Cisse aðeins minna fúll í dag

Jæja, Djibril dregur aðeins úr ummælunum sínum í [Echo í dag](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16219257%26method=full%26siteid=50061%26headline=cisse%2d%2ddoes%2dnot%2dwant%2dto%2dleave%2dliverpool%2d-name_page.html). Þar segir hann:

>”**I want to emphasise that I love being in England and at Liverpool – and I want to stay and fight for my place.**”

>”But if my situation with regard to playing for Liverpool has not evolved by January 2006, then I would consider leaving Liverpool for a club where I would be afforded more playing time with a view to the 2006 World Cup.

Jamm jamm…

15 Comments

  1. Þetta er reyndar hluti af yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær eftir blaðamannafundinn í Frakklandi 🙂

  2. Landsleikjahléið ætlar ekki að verða svo viðburðasnautt 🙂 … Cisse er öflugur, á því leikur enginn vafi, en þó svo að þessi ummæli séu ögn rólegri en þau fyrri, þá eru þetta skýr skilaboð: “Ég vill fara ef ég fæ ekki að spila meira!” – Þessi skilaboð finnst mér eiga fyrst og fremst að ræða við Benitez, face to face, ekki í fjölmiðlum.

    Þetta er vont mál, og ég get ekki ímyndað mér að þetta sé moral-booster fyrir Liverpool liðið í heild sinni – og við þurfum á booster að halda í deildinni!!

  3. Jamm, ég veit. En þessi hluti var bara ekki birtur af Sky og fleiri stöðum og þess vegna varð Djibril frekar fúll útí þá miðla.

    Ekki það að þetta afsaki neitt.

  4. klaufalegt hjá Cisse og alls ekki gott útá við fyrir félagið… hins vegar er betra að vera hreinskilinn og segja nákvæmlega hvernig staðan er heldur en að allt sé í himnalagi.

    Hvað um það þá er þetta samt ekki rétta leiðin til að fá athygli Rafa. Farðu á fund með honum og ræddu þetta þar!

    Cisse, reyndu síðan að standa þig með franska landsliðinu.

  5. Já þetta er klaufalegt í alla staði hjá Cisse. En við vitum ekkert hvort hann hafi átt fund með Benna eða ekki.

    Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Benni hefur síðan hann tók við Liverpool talað um liðsheildina og að enginn leikmaður sé mikilvægari en liðið. Cisse vælir í fjölmiðlum um að hann verði að hugsa um sjálfan sig. Eitt er víst að það verður fundur hjá honum og stjóranum á næstu vikum. Þá ætti allt að skýrast en þangað til verður hann að láta verkin tala með Frökkum og síðan á æfingum.

    Hver sem niðurstaðna verður í þessu Cisse máli öllu þá finnst mér að hann eigi að fá tækifæri og það á toppnum með Crouch eða Morients. Síðan er hægt að meta framlag hans eftir það og sjá hvort hann hafi sannað tilverurétt sinn hjá Liverpool. Það er bara ekki hægt að meta hann þegar hann fær ekki að spila í sinni stöðu svo einfalt er það nú.

    Við eigum Blacburn, Anderlecht (úti), Fullham (úti) og West Ham í næstu fjórum leikjum og það er ekki spurning að liðið á að sækja í öllum þessum leikjum. Tvo á toppinn og við förum að skora, leikir vinnast jú ekki nema að skoruð séu mörk……

    Siðan smá pæling að lokum: Segjum sem svo að Cisse verði seldur í janúar, hvað þá? Eigum við að treysta á Crouch, Morientes (sem á það til að meiðast), Pongolle (sem er ennþá bara efnilegur) og Mellor (sem ég tel langt frá því að vera nógu góðan leikmann fyrir LFC)? Mitt svar er nei. Benni verður þá að kaupa sóknarmann til viðbótar við hin kaupin sem þarf að gera. En hvaða sóknarmann fær hann í þetta kerfi sitt fyrir skikkanlegan pening sem er betri en Cisse?

    Er hættur að skilja þetta allt saman Liverpool er bara að verða eins og finnskan, óskiljanlegt mál!

    Moi, Geiri

  6. Sammála Geira, það er margt sem maður skilur nú ekki í þessu Cisse máli. En vonandi fær hann tækifæri í komandi leikjum til að sanna sig. Þó efast ég um að við spilum með tvo sóknarmenn í næstu 4 leikjum, en hvað veit ég.

    Krizzi

  7. Ok gefum okkur það að dagar Cisse séu taldir hjá félaginu og að hann fari í janúar frá okkur.

    Við hljótum að kaupa þá varnarmann + hægri kantmann. Kannski er pæling að taka einnig vinstri kanmtann þ.e. ef Gonzalez kemur ekki til okkar.

    annað mál og ég er hér sammála Geira varðandi að ef Cisse fer þá erum við engöngu með Crouch, Morientes, Pongolle og Mellor. Spurning hvort við ættum að þá að athuga með leikmann eins og Eið? Gæti verið góður í holuna!

  8. Eiður er of godur fyrir Liverpool. Auk tess lifir hann ljufu lifi i London, til hvers aetti hann ad fara til Liverpool-borgar?

    London vs. Liverpool? Ekki erfitt val :laugh:

  9. Haft er eftir Rafa Benitez í DV er blaðamaður DV hitti hann á gangi niður laugarveginn í gær að Rafa ætlaði að selja Cissé og láta Crouch spila alla leikina sem eftir er af tímabilinu einn frammi. Einnig er í bígerð að reisa styttu af Crouch sem hægt væri að nota frammi þegar/ef hann meiðist. :biggrin:

  10. Þess má geta að sá sem hér um ræðir skoraði eina mark Frakka í dag! :rolleyes:

  11. Ég var þokkalega ánægður með alla Liverpool-spilara í þeim landsleikjum sem ég sá. Fannst Owen og Crouch saman virka vel, Crouch er ragur svolítið í boltann upp við markið – en ég vona að Rafa hafi náð að skoða þessa leiki og séð að Cisse á alltaf að vera frammi! 4-4-2 takk fyrir!

  12. Er ekkert að gerast í Liverpool fréttablöðunum ? hva 2 dagar síðan frétt kom ?

  13. Jæja þar kom það, Gerrard meiddur og verður frá næstu 2-3 vikurnar 😡

Cisse hundöskufúll

Gerrard frá í 2-3 vikur.