geta barist við Chelsea um sigur í Úrvalsdeildinni:

1. Betri vörn. Og þá meina ég: betri miðvörð með Jamie Carragher, fyrst og fremst. Sami Hyypiä er frábær miðvörður og í raun lítið yfir honum að kvarta fyrir utan tvennt: hann er að verða kominn á aldur og hann hefur engan hraða til að takast á við toppliðin lengur. Að sjá hversu illa Drogba fór með hann í þessum leik var átakanlegt. Þá er ég einnig að tala um vinstri bakvarðarstöðuna. Djimi Traoré gerði svakaleg mistök og gaf þeim fyrsta markið, og þar með í raun sigurinn í leiknum. Chelsea er lið sem gefur ekki eftir þegar þeir eru komnir með undirtökin í leiknum og því má að miklu leyti skrifa þetta tap á Djimi. Ef Warnock á að verða okkar fyrsti kostur í bakverðinum á hann að fá að tryggja sig í sessi þar.

2. Vængmenn. Í alvöru, ég hef sagt þetta svo oft en staðreyndin er sú að það er langt að bíða þangað til í janúar. Luis García, Florent Sinama-Pongolle og Djibril Cissé eru ekki kantmenn. Í okkar sterkasta liði væri García sennilega í holunni fyrir framan Gerrard og Alonso. Hinum megin hefur ekkert komið út úr Bolo Zenden, að mínu mati, og Jonny Riise var gjörsamlega úti á þekju í dag. Bauð ekki upp á neitt. Ef Harry Kewell getur komið inn og lagað vinstri vænginn fyrir okkur er það algjör himnasending, en það hlýtur að vera algjört forgangsatriði að fá einhvern á hægri kantinn strax í janúar.

3. Djibril Cissé. Í dag, 3-1 undir og svo 4-1, beið Rafa þangað til tíu mínútur voru eftir af leiknum með að setja Cissé inná. Að mínu mati bendir allt til þess að Cissé eigi sér nær enga framtíð hjá Liverpool. Ef svo er, þá verðum við að treysta Rafa í þeim efnum og þá vill ég líka bara sjá okkur selja hann í janúar. Ef Crouch og Morientes eiga að vera framherjarnir okkar þá er eins gott að fá bara pening fyrir Cissé og nota í kaup á Joaquín eða einhverjum álíka vængmanni. Því miður, þá er staðan ekki góð fyrir Cissé í dag.

Þrír punktar. Einfalt. Ekki satt? Kaupa fljótan miðvörð fyrir Sami, fá alvöru mann á vinstri vænginn og selja Cissé til að eiga fyrir Joaquín. Hljómar einfalt…

…málið er bara hvað við eigum að gera þangað til.

Í dag skoruðu Chelsea 2 mörk í seinni hálfleiknum, en mér er slétt sama um þau. Við þurftum að jafna, þurftum að taka sénsa og fara framar á völlinn og þeir refsuðu okkur. Þeir eru það góðir að þeir gera það bara, einfalt mál.

Það sem olli mér áhyggjum er það að nú höfum við spilað 180 mínútur á Anfield gegn þessu Chelsea-liði. Á þessum 180 mínútum vorum við í sókn nær allan tímann, með boltann megnið af tímanum og pressuðum þá hátt uppi á vellinum. Samt efast ég um að við höfum náð mikið meira en 5-6 skotum að marki á þessum 180 mínútum.

Ég hef svona takmarkaðar áhyggjur af þessu. Það er ömurlegt að tapa fyrir Chelsea, og 4-1 tap þýðir að mér (og ykkur hinum eflaust) verður strítt í vinnunni á morgun. En það breytir því ekki að við vorum að tapa fyrir Chelsea. Þeir eru einfaldlega allt of gott lið í dag, að mínu mati, til að nokkuð enskt lið geti gert sér vonir um að keppa við þá. Því miður, en það er bara staðreynd.

