Ég mæli sterklega með því að ALLIR lesi þessa grein, þar sem vitnað er ítarlega í pistil sem birtist eftir Sepp Blatter, forseta FIFA, í Financial Times í morgun: Blatter blasts ‘pornographic’ club owners!
>’Having set foot in the sport seemingly out of nowhere, they proceed to throw pornographic amounts of money at it. What they do not understand is that football is more about grass-roots than idols; more about giving entertainment and hope to the many than bogus popularity to a predictable few; more about respecting others than sating individual greed, whether for adulation or money.’
>…
>Blatter says the practice, in Latin America especially, of speculators buying the commercial rights to promising child players is unacceptable and a ‘new form of slavery’
>…
>’It is simply insane for any player to ‘earn’ £6million-£8million a year when the annual budget of even a club competing in the UEFA Champions League may be less than half that. What logic, right or economic necessity would qualify a man in his mid-20s to demand to earn in a month a sum that his own father – and the majority of fans – could not hope to earn in a decade?’
Hann er ekki bara að tala um eigendur liða á borð við Chelsea og Corinthians, hann er ekki bara að tala um gráðuga leikmenn á borð við Rio Ferdinand, Ashley Cole og í raun hundruðir fleiri, hann er ekki bara að tala um ‘barnaræningjana’ sem stunda fótboltann nú orðið. Hann er að tala um þetta allt, og miklu meira til.
Ég túlka þessa grein þannig að hann ætli að koma á launaþaki, bæði til að stemma stigu við launakröfum leikmanna og til að stöðva ríkustu eigendurna í að eyðileggja leikinn með að kaupa bara heimsliðið til sín. Og svo virðist sem þeir hjá FIFA ætli að setja einhverjar reglur til að vernda unga og efnilega leikmenn frá umboðsmönnum, og öðrum rándýrum.
Ég segi bara, það var tími til kominn! Það þaf að taka á þessu vandamáli eins og það leggur sig, frá lægstu lægðum upp í hæstu hæðir. Peningar eru farnir að ráða allt, allt, ALLT of miklu í knattspyrnunni í dag og því fyrr sem verður tekið á þessu, því betra.
Mæli með að menn lesi þessa grein, og endilega tjáið ykkar skoðanir svo hérna. 🙂
Heyr heyr! Þessi grein segir allt sem segja þarf um boltann í dag.
Það er gott að Sepp Blatter tjáir sig um þessi mál og vonandi að FIFA geri eitthvað rótækt til að koma í vegfyrir þrælahald okkar tíma.
Hitt er annað mál að mér hefur ávallt fundist ákveðinn ólykt í kringum Blatter þ.e. spilling og hvernig hann sjálfur hefur til að mynda haldið völdum innan FIFA en það er nú annað mál…
S.s. góð grein og breytinga er þörf!
Þessi grein er góð og segir ansi margt. Manni blöskrar ýmislegt í þessum viðskiptalega heimi fótboltans, en ég tek undir með Agga líka, mér finnst oft ákveðin ólykt í kringum Blatter og gagnrýnisraddir háværar (t.d. mútumálið 2002). En ást hans á fótboltanum er eflaust skýr og hann á sína fylgjendur líka. Ég er sammála því sem hann segir í greininni að flestu leyti. Launaþak er eflaust ekkert vitlaus hugmynd. Og menn eins og Steven Gerrard hljóta að taka til sín komment eins og þegar hann gagnrýnir launakröfur leikmanna (úr 100 í 120 þús. á viku…)
En eins og með kvikmyndastjörnurnar, þá eru punktar sem fólk verður að taka tillit til. Og sitt mun auðvitað alltaf sýnast hverjum! En væri til dæmis knattspyrnan jafn-vinsæl í dag, ef ekki væri fyrir stjörnur eins og Beckham, Ronaldinho, Gerrard, Owen, Zidane, Ballack, Keane … o.fl.? Það er þessum og fleirum stjörnum að þakka að sumir krakkar vilja æfa fótbolta og það er staðreynd að í knattspyrnunni eru miklir peningar.
Varðandi kvikmyndastjörnurnar þá sagði Arnold Schwarzenegger, að myndir féllu eða risu oft með stjörnunum og þess vegna hefði hann krafist 30 milljóna dollara fyrir Terminator 3 og fengið … konur eins og Cameron Diaz og Julia Roberts geta beðið um 15-20 milljónir dollara á hverja mynd, þar sem vitað er að þessar stjörnur trekkja! Eiga kvikmyndaverin/framleiðendurnir að sitja að stærstum hluta kökunnar eða á ekki að leyfa réttmæta kröfu stjarnanna?
Sama finnst mér stundum gilda um fótboltann. FIFA og landssamböndin og klúbbarnir eiga ekki að synda í peningum og stjörnurnar að fá minna en þær eiga skilið. Mér blöskrar peningaaustrið í Chelsea oft, en ég verð að viðurkenna það að mér finnst fjölbreytnin í enska boltanum (að fá Chelsea með í baráttuna, en ekki bara Manchester United, Arsenal og Liverpool…) skemmtileg. Peningaaustur er heldur ekkert ávísun á árangur – sjáið bara Real Madrid.
Hugsjónin á alltaf að gilda og ég tek fram skýrt, að mér blöskrar þessar upphæðir sem eru reiddar fram fyrir ýmsa leikmenn – mér blöskrar enn hversu há laun t.d. Gerrard fær 🙂 og launaþak er kannski svarið. Mér þætti samt sem áður gaman að sjá laun Blatters og ferðakostnað og ýmislegt í pokahorni hans – því stundum finnast mér ummæli sem þessi ekki eins áhrifarík þegar þau koma frá vafasömum mönnum (að mínu áliti).
Ég grét næstum af ánægju að heyra þessar raddir komi upp og þá sérstaklega úr þessari átt. Nú verður LOKSINS skrúfað fyrir þetta peningaflæði í boltanum áður en allt fer meira til fjandans.