Ég hef hins vegar séð nóg til Arsenal, Man U og hinna liðanna í toppslagnum í vetur til að vita að við getum unnið þau, hiklaust. Að mínu mati eigum við, þrátt fyrir slæmt tap í dag, að setja stefnuna hiklaust á annað sætið í deildinni. Við getum það alveg, en til þess þarf liðið líka að fara að vinna leiki – jafntefli duga skammt – og til þess að vinna leiki þurfum við að fara að skora mörk. Rafa á ærið verk fyrir höndum.

p.s.
Eftir þennan upplífgandi dag fyrir okkur Púllarana er meira gleðiefni á leiðinni … tveggja vikna helvítis landsleikjahlé! Þetta er orðið svo óþolandi að það hálfa væri nóg, að maður þurfi að kyngja þessu Chelsea-tapi í tvær heilar vikur áður en við fáum séns á að laga stöðuna gegn Blackburn. Við erum í þrettánda sæti í deildinni næstu tvær vikur, við erum bara með sjö stig fram í miðjan október, við erum með tvö mörk í mínus í markatölu næstu tvær vikur! Óþolandi!

Allavega, við lærðum ansi margt um liðið okkar í dag en mig grunar að menn hafi líka lært ansi margt um Chelsea. Þetta lið verður ekki stöðvað á fótboltavellinum, ekki á meðan þeir geta keypt eins og þá lystir. Ímyndið ykkur ef við hefðum ótakmarkaða fjármuni, þá værum við búnir að kaupa menn á borð við Gabriel Milito, Joaquín, Simao Sabrosa, Dirk Kuijt, Patrice Evra, Pablo Ibanez og Sergio Ramos í dag. Liðið okkar væri töluvert öðruvísi en það er, ef Roman Abramovitch væri eigandi Liverpool. Það sama má segja um Arsenal og Man U … þess vegna getum við hinir ekkert keppt við þetta lið.

Er ekki kominn tími á að gera alvöru úr þessari hugmynd um launaþak á Englandi? Þetta Chelsea-lið mun valta yfir samkeppnina, ekki bara í vetur heldur næstu árin, ef ekkert verður að gert.

30 Comments

  1. Ég held að öllum ætti að vera ljóst að markatalan í leiknum endurspeglar ekki gang leiksins. En það er nú að verða ansi oft þannig hjá okkur Poolurum.

  2. 4 mörk á okkur og öll eftir hraðarupphlaup.
    vítið frátöldu.
    þetta segir allt um okkar fljótu varnarmenn.
    þurfum fljótan en sterkan mann með Carragher

  3. Sleppum öllu “gangur leiksins” dæmi – tölfræði vinnur ekki leiki og það er einfalt: mörkin tala!! Þetta er ekkert meira frábrugðið hjá okkur held ég en mörgum öðrum liðum. Staðreyndin er skýr: stærsta tap á heimavelli í … veit ekki alveg hvað lengi og stærsta tapið síðan 0:4 ósigurinn á Old Trafford í apríl 2003.

    Þetta eru engin endalok fyrir okkar baráttu, en það að vera 17 stigum á eftir Chelsea strax núna … er ekki alveg það sem maður bjóst við.

    Ég er áfram drulluspældur með sóknartilburðina. Segi meira þegar ég hef séð skoðanir annarra. Þetta er núna í mínum huga mjög einfalt: Við áttum fleiri skot, við héldum boltanum lengur … en vorum við betri? Nei!

  4. þetta er í fyrsta skipti síðan 1969 sem við fáum á okkur 4 mörk á Anfield í deildarleik 😡 😡 😡 😡 😡

  5. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott og eins og ég hefi sagt annarstaðar þá eru þeir veikleikar sem voru þekktir fyrir leiktíðina að bitna alvarlega á okkur. Stjórnendur liðsins leystu þá ekki í sumar og því erum við í vandræðum varnarlega – athugið það, varnarlega. Sami er orðinn of hægur og Traore skortir reynslu en er vaxandi leikmaður. Svo er það alveg merkilegt að okkar öflugasti sóknarmaður vermir bekkinn meirihluta leikja og sóknarleikurinn með Lengjuna upp á toppi er fyrirsjáanlegur og árangurslítill. Hægri kanturinn skilar engur og sá vinstri er veikur sóknarlega. Niðurstaða: markaskorun afar léleg sem leiðir til þess að ef við erum að spila við lið eins og C$$$$$$ sem geta sótt hratt og skorað mörk þá töpum við!!!!!
    Og vegna lélegrar markaskorunar erum við jafntefliskóngar deildarinnar og ef Stjórinn kemur sér ekki í það að nota Cisse og spila 4-4-2 og blása til sóknar þá er eins gott að hætta að fylgjast með þessu og bíða eftir næstu leiktíð. Það sem ég meina með þessu er það að ekki er lengur hægt að bjóða stuðningmönnum liðsins upp á þetta.
    Það má kryfja þennan leik til mergjar og alla aðra leiki liðsins en málið er þetta. Það er stillt upp til að leika varnarbolta, þ.e. að fá ekki á sig mörk, og svo er vonað að við slysum einu.
    Nei takk þetta er ekki fyrir mig og ég vil breytingar og það strax. Sókn er besta vörnin

  6. Jæja, leikskýrslan er komin inn. Í raun frekar augljóst hvað maður hefur um þennan leik að segja.

    Finnst fáránlegt að ætla að kenna Rafa eða 4-5-1 aðferðinni um þetta tap. Rafa er frábær þjálfari og 4-5-1 aðferðin virkar (sjáið bara Chelsea) … okkur einfaldlega vantar betri leikmenn í þetta kerfi, það er munurinn á okkur og Chelsea í dag.

    Allavega, skýrslan er komin upp.

  7. Djöfull voru Riise, Hyypiä, Traore og Luis Garcia LÉLEGIR! Riise var í dauðafæri en í staðin fyrir að nota hægri fótinn og einfaldlega pota boltanum yfir markínuna reyndi hann að setja boltann yfir á vinstri! Nenni ekki að tala um Traore en afhverju sumt fólk metur Hyypiä skel í ekki! HAnn hefur aldrei verið góður eða hraður og hann verður það aldrei.

    Það var ekki langt síðan þegar að Kristján Atli sagði að það væri sáralítið á milli liðanna…Á…hversu fast spark var þetta í afturendann Kristján? Það eina sem að Liverpool hefur umfram Chelsea er mið miðjan, endof.

  8. Verð bara að og með glöðu geði að taka heilshugar 110% undir með leikskýrslu Kristjáns!!!

    Varðandi peninginn hins vegar, þá verðum við líka að horfa á lið eins og Charlton sem virðist ekki eyða svakalegu… þar er skemmtilegt lið á ferð. Og á Real Madrid sem hefur eytt þvílíkum fjármunum í leikmenn að það hálfa væri nóg. Er árangur Real Madrid frábær síðustu tvö árin?

    Punkturinn minn er sá, að það er ekki nóg að kaupa og kaupa leikmenn – þú verður að hafa rétt chemistry hjá leikmönnum og að þeir falli vel saman og auðvitað skiptir þjálfarinn máli. Það sem Liverpool gerði hins vegar ekki nógu vel í sumar var að ganga betur á eftir leikmönnum og að eyða aðeins meira hefði ekki verið slæmt! Fróðlegt verður að sjá verðið á Simao eða Joaquin ef þeir koma í janúar…

    Frábær og sönn skýrsla samt, Kristján!

  9. Ég held að launaþak verði á endanum óumflýjanlegt. Þá er ég ekki bara að tala um Chelsea ævintýrið, þetta var orðið brjálæðislegt áður en Roman kom til. Það má eiginlega segja að Chelsea hafi verið dropinn sem fyllti mælinn.

  10. Það er alveg ljóst að 4-5-1 er topp kerfi, en ekki fyrir okkur. Kerfið er skapað fyrir lið sem eru með framúrskarindi kantara, sem við erum ekki. Það er að verða leiðinlegt að tala um þetta.

    Riise var eins og 5. flokks maður í dag, fékk fjölmörg tækifæri til að gera góða hluti en klúðraði öllu. Öllu einfættari maður finnst varla í dag.

    Crouch reyndi eins og hann gat, hann gerir þetta mjög vel en það kemur ekkert út úr þessu. Það er bara enginn til að njóta alls þessa góða sem hann hefur upp á að bjóða. Hann VERÐUR að hafa fljótann framherja með sér. Ef svo væri þá liti þetta betur út.

    Hvað getur maður sagt um þetta Cisse mál? þetta fera að verða mjög sérstakt allt saman. Hann fær að byrja einn og einn leik og koma inn á í hinum en bara fær ekki alvöru séns. Afhverju fær hann ekki að spila nokkra leiki í sinni stöðu með Crouch frammi??? Þetta er maður sem á að geta skorað alveg jafnmikið og Owen hefi gert ef hann bara fengi tækifæri. Eins og staðan er í dag fær hann að spila í nokkrar mínutur í hverjum leik og oftast á kantinum. Það kann hann bara ekki og menn drulla yfir hann fyrir vikið. Setjið ykkur í hans spor í dag. Að drullu tapa en samt fær hann bara 10 mín og síðustu skiptinguna… Þetta er bara sorglegt mál. Lítur allt út fyrir að hann fari frá okkur í janúar nema eitthvað mikið gerist.

    Sóknarleikur okkar manna er að mínu viti slakari en hann var í lok síðasta tímabils. Þá vorum við að spila 4-4-2 í flestum leikjum. Létu boltann ganga og reyndu að spila hratt. Núna er þetta allt annað – öllu dúndrað fram á crouch og hvað svo ….. Svo segja menn að við séum betri en i fyrra, ekki svo viss um það, en ættum að vera það.

    Nóg komið í bili af neikvæðni. Vonum að þetta fari að koma og að mörkunum rigni inn.

  11. Rafa er frábær þjálfari og 4-5-1 aðferðin virkar (sjáið bara Chelsea)

    Chelsea spilar náttúrulega 4-3-3 en ekki 4-5-1. Þeir eru eitt af fáum liðum í deildinni sem notar vængmenn sína sem virkilega kantframherja.

    Ólíkt liverpool, sem nota núna oftast vinstri bakvörð á kantinum (riise) og luis garcia á hægri kanti, ef hann er ekki í þessari holu sinni, þar sem lítið virðist koma úr honum nema í meistaradeildinni.

  12. Er ekki bara ágætt að fá landsleikjahlé á þessum tímapunkti? Þá getur Rafa kannski skoðað hvað þarf að laga og hugsanlega verða Morientes og Kewell orðnir klárir í slaginn þá en spurning um að taka sér 2 vikna frí í vinnunni til að losna við bullið í vinnufélögunum en reyndar er maður ýmsu vanur eftir Houllier árin svo maður ætti að lifa þetta af en við getum þó sagt að við skoruðum á móti Chelsea sem er eitthvað sem fáir geta státað af :confused:

  13. Í stöðunni 1-2 vorum við gjörsamlega inni í leiknum og betri aðilinn ef eitthvað var. Þeir skora tvö mörk úr hraðaupphlaupum á meðan við erum að hugsa framávið. Það er auðvitað ömurlegt að skapa sér engin færi en það skiptir ekki máli hvort leikurinn tapast 1-2 eða 1-4.

  14. Við vorum á heimavelli, The Kop, gefur venjulega styrk á við aukamann. Samt vorum við jarðaðir, og ég er viss um að þó við hefðum fengið að hafa Cisse inn á sem 12ta mann hefðum við samt verið jarðaðir. Við erum ekki að stilla upp þeim mönnum sem virka í kerfi sem virka. Það er líka eitthvað stórt að hugarfari okkar manna, skil það vel í tilfelli Cisse, en eru hinnir kannski að brotna niður líka. Chelsea geta keypt menn, en þó geta lítil lið eins og Wigan strítt þeim með réttu hugarfari, hvað er þá að þegar við stórliðið tapar 1-4 heima? og hvernig ætli gangi svo gegn Wigan? Og þið dreymið um annað sætið, börnin góð það er ekki séns með jafnteflum og töpum að ná því!

  15. Það liggur við að mann bresti í grát að horfa uppá Cissé á bekknum leik eftir leik eftir leik. Þetta blessaða kerfi er alls ekki að skila inn nóg af mörkum og alls ekki góðum úrslitum svo vonandi tekur Rafa hausinnn út úr endanum á sér og breytir einhverju rótækt á móti Blackburn eftir 2 vikur.

    Aldrei að segja aldrei, það er nóg eftir af tÍmabilinu, við höfum nú séð það svartara ekki rétt.
    Ekkert er ómögulegt.
    Úrslitaleikurinn talar sínu máli.
    Við getum orðið meistarar, en til þess verðum við að fara að vinna einhverja leiki!!!!!

  16. 100% sammala, Kristjan!

    Eg er 150% viss um ad Rafa er retti madurinn fyrir thetta starf, en hann og felagar kludrudu sumrinu illilega og thess vegna verdur thetta timabil half omurlegt. Their verda lika ad skoda sin mal verulega vel a naestu dogum.

    Thetta astand med Cisse er ordid algjorlega faranlegt. Thad er greinilegt ad meira ad Rafa telur virkilega ad 4-5-1 med thennan hop se besta kerfid til ad skora mork, thar sem hann spiladi thad 3-1 undir a heimavelli.

    Cisse verdur ad fara, og vid verdum tha ad gjora svo vel og eyda peningunum i eitthvad skynsamlegt. Eg held ad eftir daginn i dag se thad augljost ad hann a enga framtid hja lidinu. Thad er gjorsamlega faranlegt, en svona er thetta bara. Sorglegt, en satt… :confused:

  17. Ég skil ekki…

    … af hverju að spila leikkerfi sem við erum ekki með leikmenn í?

    … af hverju Cisse er ávallt á bekknum?

    … af hverju Crouch er ávallt inná?

    … af hverju við gátum ekki, evrópumeistararnir, keypt hægri kantmann og varnarmann?

    … af hverju Riise spilaði sem miðvörður frekar en t.d. Traore í dag?

    … af hverju enginn leikmaður hjá okkur “kvittaði” ekki fyrir hegðunina hjá Drogba gagnvart Carragher?

    … af hverju af hverju af hverju….

    DJÖFULSINS ANDSKOTANS Þetta var gjörsamlega ömurleg frammistaða í dag.

    Góða nótt og takk fyrir ekki NEITT!

  18. Þetta var náttúrulega niðurdrepandi leikur eftir seinna mark Chelski. En launaþak er ekki málið, þá væri enska deildin ekki jafn skemmtileg og hún er í dag. Kannski líkari þeirri þýsku.

  19. GETUR EINHVER SAGT MÉR AF HVERJU CISSE FÆR EKKI AÐ SPILA MEIRA ?

    #$:mad:%#$$:mad:$%##:mad:$

    ÞETTA ER ORÐIÐ FREKAR ÓÞOLANDI AÐ KAUPA MANN Á 14 MILLJÓNIR PUNDA OG NOTA HANN 10 – 20 MÍNÚTUR Í LEIK – GEFUM MANNINUM SÉNS Á AÐ SANNA SIG. (líkt og fokking Crouch).

    ÉG ER MEIRA EN LÍTIÐ BRJÁLAÐUR

  20. Ég verð eiginlega að vera sammála Agga. Maður spilar ekki eitthvað kerfi nema eiga mennina í það. Rétt eins og ef eitthvað lið ætti ekki nema 4 varnarmenn en væri samt alltaf að spila með 5 manna varnarlínu eða lið sem ætti bara einn framherja spilaði alltaf með þriggja manna sóknarlínu – hvort tveggja væri bara rugl!

    Auðvitað á ekkert að spila kerfi sem byggir gríðarlega mikið á því að hafa góða kantmenn þegar þeir eru ekki til staðar! Í dag var t.d. ENGINN náttúrulegur kantari í hópnum!

    Og þetta RUGL í sambandi við Cissé er farið að fara virkilega í taugarnar á mér! Hvenær á dýrasti maður Liverpool að fá að sýna okkur hvað í honum býr? :confused:

    Já ég er bara sammála Agga…Ég skil ekki! :rolleyes:

    Ég held ég verði bara í vondu skapi núna í tvær vikur! 😡 😡 😡 Sjáum síðan hvað gerist að þeim loknum! :tongue:

  21. Þvílíkt, annað og eins……. 😡

    Þegar ég kom í heimahús í dag voru liðnar 6 mínútur af leiknum og félagar mínir himinlifandi með gang mála…..okkar menn miklu betri….sækja og sækja…..ég urraði á þá og sagði að það væri ekki nóg að sækja…..það þyrfti að skora líka!!!!

    Þvílíkt andskotans bull……1-4 á Anfield….barasta teknir í rörið. SHIT. Og það á móti Chelsea.

    Mér fannst öllu fremur vanta smá anda í okkar menn. Sjá hvernig helvítið hann Drogba komst um með að rífa kjaft við allt og alla allann leikinn -var alveg gjörsamlega að gera mig bjrálaðan. Ef Drogba hefði tekið svona aftaná hálsinn á Hermanni Hreiðarssyni eins og hann gerði við Alonso þá hefði orðið stórstyrjöld…punkturinn…taka á manninum. Þegar menn eru í svona stuði þá ná þeir yfirburðum andlega á vellinum og það er algjörlega ólíðandi og það á heimavelli okkar. 😡

    Ég ætla ekki að eyða púðri í það sem er augljóst. Okkur vantar miðvörð og almennilega kantmenn. Enginn veit það betur en Rafa. Sá held ég að sofi illa í nótt og hugsi….”hvern grefilinn var ég og stjórn Liverpool að gera í sumar”.

    Að lokum ………það er algjörlega út í bláinn að setja markið á annað sætið í deildinni ár eftir þennann ósigur…..og fjögur jafntefli hingað til. Við meigum þakka fyrir að lenda meðal fjögra efstu þessa leiktíð. Eins og er þá er bara liðið okkar ennþá í bullandi basli í deildinni og ég sé bara ekki að það breytist mikið í bráð…..því miður.
    Ég er þunglyndur eftir svona útreið.

    Kveðja,
    Jón H.

  22. Ég ætla að taka undir það með þeim fjölmörgu sem hafa bent á það að Crouch getur ekki leitt sókn LFC einn síns liðs. Hann hefur ekki hraðann í það og þarf því Cisse með sér. …svo einfalt er það.

    Crouch er góður í því sem hann á að gera, vinna skallabolta, taka við boltanum og halda og leggja hann á félaga sína..æ nei.(ég gleymdi)….ÞAÐ ER ALDREI NEINN TIL AÐ LEGGJA/STINGA Á !!!!!!
    Ég hef verið þolimóður en nú eru komnir 6 leikir, 4 mörk og 4 MARKALAUS jafntefli.
    kv, Friðrik.

  23. Sammála síðasta ræðumanni varðandi það hvenær Chelsea náði andlegum yfirburðum á vellinum. Það var ekki fyrr en Sissoko kom inn á að hann lét heldur betur finna fyrir sér. Já og það á sjálfum Makalele. Djö var ég ánægður með kappann.

    Ég verð þó að viðurkenna að mér fannst skrítið að Riise skyldi byrja inn á í staðinn fyrir Cisse. Cisse var alls ekki svo galinn í síðast leik á kantinum. Sinnti varnarhlutverkinu vel og maður hafði alltaf á tilfinningunni að ef hann fengi tækifæri á skoti eða maður á móti manni þá gæti eitthvað gerst.

    Þrátt fyrir það held ég að því miður verði hann að yfirgefa Liverpool. Ef við berum t.d. hann og Drogba saman þá er Cisse ekki einu sinni hálfdrættingur á við hann.

    En djö er Riise annars geldur leikmaður. Ég vil kenna honum einum um tapið í gær. Seljum hann strax.

    Annars er Rafa á réttri leið með liðið og við vinnum næstu 8 leiki í röð.

  24. Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið í gær kraumar en mikil reiði innra með manni. Djöfull var þetta sárt tap.

    Ég er hjartanlega sammála þér Kristján, það vantar betri leikmenn í liðið. Enda hef ég margoft sagt það. Það er ljóst að ef Kewell nær sér ekki á strik þá verður LFC líka að kaupa vinstri kantmann (þeir gerðu það reyndar með kaupunum á Gonzales). Ef þau kaup ganga í gegn þá eru dagar Kewell og Riise hjá LFC taldir.

    Hvað er annars með hann Riise getur maðurinn ekki sem atvinnumaður æft á sér hægri löppina. Hann er svo einfættur og einhæfur í sóknartilburðum sínum að það hálfa væri meira er en helv….. nóg. Greyið Zenden, hann hlýtur að klípa sig og hugsa “varla er ég svona lélegur, það lélegur að ég komist ekki í liðið á kostnað Riise”.

    Ég er sammála Mgh og fleirum hérna við verðum að fara að spila með tvo frammi. Enda eru næstu leikir við lið sem eiga að heita lakari lið en LFC.

    Gleymum því ekki að tímabilið er rétt að byrja og nóg af stigum eftir í pottinum til að rífa sig upp töfluna. Nú er mál að ná nokkrum sigurleikjum í deildinni til að fá sjálfstaustið. Come on you reds.

    Kveðja
    Krizzi

  25. Mikill hiti á liverpool blogginu sé ég. Menn flestir æfir út í Rafa fyrri að ekki nota Cisse og gefa honum séns í nokkra leiki, sem er alveg ótrúlegt. Á Cisse að geta sannað fyrir Rafa hversu góður hann sé á 10-15 mín í leik? Man enginn eftir leiknum um Super bikarinn?????????

    Crouch er góður, en hvað er hann búinn að skora mörg á þessu tímabili? Verður það ekki líka að fylgja með, ef menn fá að spila alla leiki? Ég bara skil þetta ekki. Ég veit ekki í hvaða sæti við erum í deildinni og kæri mig ekkert að um að vita það. Ég sjálfur er búinn að fá nóg af varnarsinnuðum og leiðinlegum bolta.

  26. Margir eru æfir út í Rafa fyrir 4-5-1 kerfið og það er ég líka. Hins vegar finnst mér eftirfarandi spurning áhugaverð: Er Rafa þá á réttri leið með liðið? Kemur það nokkuð í ljós fyrr en hægri kantmenn almennilegir eru komnir inn í liðið?

    Skil heldur ekki þennan mun á Liverpool í deildinni og í CL-keppninni!! Þetta er ótrúlegt! Miðað við byrjun Liverpool í deildinni þá er ég bara bjartsýnn á CL-framhaldið! :biggrin2:

    Versta tap á heimavelli síðan á 7. áratugnum, versta byrjun í deildinni í þrettán ár, markahæsti maðurinn okkar er miðjumaðurinn Gerrard og af þessum fjórum mörkum sem við höfum skorað í deildinni hefur sóknarmaður skorað eitt – úr víti (Cisse)!

    Miðað við þá leikmenn sem við höfum … þá skil ég ekki Rafa vs. Cisse. Og ef það gerist að við seljum Cisse í janúar … hversu beitt verður sóknin þá?

  27. Aggi, mundu línumenn (eins og þú varst hjá okkur á sínum tíma) í handboltanum gera eitthvað gott ef þeir væru ekki með menn með sér. Þið þurfið sendingar frá hinum til þess að geta gert eitthvað. Þetta er ekki ósvipað því og Crouch þarf, menn með sér og til að gefa gefið á sig.

    Skil ekki fólk sem er að rakka Crouch niður 😡

  28. MEINT ÓVIRÐING LIVERPOOL MANNA
    Ég hef rennt yfir netmiðlana í dag og Chelsea menn gera mikið úr meintri óvirðingu sem þeir eiga að hafa orðið fyrir af hálfu Liverpool manna fyrir þennan leik. Ég veit eiginlega ekki hvaða lesefni þeir hafa komst yfir, því ég get með engu móti komist að sömu niðurstöðu og t.a.m. Lampard og þeir sem stjórna chelsea.is hafa komist að. Lesa þessir menn bara fyrirsagnir blaðanna sem segja lítið um rétt ummæli? Ég er farinn að hallast að því! Þetta kemur þannig út fyrir mér að einstakir leikmenn (og stuðningsmenn) telji sig yfir gagnrýni hafna, sem getur alls ekki verið rétt!

    Nú kann vel að vera að ég hafi misst af öllu þessu “dissi” sem Chelsea menn fóru að gráta yfir í síðustu viku. Ef svo er, getur þá einhver bent mér á sorann?

  29. það er hárrétt hjá þér Stjörnumaður að línumenn erum háðir félögum okkar eins og Crouch í 4-5-1 kerfinu en Drogba er einnig að spila það kerfi og lagið upp 2 mörk og fiskaði víti í gær.

    En já Crouch eða Morientes eða Cisse þurfa aðstoð til að skora mörk í þessu leikkerfi og þeir leikmenn eru ekki til hjá okkur í dag.

    Hins vegar er ekkert launungarmál að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af Crouch en ég gef honum séns líkt og öllum leikmönnum (nema ef þeir heita Sean Dundee eða Erik Meijer)!

    Satan: Sammála þér, hef ekki lesið eitt né neitt sem getur talist “diss” á Chelsea… Johan Cryuff og fleiri hafa séð um það undanfarið.

  30. Fuðulegt hvað menn eru fljótir að leggja árar í bát! Á miðvikudaginn var Rafa algjörlega á réttri leið með þetta lið, Chelsea átti ekki sjéns og aðeins dómarinn bjargaði þeim frá tapi, flestir sem hérna skrifuðu voru sammála um það. Síðan töpum við 1-4 og þá er bara allt hrunið. Menn verða aðeins að pústa og sjá hlutina í réttu samhengi. Á miðvikudaginn áttum við að fá amk 2 víti, og fyrsta mark chelsea í dag átti ekki að standa þar sem Drogba lagði boltann fyrir sig með hendi áður en hann var felldur. Hvað hefði gerst ef Liverpool hefði skorað fyrst? Við hefðum aldrei tapað 1-4, er það? Veikleikar eru í liðinu það er klárt, Hyypia má ekki lenda maður á móti manni og kantmenn eru ekki nógu sterkir, þetta vita allir. Vegna áðurnefnds veikleika hjá Hyypia lendum við svo 1-2 undir og reynum að sækja leikinn í seinni hálfleik en Chelsea er einfaldlega með 7 manna vörn og 3 frammi og breika á okkur. Sem við hefðum væntanlega getað gert hefðum við komist yfir, sett Cisse inn og jarðað þá í skyndisóknum. Mörg ef og hefði hérna veit það en veit það fyrir víst að enginn, Enginn hefur meira vit á þessu heldur en Rafa, maðurinn sem gerði okkur að evrópumeisturum með 1 framherja!! hafa trú YNWA

Byrjunarliðið komið, Riise inni!

Hvað á að gera?